Ég rakst á þessa samstæðu í Brynjudal í Hvalfirði þegar fjölskyldan fór í berjamó síðla sumars 2009. Þetta virðist vera leifar af borsamstæðu, væntanlega vatnsbor, hitaveitubor. Trukkurinn er líklegast af gerðinni GMC, árgerð ca. 1952/53. Samkvæmt númeraplötu tækisins var það framleitt af Stardrill - Keystone Co. í Beaver Falls í Pennsylvaniu. Eftir því sem ég kemst næst hætti þetta fyrirtæki starfsemi um 1958/1959. Getur einhver sagt mér eitthvað um þetta tæki? Hverjir voru að nota það, hvar og hvenær? Við hliðina á bornum eru leifar af farartæki sem hefur eitt sinn verið í eigu flugher bandaríkjamanna (U.S.A.F.). þetta lítur út fyrir að vera leifar af Ford pallbíl, en það er bara ágiskun. Allar ábendingar eru vel þegnar.