Smiðjudagar 1998 í Mosfellsbæ
Velkomin á Smiðjudaga 1998, sem að þessu sinni eru haldnir í Mosfellsbæ. Þátttakendur eru, þegar orðnir yfir 110 talsins (staða 14. okt.) og stefnir því í met-þátttöku. Margt verður ólíkt með þessum dögum en þeim fyrri, en samt höldum við í það besta, s.s. rómantísku sundferðina sem og grill og kvöldvöku á laugardagskvöld, sem verður opin öllum.
Welcome to the Home Page of the Smiðjudagar 1998 "Project Scouting 1998", which are totally dedicated to the Jamboree on the Air and Jamboree on the Internet. We have gathered Icelandic Scouts to the city of Mosfellsbær, approx. 20 kilometers from the capital city of Iceland, Reykjavík.
Dagskrá:
Þetta er í fjórða sinn sem Smiðjudagar eru haldnir, en það er Smiðjuhópurinn sem stendur að þessum dögum sem og fyrr. Í fyrra var slegið þátttökumet og voru 116 þátttakendur á mótinu, en það stefnir í að það verði líkt í ár. Þess má geta að Coca-Cola á Íslandi, Vífilfell hf, styrkir Smiðjudaga í ár. Að þessu sinni verður aðgangur að mótssvæðinu aðeins heimilaður þátttakendum, en þetta þykir nauðsynlegt vegna mikilla truflana síðast, þegar margir töldu sig eiga erindi við aðra skáta á svæðinu, eða vildu vera innan um góða félaga, án þess að greiða þátttökugjöld. Fyrir þetta verður alfarið komið í veg fyrir núna, til þess að tryggja að skátarnir fái að njóta dagskrá í friði.
 Daníel í Stróki er Smiðjuskáti númer 110 og enn stefnir í met- þátttöku og allir fá Smiðjubol í ár, a.m.k. fyrstu 160 skátarnir | Birna verður aftur gjaldkeri Smiðjudaga |
---|
Á föstudag hefst skráning á svæðið, sem er í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ (vegna meiri þátttöku en búist var við, höfum við flutt mótið úr barnaskólanum), klukkan 19:00. Þeir sem greitt hafa mótsgjald í banka á reikning BÍS, þurfa að sýna kvittanir fyrir greiðslu, en aðrir greiða mótsgjaldið þar. Munu skátar þá fá afhent aðgöngukort, sem gildir sem skírteini inn í húsið og sem aðgöngumiði í aðra dagskrárliði sem verða. Birna Guðjónsdóttir er gjaldkeri og verður jafn ákveðin við innheimtunina og í fyrra, en þetta kostar nú aðeins kr. 1,950 fyrir alla helgina er varla til ódýrara skátamót nú á dögum.
The Program will be a combination of many things. Participants will be chatting on the Internet and talking to scouts in other countries by ham-radio stations. They will also visit old folk homes and handicapped children, where they will sing and perform skits for them. Early Saturday morning, they will work in hobby project groups, making gifts to take along to give to the homes and institutes they visit that afternoon. After BBQ-dinner, there will be a major indoor-campfire, where parents as well as general public of the town can come and participate in. At last, we will have the night-game, the popular team against team games.
Rómantík í sundi á síðustu Smiðjudögum |
---|
Um klukkan 21:00 hefjast svo sveitarfundir, þar sem farið er yfir dagskrá og verkefni vegna félagslega þáttinn á laugardagseftirmiðdag undirbúin. Síðan halda hóparnir stuttan fund og gera nauðsynlegustu ráðstafanir vegna morgundagsins. Strax þar á eftir verður farið í rómantíska sundferð í glæsilega sundlaug þeirra Mosfellinga. Þar verða kertaljósin látin loga á bökkum og rómantíkin syndir um. Þá strax á eftir verður stutt kvöldvaka og undirbúningur fyrir setningu.
JOTA og JOTI verða sett á miðnætti - og þá hefjast Smiðjudagar
Tölvu-rabb eða "IRC" var vinsælt í fyrra |
---|
Á miðnætti verða Smiðjudagar síðan formlega settir af mótsstjóranum, Gunnari Atlasyni um leið og Andrés Þórarinsson sendir fyrstu skeytin út í loftið og á netið. Við höfum fengið aðgang að frábæru tölvuverið í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar og verðum þar með fleiri tölvur en nokkru sinni fyrr og ætti því ekki að vera vandamál að vera í sambandi. Radíóskátar verða líka á staðnum með loftskeytasamband auk þess að vera með aðsetur í Þróttheimum í Reykjavík. Þetta árlega alþjóðlega skátamóti "Jamboree on the Air (JOTA) sem nú var haldið í 41. sinn og Jamboree on the Internet (JOTI) sem nú verður haldið opinberlega í annaða sinn, en undanfarin ár höfðu skátar notað netið með JOTA.
 Föndrað á síðustu Smiðjudögum | Á laugardag verða föndurpóstar, þar sem sveitirnar útbúa gjafir til að taka með sér eftir hádegið, m.a. á Tjaldanes og í Skálatún. Þar munu skátarnir syngja og skemmta vistmönnum og færa þeim síðan í lok gjafirnar sem þau höfðu sjálf útbúið um morguninn. Grillið verður á sínum stað og klukkan hálf átta hefst svo kvöldvakan, en henni lýkur um kl. 21:00 og þá fara yngri skátarnir heim, sem komu í dagsferð. Kvöldvakan er opin almenningi, en á eftir verða Smiðjudagar aftur lokaðir öðrum en þátttakendum.
© 1998-2013 GJ - Smiðjuhópurinn |
---|
|