Ársþing Landssamtaka Hjólreiðamanna haldið í klúbbhúsi ÍFHK laugardaginn

1.    mars 2003.

Sjá fundarboð

 

Mættir á fundinn voru:

Brynjólfur Magnússon, Árni Gunnar Reynisson, Björn Finnsson, Morten Lange, Felix Högnason, Sólver H. Hafsteinsson, Sigurður M. Grétarsson, Magnús Bergsson, Guðný María Hreiðarsdóttir.

 

1.    Kosninn var þingforseti Björn Finnsson og þingritari Guðný María Hreiðarsdóttir.

 

2.    Formaður LHM, Sigurður M. Grétarsson las skýrslu stjórnar.

a)    12.mars 2002; athugasemd send til Allsherjarnefndar vegna lagafrumvarps um hægri beygju á móti rauðu ljósi. Umsagnir komu líka frá fleiri aðilum. Málið var svæft í nefnd.

b)    12.júní; Sigurður og Magnús funduðu með Hallgrími Helgasyni vegamálastjóra. Hans viðbrögð voru að málefni hjólreiðamanna væru málefni sveitarfélaga. Hann taldi að hugsanlega þurfi að gera e-ð á Reykjanesbrautinni þegar bannað verður að hjóla á henni. Vegamálastjóri var ósammála viðhorfum LHM. Áætlað að funda aftur með nýjum vegamálastjóra og vinna að því að fá hjólavegi í vegalög.

c)    14 júní; talning á umferð hjólreiðamanna við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

d)    Haust 2002; nefnd tók til starfa vegna gerð bæklings, en sú vinna fór í bið þegar þýðing EB bæklings var fýsilegri kostur.

e)    Ýmis bréf send með tillögum og athugasemdum um framkvæmdir innan borgarinnar; 26.mars, 11.apríl, 15.apríl, 10.des.

f)     6.nóvember; Umhverfisráðuneyti sent bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna þýðingar á hjólabæklingi frá EB og 10.des. send verkefnaáætlun um þá vinnu.

g)    4.febrúar 2003; fulltrúar LHM sátu borgarafund í Rimaskóla þar sem fjallað var um Sundabrautina. Þar kom fram að ríki og R.v.borg vildu fara mismunandi leiðir. Umræður urðu um hjólreiðar. Það kom fram að það verði gert ráð fyrir hjólreiðamönnum – að það eykur arðsemi verksins að hafa gangandi og hjólandi vegfarendur með í myndinni. Mikilvægt að fylgjast með þessu máli áfram.

h)    Morten Lange sagði frá norskri skýrslu sem hann er að þýða og er um arðsemismat framkvæmda eins og að gera tenginet allra stíga – samgöngunet og þann heilsufarsávinning sem fæst með því.

i)      Magnús sagði frá því að EB-bæklingurinn verður þýddur og sú vinna þegar farin af stað.

    Skýrsla stjórnar var borin undir fundarmenn og samþykkt samhljóða.

 

     3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar; formaður tilkynnti að búið væri að finna hver er prókúruhafi reiknings LHM og er það Guðrún Valbjörnsdóttir. Staða reiknings er enn óljós.  

      

4.    Fræðsluerindi – umræður;

Formaður opnaði umræðu um hægri beygju á rauðu ljósi og fræddi okkur um erlendar skýrslur um þetta efni þar sem m.a. kemur fram aukning slysa á gangandi (54%) og hjólandi (91%) vegfarendum. Hann lýsti fyrir fundarmönnum hvernig slysahættan eykst og erfiðara er að nota gangstéttar til hjólreiða og samgangna yfirleitt. Í Kanada er ein borg sem bannar hægri beygju móti rauðu ljósi og þar eru færri slys eða 5,4 á hverja 1000 íbúa meðan þau eru 7,5 á hverja 1000 íbúa annars staðar.

Brynjólfur nefndi að þetta gæti fallið inn í umræðuna um hjólabrautir. Sigurður taldi að við yrðum að bregðast við og hindra að þetta næði í gegn. Umferðarstofa, tryggingafélögin, Ökukennarafélagið mæltu öll gegn þessu.

Magnús opnaði umræðu um aðgerðarhóp sem getur snúið sér að vissum verkefnum og nefndi dæmi um þegar hafist var handa við breikkun Reykjanesbrautar. Þá hefði verið hægt að senda t.d. sms til aðgerðarhóps og hann mætt á staðinn til að minna á hjólreiðamenn með spjöldum og með því að vera sýnileg.

Þá urðu umræður um hvaða alþingismenn eru okkur hliðhollir og voru nefndir Ísólfur Gylfi og Kolbrún Halldórsdóttir. Það kom fram að oft er bréfum ekki svarað nema frá vegamálastjóra. Málið um EB-bæklinginn komst á skrið þegar Einar Skúlason hjá Samtökum sveitarfélaga fór í málið. Morten spurði hvort við gætum leitað til samtaka eins og Staðardagskrá 21 eða Vistvænt í verki hjá Landvernd til að fá ábendingar um hvernig best sé að vinna að málum og taldi Magnús að þeir væru með margar góðar vinnuaðferðir sem væru vel þegnar. Morten lagði til að við fengjum “grænu fjölskyldurnar” til að hjóla meira.

