Að gefast upp eða halda áfram!
Heimsmynd okkar í dag væri allt önnur en hún er ef ekki væru einstaklingar sem af ósérhlífni, hugsjón og trú hefðu borið áfram þá köllun sem í hjarta þeirra var og er.
Þar sem trúmál eru mér afar hugleikin, þá dettur mér að sjálfsögðu fyrst í hug Frelsarinn sjálfur, varðandi þá sem ekki hafa gefist upp. Það segir um hann í garðinum Getsemane að hann hafi komist í dauðans angist og að sviti hans hafi verið sem blóðdropar. Hann vissi hvað beið hans. Hann sem var saklaus og hafði einn manna haldið lögmál Guðs en nú beið hans ekki aðeins að verða líflátinn, heldur það að taka á sig syndir mannkynsins. Og hann komst í dauðans angist! En hætti hann við eða gafst hann upp? Nei, við vitum að það gerði hann ekki og fyrir þá fórn sem hann var tilbúinn að færa, þá eigum við, þú og ég, von sem færir okkur eilíft líf í faðmi skapara okkar.
Og áhrif þess að Hann gafst ekki upp gætir á margvígslegan hátt í okkar nútíma samfélagi. Ekki ætla ég að rekja það en þess má geta að siðfræði vestræns samfélags er byggt á Kristinni siðfræði.
Þegar Jesús hafði lokið ætlunarverki sínu, báru lærisveinar hans boðskap trúarinnar áfram. Fylltir Heilögum Anda létu þeir ekkert stöðva sig, héldu áfram, gáfust ekki upp. Á dögum frumkristninnar voru fylgjendur trúarinnar oft ofsóttir á hinn hroðalegasta hátt og margir hverjir létu líf sitt eftir hræðilegar pyntingar. En boðberar trúarinnar gáfust ekki upp, héldu áfram hvernig sem á móti blés. Áhrifa þess gætir svo í samfélagi okkar í dag.
Og hvað með vísinda- og uppfinningamenn? Margir þeirra bjuggu við skilningsleysi og kröpp kjör er þeir unnu að uppfinningum sínum og rannsóknum. Gáfust þeir upp? Nei, drifnir áfram af brennandi hugsjón og staðfestu gáfu þeir samfélagi okkar uppfinningar sem bættu lífskjör okkar og örvuðu hverskonar þekkingarleit og þróun samfélagsins.
Auðvitað eru þeir til sem misnota það sem þessir einstaklingar hafa fært okkur, sama hvort um er að ræða trú eða veraldlega hluti en það er ekki sú misnotkun sem mig langar að draga fram hér. Heldur langar mig að draga fram, hvatningu til þín. Ekki gefast upp þó móti blási! Það er sama hvað þú ert að fást við, ef þú tekst á við "fjallið", þá muntu hljóta sigur ef þú gefst ekki upp.
En gættu að því að sigurinn er ekki alltaf fólginn í því sem þú heldur, heldur skalt þú fela Drottni áform þín. Í Orðskviðum Salómons (maður sem sagður er sá vitrasti sem uppi hefur verið) segir hann í 16 kafla og 3 versi: "Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða". Lykillinn að velgengni okkar er að fela Guði líf okkar og verk. Kristur lét líf sitt fyrir okkur, þannig náði hann markmiði því sem hann hafði sett sér í upphafi. En hvað með þann sem berst við sjúkdóm, þ.e. baráttan er aðallega á þeim vettvangi? Og hvað með þá sem hetjulega hafa barist en hafa þurft að játa sig sigraða?
Á leið okkar um lífið þurfum við að takast á við margvígslega hluti. Í sumum höfum við sigur en öðrum ekki. Uppfinningamenn þurftu oft á tíðum að gera ótal tilraunir, áður en þeim tókst ætlunarverk sitt. Hefðu þeir gefist upp eftir fyrsta ósigurinn, þá nytum við ekki margra þeirra gæða sem við njótum í dag. Og stundum var það þannig að þeir luku ekki ætlunarverki sínu, því þeim entist ekki líf og heilsa til. En þá voru það aðrir sem héldu verkinu áfram uns það var fullkomnað. Baráttan var ekki til einskis, þó þeir nytu ekki ávaxtanna sjálfir. Ef þú ert að berjast við erfiðan sjúkdóm, haltu þér fast við Drottinn, það er ekki víst að þú sjáir sigur hér en Guð lofar okkur því að sá sem sigrar, fullnar skeiðið, berst trúarinnar góðu baráttu að sá hinn sami mun skrýðast hvítum klæðum upprisunnar. "Sá er sigrar, hann skal þá skrýðast hvítum klæðum, og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir englum hans". Opinberun Jóhannesar 3.5.
