25. september 2000. Svar Skipulags og umferđanefndar viđ bréfi ţessu hér fyrir neđan   

 

Landssamtök hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík                                                                                                            Reykjavík 18. september 2000
 
 

Til Skipulags-og umferðarnefndar Reykjavíkur
 

Athugasemd vegna breikkunar Miklubrautar milli gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar.

Seinustu ár hefur hjólreiðafólki fjölgað töluvert í Reykjavík. Þær endurbætur sem borgin hefur staðið fyrir með lagfæringum á gangstéttarfláum hefur nýst byrjendum til hjólreiða ágætlega. En betur má ef duga skal því göngustígar henta ekki til samgangna eins og þeir hafa verið hannaðir fram til þessa.  Á vefsíðu Reykjavíkurborgar stendur:

Það er stefna Reykjavíkurborgar að samgöngur verði greiðar og öruggar fyrir alla. Efldar verði vistvænar samgöngur s.s. almenningssamgöngur, hjólreiðar og gangandi umferð. Stuðlað verði að notkun sparneytinna ökutækja og hreinna orkugjafa í borgarumferðinni.

Auk þess stendur:

Hlutur göngu- og hjólreiðastíga í umferðarkerfinu verði efldur, þannig að stígarnir verði ákjósanlegur samgöngumáti. Til að tryggja öryggi vegfarenda er víða gert ráð fyrir undirgöngum/göngubrúm þar sem stofnstígar liggja yfir stofnbrautir.

Ef af þessu á að verða þá verður að gera öllum samgöngum jafnt undir höfði. Hjólreiðar á göngustígum Reykjavíkur eru hvorki greiðfærar né öruggar þar sem þeim er blandað við gangandi umferð auk þess sem bifreiðar hafa allan forgang í samgöngum og í hönnun umferðamannvirkja borgarinnar.

Miklubrautin er miðsvæðis í borgini og því hafa göngustígarnir mikið verið notaðir af hjólreiðafólki sem leið hafa átt í austur-vestur Reykjavík. Seinustu framkvæmdir við Miklubraut milli Grensásvegar og Reykjanesbrautar hafa fyrst og fremst miðast við að koma bifreiðum án hindrana um Miklubraut. Þar hefur slitlag stíga meðfram Miklubrautinni verið lagfært en um leið hafa vegalengdir lengst allt að þriðjung vegna fjölda beygja umhverfis mislægu gatnamótana við Réttarholtsveg. Þetta er í hrópandi andstöðu við yfirlýsta stefnu Reykjavíkurborgar. Landsamtök hjólreiðamanna telja því nauðsynlegt að ekki verði gerð frekari mistök við hönnun stíga við Miklubraut.

Mikilvægar breytingar.

Breikka þarf stíginn úr núverandi 2,5metra í 4metra eða svo lengi sem breidd stígsins fyrir hjólandi sé ekki minni en 2 metrar.
Skipta þarf stígnum greinilega milli hjólandi og gangandi svo réttur vegfarenda sé ótvíræður.
Mikilvægt er að fyrirhugaður stígur sé skilgreindur sem aðalbraut. Því þarf að vara akandi umferð við gangandi og hjólandi umferð með tilheyrandi skiltum og merkingum.
Lyfta verður stígnum allstaðar um nokkra sentimetra svo að vatn renni síður yfir hann eða haldist á honum.

Meðfylgjandi eru ljósrit fyrirhugaðra framkvæmda með innfærðum breytingum eftir númeraröð. (Sjá neðar)

