Hvernig líður þér?
Ég átti gott samtal við vin minn og samstarfsfélaga Þóri Haraldsson, núna nýlega. Við ræddum ýmis mál, þar á meðal, álag og streitu sem stundum fylgir kraftmiklu starfi. Þórir sagði mér frásögu sem mig langar að deila með lesendum þessarar síðu.
Í þorpi einu var stór og kraftmikill maður sem stundaði skógarhögg. Af skógarhöggsmönnum þorpsins, komst engin með tærnar þar sem hann hafði hælana. Svo gerðist það dag einn að ungur maður, ekki mikill fyrir mann að sjá, kom til þorpsins. Hann gaf sig á tal við þorpsbúa og spurði hvort ekki væri rétt að þar byggi mikill og máttugur skógarhöggsmaður? Jú, það kom heim, maðurinn bjó þar. "Mig langar að keppa við manninn í skógarhöggi", sagði ungi maðurinn. Viðmælendur hans hlógu við og gátu vart leynt fyrirlitningu sinni á beiðni mannsins. En beiðninni var komið áfram og til að gera langa sögu stutta, tók skógarhöggsmaðurinn áskoruninni. Ákveðið var að þeir yrðu staðsettir sitt hvoru megin við hól nokkurn, bæjarstjórinn yrðu á miðju hólsins sem dómari. Hófst nú keppnin og barst sagarhljóð mannanna tveggja út yfir áhorfendaskarann. Skyndilega hljóðnaði sagarhljóðið sem barst frá unga manninum á meðan taktfast hljóðið hélt áfram frá hinum frækna skógarhöggsmanni. En svo byrjaði ungi maðurinn aftur að saga og hélt svo áfram um nokkra stund, þar til sagarhljóðið hætti á ný. Þorpsbúar kættust og bjuggust á hverri stundu til að fagna sínum manni. En svo hófst sagarhljóðið aftur uns það hljóðnaði snögglega og ungi maðurinn heyrðist hrópa, "Meira timbur"! Þorpsbúar þögnuðu og allir litu á bæjarstjórann en bara til að fá það staðfest að þeirra maður hafði tapað fyrir manninum unga. En hvernig mátti það vera? Allra augu mændu á bæjarstjórann. Jú, þegar sagarhljóðið þagnaði, þá notaði ungi maðurinn tímann til að hvíla sig og brýna sögina sína, á meðan hinn kröftugi skógarhöggsmaður hamaðist á bitlausri söginni sinni og að lokum hneig niður örmagna.
Ef að þú finnur þig á þeim stað að "sögin" þín er orðin bitlaus. Taktu þér tíma, hvíldu þig og brýndu bitið!
Í þorpi einu var stór og kraftmikill maður sem stundaði skógarhögg. Af skógarhöggsmönnum þorpsins, komst engin með tærnar þar sem hann hafði hælana. Svo gerðist það dag einn að ungur maður, ekki mikill fyrir mann að sjá, kom til þorpsins. Hann gaf sig á tal við þorpsbúa og spurði hvort ekki væri rétt að þar byggi mikill og máttugur skógarhöggsmaður? Jú, það kom heim, maðurinn bjó þar. "Mig langar að keppa við manninn í skógarhöggi", sagði ungi maðurinn. Viðmælendur hans hlógu við og gátu vart leynt fyrirlitningu sinni á beiðni mannsins. En beiðninni var komið áfram og til að gera langa sögu stutta, tók skógarhöggsmaðurinn áskoruninni. Ákveðið var að þeir yrðu staðsettir sitt hvoru megin við hól nokkurn, bæjarstjórinn yrðu á miðju hólsins sem dómari. Hófst nú keppnin og barst sagarhljóð mannanna tveggja út yfir áhorfendaskarann. Skyndilega hljóðnaði sagarhljóðið sem barst frá unga manninum á meðan taktfast hljóðið hélt áfram frá hinum frækna skógarhöggsmanni. En svo byrjaði ungi maðurinn aftur að saga og hélt svo áfram um nokkra stund, þar til sagarhljóðið hætti á ný. Þorpsbúar kættust og bjuggust á hverri stundu til að fagna sínum manni. En svo hófst sagarhljóðið aftur uns það hljóðnaði snögglega og ungi maðurinn heyrðist hrópa, "Meira timbur"! Þorpsbúar þögnuðu og allir litu á bæjarstjórann en bara til að fá það staðfest að þeirra maður hafði tapað fyrir manninum unga. En hvernig mátti það vera? Allra augu mændu á bæjarstjórann. Jú, þegar sagarhljóðið þagnaði, þá notaði ungi maðurinn tímann til að hvíla sig og brýna sögina sína, á meðan hinn kröftugi skógarhöggsmaður hamaðist á bitlausri söginni sinni og að lokum hneig niður örmagna.
Ef að þú finnur þig á þeim stað að "sögin" þín er orðin bitlaus. Taktu þér tíma, hvíldu þig og brýndu bitið!
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim