Orðamisskipti
 þegar rangar áherslur snarbreyta merkingunni

<>Íslenska er erfitt tungumál, með sína geysiflóknu málfræði.  En að einu leyti er auðvelt að læra íslensku: framburðurinn er fyrirsjáanlegur.  Stafirnir eru (undantekningalítið) alltaf bornir fram eins en áhersla orðanna er einnig ávallt á fyrsta atkvæði.  Alltaf.  Við eigum því gjarnan erfitt með að tileinka okkur þá útsjónarsemi sem þarf til að bera erlend tungumál rétt fram.  Þar er áherslan iðulega breytileg og ófyrirsjáanleg.  Áreiðanleiki íslenskunnar er samt ekki meiri en svo að tiltekin orð er vel hægt að bera vitlaust fram og valda með því  heilmiklum misskilningi.  Það þarf ekki útlending til.  Eina sem þarf að gera er að skipta vel völdum orðum vitlaust á milli lína - og merking þeirra ummyndast.
 

Smelltu á einhvern eftirfarandi flokka af ORÐAMISSKIPTUM. Nýttu þér möguleika netsins til að þrengja rammann að orðunum.  Þá skiptast orðin sjálfkrafa vitlaust á milli lína, og ummyndast.  Sum orð öðlast nýja merkingu á meðan önnur verða hreint óskiljanleg. 
 
 
 

Nýja merkingin verður mjög óljós
Eitt orð þrískptist
Lýsingarháttur þátíðar verður no. í þgf
Orðflokkur (NO) helst óbreyttur

Orðflokkur (SO eða LO) helst óbreyttur

 

Síðast uppfært í apríl 2006