 

5.    Tillögur lagðar fram;

a)    Tillaga frá Magnúsi um aðgerðarhóp. samþykkt að stjórn komi honum á laggirnar.

b)    Tillaga frá Sigurði um að fundurinn mótmæli lagasetningu um hægri beygju móti rauðu ljósi.

Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun:

c)    Tillaga frá stjórn LHM að 5% af félagsgjöldum renni í LHM og var hún samþykkt.

6.    Fjárhagsáætlun;

Áætlað að sækja sem mest ráðstefnur þar sem málstaður okkar á heima.

 

            Gert var fundarhlé – kaffiveitingar.

 

7.    Önnur mál.

Sólver tilkynnti að hann hefur tekið að sér ákveðið verkefni innan LHM sem er að vera tengslafulltrúi félagsins við önnur félög erlendis. Hann fékk eintök af EB bæklingnum gegnum bóksölu stúdenta og 4 eintök fóru í Þjóðarbókhlöðuna og 1 til Akureyrar.

Árni Gunnar spurðist fyrir um Íþróttir fyrir alla en sá félagsskapur er ekki lengur til. Búið er að stofna Hjólreiðasamband innan ÍSÍ sem er þá yfir öll keppnisfélögin.

 

  Fundarstjóri óskaði eftir að lagabreytingar væru teknar fyrir á  undan kosningum og var það samþykkt.

 

8.    Lagabreytingar.

Guðný María las upp lagagreinar og tillögur að breyttum lagagreinum. Nokkrar umræður urðu um 2.grein og  4.grein og koma þær greinar hér sem breyttar voru og samþykktar.

 

2. grein

Félagsleg uppbygging

LHM eru sjálfstæð landssamtök. Samtökin eiga aðild að ÍFA og eru æðsti aðili hvað varðar reiðhjólaíþróttina innan vébanda ÍSÍ.

LHM hefur rétt á að tilnefna fulltrúa á ársþing ÍFA með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt.

Aðilar að LHM geta verið félög innan eða utan ÍSÍ, hópar og einstaklingar.

Í reglugerð verði sett nánari ákvæði um fyrirkomulag varðandi mótahald, keppnisreglur og samstarf við sérsambönd og aðra sambandsaðila ÍSÍ.

 

2.grein

Félagsleg uppbygging

LHM eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi.

Haldnir eru fundir reglulega með formönnum aðildarfélaganna.

Aðilar að LHM eru félög eða hópar sem ársþing LHM eða aukaársþing hefur samþykkt með meirihluta atkvæða. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM.

                               Samþykkt

 

 

3. grein

Markmið félagsins og verkefni

Að efla hjólreiðar á Íslandi.

Samtökin skulu útbreiða og efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt, fjölskylduvænlega almenningsíþrótt, heilsusamlegan lífsmáta og einnig sem samgöngumáta.

Samtökin beita sér af því tilefni fyrir margvíslegu íþróttastarfi meðal einstaklinga, hópa og á vinnustöðum og standa fyrir hvers konar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við félög og áhugafólk á öllum aldri.

 

 

3.grein

Markmiðl félagsins og verkefni

Að efla hjólreiðar á Íslandi sem raunhæfan samgöngumáta og vera í forsvari hjólandi umferðar á Íslandi.

Samtökin skulu útbreiða og efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt, fjölskylduvæna almenningsíþrótt og heilsusamlegan lífsmáta.

Samtökin beita sér fyrir hvers konar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við félög og áhugafólk á öllum aldri.

                                Samþykkt

 

 

4. grein

Ársþing LHM

Ársþing LHM skulu haldin í febrúar ár hvert. Boðað skal til ársþingsins með auglýsingu sem birtist með mánaðar fyrirvara.

Tillögur sem einstök félög/félagar hyggjast bera upp á ársþingi sem og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn samtakanna eigi síðar en 2 vikum fyrir ársþing.

Stjórnin sendir síðan aðildarfélögum LHM tillögurnar fyrir ársþingið.

Rétt til setu á ársþingi hafa allir fullgildir skuldlausir félagar LHM.

Ársþingin eru lögleg án tillits til fjölda þeirra sem á ársþingið mæta ef löglega er til þeirra boðað. Enginn þingfulltrúi fer með meira en 1 atkvæði á ársþingi og ekki er heimilt að fara með umboð annars við atkvæðagreiðslu eða kosningar.

 

Dagskrá ársþings skal vera sem hér segir:

1.      Kosnir þingforsetar og þingritarar.

2.      Ársskýrsla stjórnar.

3.      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

4.      Fræðsluerindi – umræður.

5.      Fjallað um framkomnar tillögur.

6.      Samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

7.      Önnur mál.

