Ég er ríkur!
Undanfarna daga hef ég legið með flensu sem að mér finnst ætla að verða heldur lífsseig. Þegar maður liggur svona heima og getur fátt annað en legið undir sæng og þegið bros Sigrúnar minnar, sem með hverju brosi sendir sólargeisla inn í hjarta mitt, þá leiðist manni á milli sólskinssendinganna, nema þegar drengirnir mínar koma og tékka á pabba.
Á þessu varð þó tilbreyting í gær. Þá lá ég undir sæng og naut þess að hlusta á útsendingu Lindarinnar á FM 102,9, frá Samhjálparsamkomu í Fíladelfíu. Það var ekki bara að ég fengi að njóta frábærrar ræðu vinar míns, Theódórs Birgissonar, staðarstjóra í Hlaðgerðarkoti, heldur var lofgjörðin ljúf og yndisleg, þó svo að eitthvað hafi misfarist með mixið í útsendingu. Vitnisburðirnir voru innihaldsríkir og þeim sem þá fluttu, sem og Samhjálp til sóma. Traustur vinur minn Kristinn Birgisson, skrifstofustjóri Samhjálpar, sá svo um að allt gengi eftir áætlun og það án þess að segja nokkurn brandara. :-)
En það var ekki bara að ég nyti þess að hlusta, heldur var og er svo gott að finna að þó að ég sem á að heita fyrsti stýrimaður (Drottinn er skipstjórinn) væri forfallaður, þá starfar með mér í Samhjálp einstaklega samstilltur og góður hópur. Hópur sem heldur áfram og heldur uppi merki Drottins og Samhjálpar, þó svo að einn ,,kall? vanti.
Fjölskyldan mín. Samstarfsfólk mitt. Fólkið mitt í Samhjálp.......
Já, maður er ríkur!
Á þessu varð þó tilbreyting í gær. Þá lá ég undir sæng og naut þess að hlusta á útsendingu Lindarinnar á FM 102,9, frá Samhjálparsamkomu í Fíladelfíu. Það var ekki bara að ég fengi að njóta frábærrar ræðu vinar míns, Theódórs Birgissonar, staðarstjóra í Hlaðgerðarkoti, heldur var lofgjörðin ljúf og yndisleg, þó svo að eitthvað hafi misfarist með mixið í útsendingu. Vitnisburðirnir voru innihaldsríkir og þeim sem þá fluttu, sem og Samhjálp til sóma. Traustur vinur minn Kristinn Birgisson, skrifstofustjóri Samhjálpar, sá svo um að allt gengi eftir áætlun og það án þess að segja nokkurn brandara. :-)
En það var ekki bara að ég nyti þess að hlusta, heldur var og er svo gott að finna að þó að ég sem á að heita fyrsti stýrimaður (Drottinn er skipstjórinn) væri forfallaður, þá starfar með mér í Samhjálp einstaklega samstilltur og góður hópur. Hópur sem heldur áfram og heldur uppi merki Drottins og Samhjálpar, þó svo að einn ,,kall? vanti.
Fjölskyldan mín. Samstarfsfólk mitt. Fólkið mitt í Samhjálp.......
Já, maður er ríkur!
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim