sunnudagur, ágúst 21, 2005

Ég skil ekki

Það hefur verið talsverð umræða um málefni leikskóla undanfarið í Reykjavík. Talað er um að 40 starfsmenn vanti í leikskóla borgarinnar og er bent á að helsta ástæða þess sé lág laun. Þó að þetta komi ekki við mig þar sem ég á engin börn á leikskólaaldri, þá þekki ég marga sem það gera og veit að þar sem að til stendur að senda hluta barna heim, þá mun þetta koma illa við þá.

Það er eitt í þessu sem ég skil ekki (er kannski sá eini). Þann 17. mars sl. kynnti borgarstjóri áform borgaryfirvalda um að öll reykvísk leikskólabörn njóti sjö stunda gjaldfrjálsrar leikskólavistar á dag. Áætlun þar að lútandi yrði framkvæmd í fjórum skrefum. Þriðja skrefið tímasett 2008 en það síðasta er ótímasett. Gert var ráð fyrir að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar við gjaldfrjálsan leikskóla næmi 846 milljónum króna á ári.

Þó að ég hafi ekkert á móti því að barnafólk njóti svona fríðinda, þá er ég nokkuð viss um að sama barnafólkið vill frekar eiga sitt pláss og borga fyrir það, heldur en að eiga ekki kost á plássi. Væri því ekki nær að hækka laun leikskólastarfsmanna eða gera áætlun til 2008 um hækkun launa þeirra? Ef ekki eru til peningar til að hækka laun þeirra, hvernig eru þá til peningar til að bjóða uppá gjaldfrjálsan leikskóla?

Er einhver til í að útskýra þetta fyrir mér þannig að ég skilji það?

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus ritaði:

???????????????????????????????????????NEW RIVER????!!
????????????????????????

12:36 PM  

Sendu inn athugasemd

<< Heim