Sæll Sigurður

Það er ánægjulegt að sjá að í dag sé unnið við gatnamót Laugarnestanga og Sæbrautar. Hins vegar er nokkuð ljóst að verið er að bæta óþarfa hlykkjum við göngustíginn þar sem hann þverar Lauganestanga. Ég spyr því hvort ekki sé hægt að leggja hann aftur fyrir umferðareyjuna sem þarna er búið að steypa. Ég sendi tvær myndir til útskýringar í viðhengi.

Mér þætti gott að fá skýringu á því hvers vegna það er venja að hafa þessa hlykki á göngustígum við gatnamót.

Einng langar mig að vita hvort ekki sé hægt að leggja gangstéttarhellur til bráðabirgða meðfram Sæbrautinni frá Laugarnestanga að Héðinsgötu ef ekki á að fullgera þá tengingu nú þegar. Það er nokkuð ljóst að þarna þurfa ekki aðeins að fara um hjólreiðamenn, heldur lika ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á göngu til og frá miðbænum.

Kveðja,
Magús Bergsson
 

TIL BAKA


-- Svar gatnamálastjóra --

Sæll Magnús

Hlykkirnir sem stöðugt ergja ykkur hjólreiðamenn eru gerðir til að stytta eins og unnt er þann tíma sem vegfarendur eru út í beygjuumferðinni.Við gætum etv. sest niður og reynt að finna einhverja leausn þar sem þessum leiðum er haldið óbreyttum en á sama tíma komið til móts við sjónarmið ykkar hjólreiðamanna. Við erum að leita leiða til að endurbæta stíginn frá Laugarnesi í átt að Héðinsgötu. Ég hef fengið ábendingar frá fleirum en þér um að hann þarfnist lagfæringa og tek undir þær. Við erum þarna hinvegar á mjög viðkvæmu svæði þannig að ég veit ekki í dag hvað við getum gert. Það stóð alltaf til að gera niðurtektir og stíg við gatnamótin,framkvæmdirnar hafa hinsvegar tekið mun lengri tíma en til stóð í upphafi.

Varðandi umferð ferðamanna þá stóð til að leggja nú í sumar stíg frá enda götunnar við Sigurjónssafn og áfram í átt að sjónum og síðan meðfram Klettagörðum að Sundahöfn. Ágreiningur kom upp um legu hans og gerð og var honum því frestað

Með kveðju

---------------------------------------------------------------------
Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri
 

 

Til baka