Kæri viðtakandi.

Landssamtök hjólreiðamanna fagna þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á göngustígnum meðfram Miklubraut til móts við Fram svæðið. Það er hins vegar mikilvægt að bæta tengingu stígsins að norðanverðu (sjá athugasemd "A" í viðhengi). Þar sem stígurinn tengist núverandi stíg lendir hann í lægð í landslagi. Þarna er ævinlega mikill snjór og klaki á veturna auk þess sem tæki eiga þar í erfiðleikum með snjóruðning. Því mælumst við til þess að stígurinn taki beina stefnu alla
leið að gatnamótum Kringlumýrarbrautar - Miklubrautar.

Landssamtök hjólreiðamanna gera alvarlegar athugasemdir við leiðir sem eru teiknaðar sunnan Miklubrautar. Þar stefir greinilega allt í óefni þar sem stígurinn á eftir að verða ein samfelld slysagildra. Við leggjum til að óþarfa þverunum yfir akbrautir og hlykkjum á stígnum verði fækkað um helming svo hann nýtist til samgangna og verði óvörðum vegfarendum örugg leið. Í stuttu máli þá leggjum við til að annað hvort leiðir B eða C verði að veruleika (sjá viðhengi).

Landssamtök hjólreiðamanna vilja funda um frekari útfærslu þessara framkvæmda hið fyrsta svo ekki verði gerð stórfelld mistök á þessum stað. Það er mikilvægt að Miklubrautin sé ekki aðeins samgönguæð vélknúinna farartækja heldur líka óvarinna vegfarenda svo auka megi vægi vistvænna samgangna.

Að lokum viljum við benda á athugasemd sem Landssamtökin sendu frá sér þann
18. september 2000 og tengist þessu máli.
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/athsMB180900.html

Kveðja, með von um skjót viðbrögð,
f.h. Landssamtaka hjólreiðamanna

Magnús Bergsson
 

Landssamtök Hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

Netfang: lhm@islandia.is
Sími/bréfsími: 5620099 (hjá Ísl. fjallahjólaklúbbnum)
Veffang: http://www.islandia.is/lhm
 
 

Eintök þessa bréfs send til:

Ingimundur Sveinsson akitekt
Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt
VSO ráðgjöf
Vegagerð ríkissins
Samgöngunefnd Reykjavíkurborgar
Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri
Árni Þór Sigurðsson skipulags- og bygginganefnd Rvk.

Til baka á yfirlit bréfa