Í þessum flokki orðamisskipta má finna orð sem breytist í allt annað orð,
í öðrum orðflokki eða falli. 

Í flestum tilfellum gengur orðaleikurinn því aðeins upp í einu tilteknu falli eða orðmynd. 
(Merkingarnar tvær geta með öðrum orðum ekki beygst samhliða).



Óbó naðra
Þetta er óbónaðra að dilla sér meðal óbónaðra málmblásturshljóðfæra
 
Klóra tóm
Klóratóm eru öðruvísi en önnur atóm: Þau  klóra sérkennilega.  Þau klóra tóm.
 
Heimsk unnur
Þau eru undarlegt par.  Hann er heimskunnur, en hún er heimsk Unnur.
 
Mól eitur
Sumar plöntur innihalda eitur.  Ef stilkurinn er móleitur þau er líklegt að hann innihaldi mól eitur.
 
Líka minn
Líkaminn sem ég fæddist í var hálfgert drasl. - Líka minn!
 
Mar græða
Það  kallast að setja sig í margræða fjárhagsáhættu að fara á sjóinn og ætla að mar græða.
 
Ofur stunum
Ertu að leita að ofurstunum?  Renndu bara á hljóðið og hlustaðu eftir ofur stunum.

Skafl eik
Leiðbeiningar með skafleik: Skafið börkinn af eikinni í hrúgu og hendið skaflinum sem myndast í ruslið. 
 
 Ístru flanir
Ístruflanir eru miklar uppi á heiði svo að feitir bílstjórar eru beðnir um að flana ekki þangað að ósekju.

Fiska furða
Á fiskimarkaðinum var mikið og margt að sjá, og hreint ótrúlega mikil fiska-furða leyndist inn á milli hinna eðlilegri fiskafurða.

Flott rolla
Í eitt og eitt þessara tígulegu flottrolla flæktist stöku sinnum flott rolla.

Fák læddi
Fáklæddi knapinn notaði hestinn sinn er hann fák-læddi áfengi á svæðið.

Frjósa mastur
Hvernig ætlar mastur að fara að því að frjósa á sumrin, sem er sá tími sem er hvað frjósamastur?







Fleiri orð sem ég útfæri fljótlega:

hör-kulið eða hörku-lið
for-mæla eða form-æla
bú-skapi eða búsk-api
sjá-öldur eða sjáöld-ur
axla-ról eða axlar-ól
Síst-ama eða sí-stama
fis-kana eða fisk-ana
Grús-kar eða grúsk-ar
bar-tanna eða bart-anna
hör-faðir eða hörf-aðir
ofur-stunum eða ofurst-unum
Hor-nið eða Horn-ið
pen-dúlla eða pendúl-la
Bar-nið eða Barn-ið
Gull-eitt eða Gul-leitt
Star-faðir eða starf-aðir
Sóp-ranar eða sópran-ar
Vella-unaði eða vel-launaði



Hugmyndir að fleiri "orðamisskiptum" eru vel þegnar:
steinib@islandia.is

 
  Síðast uppfært apríl 2006