8.      Kosningar.

a)      Formaður skal kosinn árlega.

b)      4 meðstjórnendur eru kosnir til 2ja ára, 2 annað hvert ár. Stjórnin skiptir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. 2 varastjórnarmenn skulu kosnir, 1 annað hvert ár.

c)      Kosnir 2 endurskoðendur.

d)      Kosnar starfsnefndir.

e)      Lagabreytingar.

f)        Kosnir stjórnarmenn sitji eigi lengur en 4 ár í embætti samfellt.

g)      Allar kosningar skulu fara fram skriflega. Verði 2 jafnir ræður hlutkesti.

h)      Eigi síðar en 4 vikum fyrir ársþing skal stjórnin skipa 3ja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til ársþings um menn í stjórn, varastjórn og sem endurskoðendur.

i)        Kjörnefnd skilar stjórninni tillögum sínum eigi síðar en viku fyrir ársþing.

j)        Hver sá sem vill gera tillögu um menn til kjörs í stjórn, varastjórn eða sem endurskoðendur skal á sama hátt hafa skilað stjórn LHM tillögu þess efnis fyrir áðurgreindan tíma með fullgildu samþykki viðkomandi. Aðeins skal kosið um þá menn sem tillaga hefur verið gerð um til stjórnarinnar skv. því sem að ofan greinir.

k)      Í öllum málefnum skal meirihluti atkvæða ráða nema hvað 2/3 hluta greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar nái fram að ganga.

 

 

4.grein

Ársþing LHM

Ársþing LHM skulu haldin í febrúar ár hvert. Boðað skal til ársþingsins með auglýsingu sem birtist með mánaðar fyrirvara.

Tillögur sem einstök félög/félagar hyggjast bera upp á ársþingi sem og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn samtakanna eigi síðar en 2 vikum fyrir ársþing.

Stjórnin sendir síðan aðildarfélögum LHM tillögurnar fyrir ársþingið.

Rétt til setu á ársþingi hafa allir fullgildir félagar í aðildarfélögum LHM.

Ársþingin eru lögleg án tillits til fjölda þeirra sem á ársþingið mæta ef löglega er til þeirra boðað. Enginn þingfulltrúi fer með meira en 1 atkvæði á ársþingi og ekki er heimilt að fara með umboð annars við atkvæðagreiðslu eða kosningar.

 

Dagskrá ársþings skal vera sem hér segir:

1.     Kosnir þingforsetar og þingritarar.

      2.    Ársskýrsla stjórnar.

3.    Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

4.    Fræðsluerindi – umræður.

5.    Fjallað um framkomnar tillögur.

6.    Samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

7.    Önnur mál.

8.     Lagabreytingar.

9.     Kosningar.

a)     Formaður skal kosinn árlega.

b)    4 meðstjórnendur eru kosnir til eins árs í senn og skiptir stjórnin með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Allt að 5 varastjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn.

c)     Kosnir 2 endurskoðendur.

d)     Kosnar starfsnefndir.

e)     Kosnir stjórnarmenn sitji eigi lengur en 4 ár í embætti samfellt.

f)      Allar kosningar skulu fara fram skriflega. Verði 2 jafnir ræður hlutkesti.

g)     Eigi síðar en 4 vikum fyrir ársþing skal stjórnin skipa 3ja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til ársþings um menn í stjórn, varastjórn og sem endurskoðendur.

h)      Kjörnefnd skilar stjórninni tillögum sínum eigi síðar en viku fyrir ársþing.

i)      Hver sá sem vill gera tillögu um menn til kjörs í stjórn, varastjórn eða sem endurskoðendur skal á sama hátt hafa skilað stjórn LHM tillögu þess efnis fyrir áðurgreindan tíma með fullgildu samþykki viðkomandi. Aðeins skal kosið um þá menn sem tillaga hefur verið gerð um til stjórnarinnar skv. því sem að ofan greinir.

j)       Í öllum málefnum skal meirihluti atkvæða ráða nema hvað 2/3 hluta greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar nái fram að ganga.

        10.     Almennar umræður.

                                  Samþykkt

 

 9.  Kosningar

a)    Formaður Sigurður M. Grétarsson, gaf kost á sér áfram  og var endurkjörinn með lófataki.

b)   4 meðstjórnendur kosnir:

Guðný María Hreiðarsdóttir  - gaf kost á sér áfram

Magnús Bergsson  - gaf kost á sér áfram

Morten Lange  -  gaf kost á sér áfram

Brynjólfur Magnússon   - nýr í stjórn

Samþykkt með lófataki.

Varamenn kosnir:

Felix Högnason

Sólver H. Hafsteinsson

Árni Gunnar Reynisson

c)   Kosnir 2 endurskoðendur

Björn Finnsson gaf kost á sér og var kjörinn með lófataki.

d)   Kosnar starfsnefndir

Engar tillögur lágu fyrir og málinu vísað til stjórnar.

 

     10.  Almennar umræður.

 Fleira var ekki tekið fyrir og þingforseti sleit fundi.

 

 

Guðný María Hreiðarsdóttir þingritari.

 

Til baka á fundargerðarlista