ÍSLENSKI FLUGVEFURINN

- Pétur P. Johnson

Ekki bara flugsaga
og myndir
heldur einnig
ýmis önnur áhugamál.......
HEIM
FLUG
BÍLAR
SKIP & BÁTAR
ÍSLENSKT LANDSLAG
ÖNNUR TÆKI & DÓT
Í ÚTLÖNDUM
UM MIG
- kemur síðar
English version.
ICELANDIC AERO WEB
IN ENGLISH
 
 
 
BÁTAR OG SKIP

Hér verða myndir sem ég hef tekið af bátum og skipum. Ég kann ekki svo miklar sögur af sjónum og reynslu hef ég enga - nema sem farþegi, fyrst með m.s. Goðafossi (III) árið 1958 frá New York til Reykjavíkur og síðan með m.s.Tungufossi frá Reykjavík til Siglufjarðar um Ísafjörð og Látrarvík og að lokum með m.s.Tröllafossi, stærsta kaupskip íslenska flotans árið 1958, frá Reykjavík til New York. Þetta var ævintýra sumar fyrir 12 ára gutta að upplifa þetta allt saman. Eftir þetta hef ég ferðast sem farþegi á ýmsum skipum og ferjum, en það er nú ekki lengra í tísku að ferðast milli landa með skipum.

Ég ætla að byrja á þessari síðu með myndum af síðustu strandferðarskipum Ríkisskips. Myndirnar eru teknar í Reykjavíkurhöfn í október árið 1986.
m/s Askja. Ljósmynd © Pétur P. Johnson.
M.S. Askja - Reykjavíkurhöfn, 7.október 1986.
Ljósmynd © Pétur P. Johnson.
m/s Esja (IV). Ljósmynd © Pétur P. Johnson.
M.S. Esja (IV) - Reykjavíkurhöfn, 7.október 1986.
Ljósmynd © Pétur P. Johnson.
m/s Hekla (III). Ljósmynd © Pétur P. Johnson.
M.S. Hekla (III) - Reykjavíkurhöfn, 7. október 1986.
Ljósmynd © Pétur P. Johnson.
Á sama tíma og þessi kaupskip voru mynduð við bryggju framan við vöruhús Ríkisskips lágu tvö rússnesk skip við Ægisgarðinn í tilefni leiðtogafundar félaga Gorbachev og Reagans forseta; Baltika og Georg Ots.
M.S. Baltika í Reykjavíkurhöfn 1986. Foto © Pétur P. Johnson.
Félagi Gorbachev hafði sínar bækistöðvar um borð í M.S.Baltika, gamalt og virðulegt skemmtiferðaskip sem smíðað var fyrir Sóvétríkin í Hollandi árið 1940 og hét þá Vyasheslav Molotov. Íslendingar þekktu þetta skip vel frá árum áður en 1966 fór það í lystireisu suður um höfin með fullfermi íslenskra farþega. Mikið var skrifað og rætt um þess ferð í fjölmiðlum þess tíma. Ljósmynd © Pétur P. Johnson.
M.S. Georg Ots í Reykjavíkurhöfn 1986. Foto © Pétur P. Johnson. M.S. Bolette í Reykjavíkurhöfn 1986. Foto © Pétur P. Johnson.
Rússneska ferjan, M.S. Georg Ots, var notuð til að hýsa hluta sendinefndar Sóvétríkjanna meðan á fundi Gorbachevs og Reagans stóð yfir. Foto © Pétur P. Johnson. Þar sem hótelrými í Reykjavík var af skornum skammti árið 1986 var ferjan M.S. Bolette frá Fred. Olsen Lines í Noregi fengin hingað sem fljótandi hótel meðan á fundi Gorbachevs og Reagans stóð yfir. Foto © Pétur P. Johnson.
 
   
BÁTAR - 0 -
BÁTAR -2 -
BÁTAR - 3 -
BÁTAR - 0 -
   
 
© 2009 - PÉTUR P. JOHNSON, REYKJAVÍK, ÍSLAND
NETFANG: aviasaga(hjá)hotmail.com