1% sannleikans
Las skemmtilega grein á bls. 18 í Fréttablaðinu nú í morgun. Greinin fjallaði á stuttan hátt um reynslu greinarhöfundar af Írönum í höfuðborg Írans, Teheran. Í greininni bregður hún upp mynd af mannlífinu sem er manni með öllu ókunn. Í umfjöllun fréttamiðlanna er annað hvort brugðið upp mynd af vitskerta forsetanum þeirra, eða af æstum múg, hrópandi slagorð gegn Vesturlöndum. Hins vegar fullyrðir hún í greininni að æsti múgurinn sé einungis um það bil 1% þjóðarinnar og þvert á þá ímynd sem Vesturlandabúar hafa, þá séu íbúarnir umburðarlynt og afar hjálpsamt fólk. Gaman þegar sannleikanum eru gerð skil með þessum hætti.
Ég gat ekki varist því að leiða hugann að þeirri umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum um Samhjálp og Hvítasunnukirkjuna. Því sem þar hefur verið haldið fram og gefið í skyn er trúlega í svipuðum hlutföllum þ.e. 1/100 er sett upp sem allur sannleikurinn. Það sem hefur vakið mestu furðu mína í þeim efnum að þeir sem reynt hafa hvað mest að slá um sig sem talsmenn jafnréttis og umburðarlyndis, þeir hinir sömu hafa farið mikinn í viðleitni sinni við að halda þessu 1% á lofti sem 100% sannleikans og hafa hvað eftir annað lagt til starfsemi Samhjálpar sem hefur aldrei dregið menn í dilka. Maður skyldi ætla að þeir sem vilja láta taka sig alvarlega hefðu meiri ást á sannleikanum en þetta.
Ég gat ekki varist því að leiða hugann að þeirri umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum um Samhjálp og Hvítasunnukirkjuna. Því sem þar hefur verið haldið fram og gefið í skyn er trúlega í svipuðum hlutföllum þ.e. 1/100 er sett upp sem allur sannleikurinn. Það sem hefur vakið mestu furðu mína í þeim efnum að þeir sem reynt hafa hvað mest að slá um sig sem talsmenn jafnréttis og umburðarlyndis, þeir hinir sömu hafa farið mikinn í viðleitni sinni við að halda þessu 1% á lofti sem 100% sannleikans og hafa hvað eftir annað lagt til starfsemi Samhjálpar sem hefur aldrei dregið menn í dilka. Maður skyldi ætla að þeir sem vilja láta taka sig alvarlega hefðu meiri ást á sannleikanum en þetta.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim