ATHUGIÐ!
Liklega
vegna mannabreytinga innan Reykjavíkurborgar þá hefur því miður ekki verið
haldin fundur hjá þessum mikilvæga starfshópi síðan í nóvember 2004.
Samgöngunefnd
samþykkir að skipa starfshóp um stöðu hjólreiða í Reykjavík
Á
77. fundi samgöngunefndar Reykjavíkurborgar 1. júní 2004 lagði formaður samgöngunefndar fram
eftirfarandi tillögu:
Samgöngunefnd samþykkir að skipa starfshóp um stöðu hjólreiða í Reykjavík.
Hópurinn skoði stöðu mála og komi með tillögur um það sem betur má fara
með tilliti til öryggis og aukinnar notkunar, stefnu Reykjavíkurborgar
m.t.t. hjólreiða (Aðalskipulag, umhverfisstefna og samgöngustefna) og
leggi fram áhersluatriði til stefnumörkunar sem leiði af sér áætlun vegna
hjólreiða. Hópurinn hafi eftirtalin markmið að leiðarljósi.
1. Hvernig er fyrirliggjandi stígakerfi
að þjóna hjólreiðafólki?
2. Hvernig er þverun gatna, merkingum fyrir hjólreiðar og
hjólastæðum háttað í borginni?
3. Er þörf á að leggja hjólareinar í götustæði?
4. Hvernig er tengingum milli sveitarfélaga háttað með tilliti
til hjólreiða?
5. Hvernig er hægt að auka hlut hjólreiða í samgöngum
borgarbúa og fylgja þannig eftir markmiðum borgarinnar í vistvænum
valkostum í samgöngum?
Starfstilhögun
Skipaðir verði 4 einstaklingar, 1 frá umhverfis- og heilbrigðisnefnd, 1
frá skipulags- og byggingarnefnd, 1 frá samgöngunefnd og 1 fulltrúi
hjólasamtaka sem leggi sérstaka áherslu á að endurspegla sjónarmið
hjólaiðkenda. Fulltrúi samgöngunefndar stýri starfi hópsins en umhverfis-
og tæknisvið leggi hópnum til ritara og starfsmenn eftir þörfum í samráði
við hópstjóra. Hópurinn taki þegar til starfa og skili áliti fyrir lok
ágúst. Hópurinn kalli eftir hugmyndum frá áhugasömum og hagsmunaaðilum.
Skýrslan verði lögð fyrir samgöngunefnd og höfð til hliðsjónar við
starfsáætlunargerð borgarinnar fyrir árið 2005 og stefnumótunarvinnu í
samgöngumálum.
Samþykkt. |
Sendu
okkur þitt álit um hvað mætti betur fara.
Við viljum fá sem
flest sjónarmið hjólreiðafólks og almennings ekki síst þeirra sem vildu
geta hjólað í Reykjavík en gera það ekki vegna einhverra ástæðna. Þitt
álit gæti því skipt miklu máli í vinnu starfshópsins.
SENDA PÓST
Þetta
eru skilaboð LHM í vinnu starfshópsins.
LHM skilar frá sér
minnsipunktum fyrir fund starfshópisns þann 12. ágúst 2004. Annað er frá
Landssamtökunum (pdf 323kb) en að auki minnisblað frá
Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur
(pdf 353kb) umferðaverkfræðingi.
...Og þessu máli tengt. Lesið
blaðagreinar eftir formann starfshópsins.
|
Hvað getur gerst
ef hjólreiðabrautir verða að veruleika?
Hér
fyrir neðan eru nokkar myndir því til útskýtingar.
Á hjólreiðabraut
má komast greiða leið yfir gatnamót rétt eins og vélknúið
ökutækin án varasamra beygja umhverfis steypukanta eða annarra hindrana.
Reiðhjól munu lúta sömu lögmálum í samgöngum og vélknúinn ökutæki.
Hjólreiðabrautir geta komið í stað hraðahindrana í 30 km
hverfum, aukið öryggiskennd hjólreiðamanna og orðið hvati til hjólreiða.
Um leið gefst kostur á því að bæta umhverfið.
|
Hjólreiðamenn munu geta farið eftir venjulegum
samræmdum umferðareglum á hjólreiðabrautum. |
Hjólreiðamenn geta fengið greiða leið leið umhverfis
hringtorg. Það sem og annað gerir hjólreiðar sýnilegri, öruggari og eykur
öryggiskennd hjólreiðamanna sem svo fær fleiri til að hjóla.
Hjólreiðabrautir eru ekki bílastæði.
|
Hjólreiðamenn munu komast með öruggum og skjótum
hætti milli sveitarfélaga og borgarhluta, þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
|
|
Ef vel er að verki staðið þá er hægt að setja
niður hjólreiðabrautir eftir "þröngum" götum. |
Með því að byggja upp nothæft og aðlaðandi hjólreiðabrautakerfi má
draga úr byggingu dýrra og fyrirferðarmikilla bílamannvirkja. Þá
verður minna slit á akvegum og meira pláss fyrir þá sem í raun þurfa á
bílum að halda. Minna landsvæði fer undir samgönguæðar sem þá nýtist undir
"mannlegri" mannvirki og starfsemi.
Vinnubrögð verktaka og eftirlitsaðila gæti orðið betri.
Með hjólreiðabrautum má auka arðsemi samgöngukerfisins í
heild, ekki síst á álgstímum þar sem færri nota akvegina. Norðmenn hafa sýnt fram á mikla arðsemi hjólreiðabrauta
sé horft til heilsufarsþátta. (NO
skýrsla og
GB samantekt og
IS
samantekt). Þá er slit akvega, sóun, loft og hávaðamengun minni.
Almenningur fær heilbrigt val á samgöngum og lífsgæði aukast.
Með tilkomu hjólreiðabrauta fær almenningur kost á því
að eignast vistvæn og fyrirferðalítil farartæki svo sem "recumbent"
reiðhjól, eða
rafmagnsreiðhjól. Þá má gera ráð fyrir minna bílastæðavandamáli
framan við skóla og stærri fyrirtæki. Þannig geta fyrirtæki dafnað,
stækkað og byggt á svæðum sem áður nýttust aðeins undir fyrirferðamikil
farartæki starfsmanna. |