Sigurvegari er sá sem ekki gefst upp.
Haltu áfram!
Þar sem trúmál eru mér afar hugleikin, þá dettur mér að sjálfsögðu fyrst í hug Frelsarinn sjálfur, varðandi þá sem ekki hafa gefist upp. Það segir um hann í garðinum Getsemane að hann hafi komist í dauðans angist og að sviti hans hafi verið sem blóðdropar. Hann vissi hvað beið hans. Hann sem var saklaus og hafði einn manna haldið lögmál Guðs en nú beið hans ekki aðeins að verða líflátinn, heldur það að taka á sig syndir mannkynsins. Og hann komst í dauðans angist! En hætti hann við eða gafst hann upp? Nei, við vitum að það gerði hann ekki og fyrir þá fórn sem hann var tilbúinn að færa, þá eigum við, þú og ég, von sem færir okkur eilíft líf í faðmi skapara okkar.
Og áhrif þess að Hann gafst ekki upp gætir á margvígslegan hátt í okkar nútíma samfélagi. Ekki ætla ég að rekja það en þess má geta að siðfræði vestræns samfélags er byggt á Kristinni siðfræði.
Þegar Jesús hafði lokið ætlunarverki sínu, báru lærisveinar hans boðskap trúarinnar áfram. Fylltir Heilögum Anda létu þeir ekkert stöðva sig, héldu áfram, gáfust ekki upp. Á dögum frumkristninnar voru fylgjendur trúarinnar oft ofsóttir á hinn hroðalegasta hátt og margir hverjir létu líf sitt eftir hræðilegar pyntingar. En boðberar trúarinnar gáfust ekki upp, héldu áfram hvernig sem á móti blés. Áhrifa þess gætir svo í samfélagi okkar í dag.
Og hvað með vísinda- og uppfinningamenn? Margir þeirra bjuggu við skilningsleysi og kröpp kjör er þeir unnu að uppfinningum sínum og rannsóknum. Gáfust þeir upp? Nei, drifnir áfram af brennandi hugsjón og staðfestu gáfu þeir samfélagi okkar uppfinningar sem bættu lífskjör okkar og örvuðu hverskonar þekkingarleit og þróun samfélagsins.
Auðvitað eru þeir til sem misnota það sem þessir einstaklingar hafa fært okkur, sama hvort um er að ræða trú eða veraldlega hluti en það er ekki sú misnotkun sem mig langar að draga fram hér. Heldur langar mig að draga fram, hvatningu til þín. Ekki gefast upp þó móti blási! Það er sama hvað þú ert að fást við, ef þú tekst á við "fjallið", þá muntu hljóta sigur ef þú gefst ekki upp.
En gættu að því að sigurinn er ekki alltaf fólginn í því sem þú heldur, heldur skalt þú fela Drottni áform þín. Í Orðskviðum Salómons (maður sem sagður er sá vitrasti sem uppi hefur verið) segir hann í 16 kafla og 3 versi: "Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða". Lykillinn að velgengni okkar er að fela Guði líf okkar og verk. Kristur lét líf sitt fyrir okkur, þannig náði hann markmiði því sem hann hafði sett sér í upphafi. En hvað með þann sem berst við sjúkdóm, þ.e. baráttan er aðallega á þeim vettvangi? Og hvað með þá sem hetjulega hafa barist en hafa þurft að játa sig sigraða?
Á leið okkar um lífið þurfum við að takast á við margvígslega hluti. Í sumum höfum við sigur en öðrum ekki. Uppfinningamenn þurftu oft á tíðum að gera ótal tilraunir, áður en þeim tókst ætlunarverk sitt. Hefðu þeir gefist upp eftir fyrsta ósigurinn, þá nytum við ekki margra þeirra gæða sem við njótum í dag. Og stundum var það þannig að þeir luku ekki ætlunarverki sínu, því þeim entist ekki líf og heilsa til. En þá voru það aðrir sem héldu verkinu áfram uns það var fullkomnað. Baráttan var ekki til einskis, þó þeir nytu ekki ávaxtanna sjálfir. Ef þú ert að berjast við erfiðan sjúkdóm, haltu þér fast við Drottinn, það er ekki víst að þú sjáir sigur hér en Guð lofar okkur því að sá sem sigrar, fullnar skeiðið, berst trúarinnar góðu baráttu að sá hinn sami mun skrýðast hvítum klæðum upprisunnar. "Sá er sigrar, hann skal þá skrýðast hvítum klæðum, og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir englum hans". Opinberun Jóhannesar 3.5.
Sigurvegari er sá sem ekki gefst upp.
Haltu áfram!
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim