Tvær gerðir rannsókna og þeir þættir sem greina þær í sundur | Megindleg (mælanleg) | Eigindleg (lýsandi) |
Kynni af persónum
|
Yfirborðskennd, jafnvel engin. | Náin og persónuleg. Sem dýpst. |
Fjöldi einstaklinga
|
Margir, jafnvel þúsundir manna | Einstaklingur eða litlir hópar. |
Svið þekkingar
|
Afmarkað. Athyglin beinist að einhverjum mjög afmörkuðum þætti sem reynt er að eingangra sérstaklega. | Galopið. Reynt að taka við sem mestum upplýsingum úr sem flestum áttum. |
Tími rannsóknar
|
Yfirleitt stuttur og markviss. | Getur verið mjög langur. Getur dregist verulega á langinn, jafnvel mörg ár. |
Afstaða rannsakandans
|
Hann er leiðandi (gerandi). | Hann fylgist með (þiggjandi) |
Endurtakanleiki
|
Já, - auðvelt er að staðfesta niðurstöður eða hafna þeim. | Nei, rannsókn er háð stað og stund og er því ekki hægt að endurtaka af öðrum rannsakanda. |
Alhæfingargildi
|
Mikið. | Lítið. Ekki er sjálfsagt að niðurstöður sé hægt að yfirfæra á aðra hópa eða einstaklinga. |
Upphafleg nálgun
|
Afleiðsla. Rannsakandinn fer af stað með hugmynd sem hann ætlar að kanna markvisst. | Aðleiðsla. Rannsakandinn reynir að mæta til leiks með opinn huga og laus við fyrirframgefnar hugmyndir. |
Dæmi um rannsókn
|
Tilraun eða tölfræðileg könnun | Djúpviðtal eða þátttökuaðferðin |