þriðjudagur, desember 16, 2003

Enn um laun þingmanna

Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar þanka á baksíðu Fréttablaðsins í dag. Þar er hún að velta upp enn fleiri hliðum á teningnum. Hvet lesendur til að kíkja á þankana. Hún er með sömu vangaveltur og ég (sjá hér) en frá annarri hlið. Þ.e. hlið hugsjónarinnar og að á þingi séu ef til vill fólk sem fyrst og fremst séu þar af hugsjón en ekki vegna feitra launaseðla. Ég vil meina að við þekkjum hugsjóna fólkið úr. Það eru þeir sem skrifa söguna!

Ég vona að flestir séu á Alþingi af hugsjón, en finnst ekki sanngjarnt að setja samasemmerki á milli góðra launa og hugsjónar, enda var Kristín Helga ekki að því. En samt spyr ég í ljósi pistilsins: ,,Er ekki hugsanlegt að hugsjón og góð laun fari saman?" Ef að svar þitt er ,,nei", þá er ég ósammála þér (skýringar ekki þörf).

Og önnur spurning: ,,Er ráðherra á lágum eða meðallaunum líklegri til að vera í nánara sambandi við öryrkja, sjómenn, starfsfólk sjúkrahúsa og verkamenn í landinu?" Enn hlýtur svarið að vera nei. Slíkt hlýtur að fara eftir uppvaxtarumhverfi og reynslu, óháð þingmennskunni. Því er mikilvægt að í öllum flokkum sé fólk sem hefur þekkingu og reynslu af hinum ýmsu málaflokkum.

En flott að fá upp fleiri hliðar.