Hér má finna orðamisskipti þar sem þrískipt merking og getur misskilist á tvo vegu,
 sé orðinu skipt vitlaut á milli lína.


Kar bóna tjón
er þekkt efnafræðilegt fyrirbæri.  En færri vita að þetta fyrirbæri getur myndast ef menn bóna baðkar óvandlega og valda tjóni.

Bar nag æla
Hættu þessu bölvaða barnagi eða ég æli!
 
Orð af orði
er samsafn af örlitlum fyrirbærum sem hægt er að þræða sig í gegnum orð af orði.
 
Heim sat lasinn
er stór og mikill doðrantur sem hentar vel þeim sem sitja heima lasnir.

Þrífa sam ælir
 Svokallaður þrífasamælir finnst í rafmagnstöflum en þeir sem ekki þekkja (og heima sitja) sjá aðeins fyrir sér sameignina sem þarf að þrífa þar til maður ælir.

Inn búska skó
Á köldum degi er ekki nóg að klæða sig í venjulega inniskó, heldur duga aðeins vel fóðraðir innbúskaskór.

Stjórnmál afl okkar
Eru stjórnmál afl okkar eða firra stjórnmálaflokkar okkur ábyrgð?


Hugmyndir að fleiri "orðamisskiptum" eru vel þegnar:
steinib@islandia.is

(Síðast uppfært í apríl 2006)