Fjársjóður
Að gefnu tilefni þá hef ég verið að velta fyrir mér hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Látum tilefnið liggja á milli hluta að þessu sinni en eftir því sem aldurinn færist yfir, þá minnkar eftirsóknin eftir "vindinum" og annað fer að skipta öllu máli. Eitt af því eru manns nánustu og samskiptin við þá. Konan mín, drengirnir mínir þrír, systkini, foreldrar sem ég er svo lánsamur að njóta enn og vinir mínir sem eru fáir en að mínu mati afbragð annarra manna. Ég gæti haldið áfram að telja en læt staðar numið hér en get þó ekki sleppt því að nefna hversu lánsamur ég er að geta kallað skapara himins og jarðar fyrir föður minn.
Eitt af því sem er mér afar dýrmætt er minningin um afa minn, Guðna Markússon frá Kirkjulækjarkoti. Ein minninganna er saglyktin af peysunni hans en ég heimsótti hann oft er hann lagði sig eftir matinn. Ég lagðist við hlið hans í sófanum og bað hann um að segja mér sögu. Aldrei brást það að afi sagði mér sögu, gjarnan af pabba þegar hann var lítill, og skipti þá engu máli hversu þreyttur hann afi minn var, alltaf hafði hann tíma fyrir pjakkinn.
Eitt af því sem afi minn gaf mér, fyrir utan kærleikann og umhyggjuna voru ljóð sem hann skrifaði til mín á 5, 6, og 7 ára afmælisdögunum mínum. Mér voru afhent ljóðin seint á unglingsárum mínum og glataði ég þeim í einhverju ógáti. En viti menn ég var að fara í gegnum dót frá mér og fann afrit af ljóðunum. Mér leið eins og ég hefði fundið fjársjóð, ég ætla hins vegar ekki að eiga þennan fjársjóð einn og ætla því að deila honum með ykkur:
Litli Heiðar ljúft er mér
Meistarann að biðja
að hann gefi ætíð þér
allt hið góða að styðja
Til Guðna Heiðars 30/1 ´69
Vertu Jesú vörður litla Heiðars
og vernda hann á lífsins hálu braut
svo ei hann villist út á veginn breiða
en alltaf halli sér í Drottins skaut
Frá afa Markússyni
30. jan. 1970 frá afa
Litli Heiðar láttu aldrei
líða þínum munni frá
orð sem særa eða valda
öðrum mönnum hryggðartár
Guð þig geymi Guð þig verndi
gæska hans er ný hvern dag
hann þig blessi hann þig verndi
heilagt orð sem bætir hag
Eitt af því sem er mér afar dýrmætt er minningin um afa minn, Guðna Markússon frá Kirkjulækjarkoti. Ein minninganna er saglyktin af peysunni hans en ég heimsótti hann oft er hann lagði sig eftir matinn. Ég lagðist við hlið hans í sófanum og bað hann um að segja mér sögu. Aldrei brást það að afi sagði mér sögu, gjarnan af pabba þegar hann var lítill, og skipti þá engu máli hversu þreyttur hann afi minn var, alltaf hafði hann tíma fyrir pjakkinn.
Eitt af því sem afi minn gaf mér, fyrir utan kærleikann og umhyggjuna voru ljóð sem hann skrifaði til mín á 5, 6, og 7 ára afmælisdögunum mínum. Mér voru afhent ljóðin seint á unglingsárum mínum og glataði ég þeim í einhverju ógáti. En viti menn ég var að fara í gegnum dót frá mér og fann afrit af ljóðunum. Mér leið eins og ég hefði fundið fjársjóð, ég ætla hins vegar ekki að eiga þennan fjársjóð einn og ætla því að deila honum með ykkur:
Litli Heiðar ljúft er mér
Meistarann að biðja
að hann gefi ætíð þér
allt hið góða að styðja
Til Guðna Heiðars 30/1 ´69
Vertu Jesú vörður litla Heiðars
og vernda hann á lífsins hálu braut
svo ei hann villist út á veginn breiða
en alltaf halli sér í Drottins skaut
Frá afa Markússyni
30. jan. 1970 frá afa
Litli Heiðar láttu aldrei
líða þínum munni frá
orð sem særa eða valda
öðrum mönnum hryggðartár
Guð þig geymi Guð þig verndi
gæska hans er ný hvern dag
hann þig blessi hann þig verndi
heilagt orð sem bætir hag
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim