Til Samgöngunefndar, Skipulagsnefndar og gatnamálastjóra.

Á vefsíðu http://icebike.net má sjá myndir frá ástandi göngustíga í Reykjavík.  Má þar benda á nýtt efni sem þar er að finna en það er frá Sæbraut og Lauganesi;
http://nature2000.bravepages.com/lauganes1102/211102.htm.
Einnig má finna dæmi um slys sem varð á göngustígnum í Fossvogi:
http://nature2000.bravepages.com/tjon/slys250600.htm.

Reykjavíkurborg hefur sýnt metnað í orði að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík. Það ætti því að vera metnaður hjá þeim sem vinna að samgöngumálum, en nota ekki vistvæn farartæki eins og reiðhjól, að kynna sér þessi mál.
Ef farið er inn á http://icebike.net skal þar valið "hjólreiðar" og síðan "Hjólreiðar Ísland", þá má þar finna fleiri dæmi sem sýna ástandið í Reykjavík. Það skal hins vegar tekið fram að vefsíðan á eftir að taka miklum breytingum næstu vikurnar með nýju efni um þessi mál.

Að auki er fróðlegt að skoða handbók um hjólreiðar í þéttbýli frá Evrópubandalaginu;
http://europa.eu.int/comm/environment/cycling/cycling_en.pdf

Svo er grein frá Rannsóknarstofnun samgöngumála í Noregi sem hefur sýnt fram á margfaldan samfélagslegan sparnað þegar gerðir eru göngu- og hjólreiðastígar.
http://www.toi.no/Samferdsel/utgivelser/showarticle_frontpage2.asp?ID_Article=215

Þetta og meira til má lika  finna á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna http://islandia.is/lhm  undir liðnum "Greinasafn"

Kær kveðja,
Magnús Bergsson

 

Til baka