Athugasemd við stiginn sunnan Miklubrautar

1. Ferðini er heitið frá Kringlumýrarbraut til austurs.  Þar verður að endurnýja og breikka slitlagið þar til komið er að aðrein að Kringlunni.
2. Á merktri göngubraut sem þar verður þarf að hækka stiginn svo hann verði jafnhár stígnum og virki sem hraðahindrun fyrir bifreiðar. Auk þess sem þar þarf að setja upp merki sem varar ökumenn við gangadi og hjólandi umferð þar sem ökumenn ættu tvímælalaust að virða aðalbrautarétt. Þar má heldur ekki breita stefnu stígsins meira en svo að hann taki beina stefnu að brúnni.
3. Breikka þarf brúna svo stígurinn nái 4 metrum. Fjarlægja þarf  bolta og rær úr vegriðinu sem snúa að stígnum og setja þar hlíf/leiðara svo að staurarnir valdi sem minnstum skaða ef strokist er við það.
4. Við aðreinina að bensínstöðini tekur stígurinn beina stefnu suður undir afgreiðsluskúr stöðvarinar. Þar verður á sama hátt og í lið 2 stígurinn hækkaður í samræmi við hæð stígsins.
5. Á malbikuðu plani vestan bensínstöðvarinnar verður stígurinn gerður greinilegur.
6. Skúr sem stendur sunnan við bensínstöðina þarf að hliðra til.
7. Á akrein frá bensínstöðvarplani verður stígurinn hækkaður upp samkvæmt lið 2.
8. Í framhaldi af því taki stígurinn beina stefnu að akrein sem liggur frá Kringluni inn á Miklubraut. Þar fari hann aðeins einu sinni yfir akreinina auk þess sem hann verði hækkaður upp eins og í lið 2.
9. Ekki höfum við neitt út á stigin að setja að Háaleitisbraut en teljum mikilvægt að stígnum sé lyft upp úr umhverfi sínu um 10-20 cm þar sem búast má við að þarna verði bæði blautt og snjóþungt vegna hljóðmanarinar. Brúnir á stígöxlum meiga þó ekki vera krappar því það getur valdið slysum.
10. Gerð verði göng undir Háaleitisbraut með sem ódýrustum hætti svo af þeim geti orðið. Leggjum við til að göngin verði  sem líkast því sem Vegagerðin framkvæmdi í Grafningi norðan við Heiðarbæ við Þingvallavatn. Notast verði við rör sem beygt verði á þann hátt að stígurinn verði sem breiðastur án óþarflega mikillar lofthæðar.
11. Tengistígar til norðurs og suðurs meðfram Háaleitisbraut verða að hafa mýkri beygjur.
12. Sama gildir um tengistíga austan við Háaleitisbraut og að vestanverðu.
13. Stígurinn milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar þarf litlar breytingar. Aðeins þarf að lyfta stígnum samanber lið 9 og taka af honum óþarfan hlikk.
14. Við gatnamótin verður stígurinn að liggja beint yfir Grensásveg í beinni línu við stígin handan götrunnar. Á þeirri leið verður “göngu/hjólabrautin” að vera tvískipt eins og annarsstaðar þ.e.a.s. aðgreind fyrir gangandi og hjólandi.  Skýrar stöðvunarlínur verði settar á stíginn auk sérstakra umferðaljósa fyrir hjólandi umferð sem eru samtengd umferðaljósum fyrir bíla. Rautt, gult og grænt.  Ljós fyrir gangandi umferð hafi hreinsunartíma. Rautt og grænt. Mikilvægt er að setja upp gult blikkandi beigjuljós fyrir akandi umferð sem tekur hægribeigju af Miklubraut inn á Grensásveg . Það sama gildir um akandi umferð af Grensásvegi inn á Miklubraut .
15. Stöðvunarlínur fyrir bíla á Grensásvegi verði færðar lengra frá gatnamótum eða 3 metra frá “göngu/hjólabrautini” Umferðarljós verði tekin niður handan götunar en hinsvegar sett upp við stöðvunarlínur á þann hátt að bifreiðar fari ekki yfir stöðvunarlínu.

Athugasemd við stiginn norðan Miklubrautar

16. Ferðini er heitið frá Grensásvegi til vesturs. Mikilvægt er að leggja stígin yfir Grensásveg eins og sagt er frá í lið 14.
17.  Mikilvægt er að lagfæra umferðarljós fyrir akandi umferð eins og sagt er frá í lið 15.
18.  Stígurinn milli Grensásvegar og Háaleitisbrautar er líklega ekki á góðum stað þar sem gera má ráð fyrir að þar sé snjóþyngra en á gamla staðnum. Fyrirhuguð staðsetning gefur þó möguleika á meira skjóli og næði frá umferðarhávaða. Mikilvægt er að lyfta stignum eins og sagt er frá í lið 9
19. Leitað verði allra leiða til að koma stígnum í göng undir Háaleitisbraut eins og í lið 10. Ef ekki reynist nægilegt rými til staðar þá verði stígurinn lagður eins og tilgreint er í liðum 14, 15
20. Stígurinn frá Háaleitisbraut vestur að aðrein að Kringlunni er eins og sagt er frá í lið 18.
21. Stað þess að stígurinn liggi sunnan við bensínstöðina þá liggi hann norðan við hana og framhjá umferðaslaufuni að kringluni. Þannig má koma í veg fyrir stórhættulegar þveranir stígsins við akbrautir.  Ekki þarfað breikka brúna eða fjarlægja bolta úr vegriði eins og sagt er frá í lið 3 auk þess sem slysahætta við biðskýli SVR verður úr söguni.

Það er afskaplega mikilvægt að staðið verði vel að þessum framkvæmdum og að vistvæn umferð gangandi og hjólandi verði gert jafn hátt undir höfði í öllum framkvæmdum. Talið er að rúmlega 80% slysa á hjólreiðafólki meigi rekja til lélegrar hönnunar umferðamannvirkja. Það er fyrirsjáanlegt að breikkun Miklubrautar mun auka enn frekar á loft- og háfaðamengun, umferðarhraða og  um leið á slysahættu.  Það er því mjög mikilvægt að skerpa á umferðareglunum og gera þær sýnilegar en ekki láti það viðgangast að það geti verið mat hvers eins hverju sinni. Helsta slysahætta hjólreiðafólks er árekstur við bíla og því er ekkert umferðamannvirki fullklárað nema tillit hafi verið tekið til allra þátta þ.á. m.til umferðaröryggis annara vegfarenda. Við hvetjum framkvæmdaraðila til að sýna uppbyggingu stígana sömu virðingu og sjást mun í framkvæmdargleði og við breikkun hraðbrautarinar. Það er afskaplega mikilvægt að ekki dragast á þriðja ár að gera nothæfan stíg eins og raunin varð á meðfram Miklubrautini frá Grensásvegi að Reykjanesbraut. Auk þess er það mikilvægt að stígarnir verði ekki lokaðir bæði að norðan og sunnanverðu á meðan framkvæmdir standa yfir.
Frekari upplýsingar um ástand stíga í Reykjavík er að finna vefnum.
http://www.mmedia.is/~ifhk/umferd/inngang.htm
http://www.mmedia.is/~ifhk/pistlar/pg-rvk00.htm
 
 
 

F.h. Landsamataka Hjólreiðamanna
 
 
 
 

Magnús Bergsson varaformaður
 

Afrit sent til:
Borgarstjóra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og  Samgöngunefndar alþingis