Í vísindum er til staðar tröllatrú á
orsakasamhengi hlutanna. Ekkert fyrirbæri er til í
einrúmi heldur hefur það orsakast af einhverju öðru
og kemur til með að hafa áframhaldandi afleiðingar.
Lögmál heimsins eru föst og fyrirsjáanleg.
Við sömu aðstæður hefur sama orsök (frumbreyta)
því sömu afleiðingar (fylgibreyta). Oft er
um flókið samspil margra þátta að ræða
þannig að margar frumbreytur geta haft samtímis áhrifa
á fylgibreytu. Til að komast að hinu hreina orsakasamhengi
hlutanna þarf því að tryggja að sömu aðstæður
séu fyrir hendi við hverja rannsókn með því
að einangra fyrirbærið sem skal rannsaka.
Þegar rannsakandinn telur sig hafa fundið út orsakasamhengi
milli fyrirbæra, hvort sem það er eftir athugun eða
setur hann upp tilgátu. Út frá henni er hægt
að alhæfa um eðli fyrirbærisins (lögmálið
gildir ekki bara í einni rannsókn heldur er hægt að
yfirfæra það á aðrar aðstæður)
og hún þarf að vera mælanleg þannig
að hver sem er geti komist að því hvort tilgátan
sé sönn eða ekki. Aðeins með mælingum er
hægt að tryggja hlutlægni vísindanna og á
þann hátt er hægt að endurtaka tilraunina
eða rannsóknina af hverjum sem er. Þegar niðurstöður
eru í samræmi við tilgátuna telst hún staðfest.
Hún verður hins vegar aldrei endanlega sönnuð.
Það þarf ekki nema eina mælingu sem brýtur
í bága við tilgátuna til að hnekkja henni.
Þegar tilgáta hefur verið staðfest með mælingum
óháðs vísindamanns telst hún orðin
kenning.
|