-- Svar gatnamálastjóra --
Sæll Magnús
Hlykkirnir sem stöðugt ergja ykkur hjólreiðamenn eru gerðir til að stytta eins
og unnt er þann tíma sem vegfarendur eru út í beygjuumferðinni.Við gætum etv.
sest niður og reynt að finna einhverja leausn þar sem þessum leiðum er haldið
óbreyttum en á sama tíma komið til móts við sjónarmið ykkar hjólreiðamanna. Við
erum að leita leiða til að endurbæta stíginn frá Laugarnesi í átt að Héðinsgötu.
Ég hef fengið ábendingar frá fleirum en þér um að hann þarfnist lagfæringa og
tek undir þær. Við erum þarna hinvegar á mjög viðkvæmu svæði þannig að ég veit
ekki í dag hvað við getum gert. Það stóð alltaf til að gera niðurtektir og stíg
við gatnamótin,framkvæmdirnar hafa hinsvegar tekið mun lengri tíma en til stóð í
upphafi.
Varðandi umferð ferðamanna þá stóð til að leggja nú í sumar stíg frá enda
götunnar við Sigurjónssafn og áfram í átt að sjónum og síðan meðfram
Klettagörðum að Sundahöfn. Ágreiningur kom upp um legu hans og gerð og var honum
því frestað
Með kveðju
---------------------------------------------------------------------
Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri