Þann 9. febrúar 2006 voru allir frambjóðendur Samfylkingar í Reykjavík spurðir einnar spurningar sem hljóðar svo:
Hver er stefna þín með lagningu hjólreiðabrauta í Reykjavík?
Munt þú beita þér fyrir því á næsta kjörtímabili að lagðar verði hjólreiðabrauti eða munt þú halda áfram stefnu R-listans og þenja út og breikka akbrautakerfið.
Kveðja,
Magnus BergssonAlls voru 13 frambjóðendur spurðir, aðeins 9 svöruðu. Dagur B Eggerts svaraði fyrstur klukkutíma eftir að spurningin var send út eða kl. 07:59. Ingimundur svaraði síðastur frambjóðenda. Stefán Jóhann virtist hafa það mikið áhuga á málefninu að hann bað um "feedback" frá fyrirspyrjanda daginn eftir. Aðrir sem segjast hjóla eru Dofri og Oddný. Steinun Valdís er svo sigurstranglegust af þeim sem berjast um 1. sætið. Í hennar valdatíð var lögð fyrsta aðgreinda hjólreiðabrautin og aðrar hjólreiðabrautir eru á teikniborðinu.
Heill og sæll,
ég styð hjólreiðarbrautir eindregið. Í nýju skipulagsverkefnunum hefur verið hugað að þessu einosg við Hlemm sem nýlega var kynnt. Þar er reyndar gert ráð fyrir þeim í "götukassanum" sérstaklega og hugsanlega er það í fyrsta skipti í Reykjavík þó merkilegt sé.
Með kveðju/Best regards
Dagur B. Eggertsson www.dagur.is
Sæll Magnús.
Hjólreiðar eiga að vera valkostur fyrir alla sem geta hjólað. Ég vil að það verði hugað betur að því en hingað til að fólk geti farið hjólandi leiðar sinnar. Þetta er stefna okkar og í umhverfisráði þar sem ég starfa erum við einmitt að ræða samgöngustefnu borgarinnar þessa dagana í vinnuhópi og leggjum á það áherslu að hjólreiðar verði valkostur. Sjálfur hef ég oftsinnis farið hjólandi á milli heimilis míns hér í Seljahverfinu í Breiðholti niður í miðbæ þar sem ég vinn í Seðlabankanum. Það tekur mig tæpan hálftíma niður eftir, en 10 mínútur lengri tíma uppeftir, enda dálítið upp í móti. Þetta er holl og góð hreyfing, auk þess sem þessi ferðamáti er umhverfisvænn. Leiðin sem ég fer er þægileg og góð (þarf ekki að fara út á umferðargötu, en yfir á fáeinum öruggum stöðum); í gegnum Seljahverfið, meðfram Mjóddinni, niður með Elliðaánum, undir Reykjanesbrautina og svo yfir Miklubrautina, í gegnum Laugardalinn, í áttina að Kringlumýrarbraut, niður hana í átt að sjónum og svo meðfram sjónum að vinnustaðnum. Þetta er sem sagt mjög þægileg leið þegar ekki er hálka. Ég veit að það eru ekki allir svona heppnir og erfitt getur verið í gömlum hverfum að hjóla annars staðar en á götum eða þröngum gangstéttum. En við eigum að vinna að því að halda áfram að leggja stíga og hjólreiðabrautir, hvort sem er í nýjum hverfum eða gömlum. Það er markmið sem verður að vera innbakað og innmúrað í okkar stefnu.
Bestu kveðjur,
Stefán Jóhann
http://www.stefanjohann.is/
Sæll, ég styð lagningu fleiri hjólreiðabrauta, ég hjóla stundum sjálfur og finn hve mikið vantar upp á góðar tengingar. Æ fleiri kjósa hjólið, kveða, Stefán Jón Hafstein http://www.stefanjon.is/
Ég er því fylgjandi að sem flestir geti hjólað leiðar sinnar enda hef ég sjálfur yfirleitt ferðast um hjólandi til og frá vinnu alla daga ársins og í öllum veðrum frá því um 93. Það þarf að gera eitthvað í að bæta úr samgöngum og ýta undir hjólandi umferð, ég er sammála því og mun beita mér fyrir því.
Kv. Dofri. http://www.dofri.is/
Sæll Magnús. Ég er fyrir gangandi og hjólandi umferð og almenningssamgöngur. Hef verið ánægð með þá stefnu sem samþykkt var af starfshópi um hjólandi umferð. Nú þarf bara að framkvæma í samræmi við hana.
Kær kveðja
Björk Vilhelmsdóttir http://www.bjorkv.is/
Sæll Magnús
Erindi þínu verður svarað í dag
Með kveðju
Bergþór Bjarnason
Kosningastjóri Steinunnar Valdísar
Sæll Bergur
Ég hjóla mjög mikið og hef alltaf gert og veit því vel hvað er erfitt að vera á hjóli í Reykjavík! Svo einfalt er það. Þétting byggðar er baráttumál, barátta fyrir auknum lífsgæðum sem felast í umhverfisvænni og líkamsvænni hjólreiðarmenningu - sem er engin menning í Reykjavík enn sem komið er. Þétting byggðar og bættar hjólreiðasamgöngur haldast hönd í hönd og ég hef ennþá ekki hitt þann jafnaðarmann sem er ekki fylgjandi þéttingu byggðar. Ég vil sjá hjólreiðastíga sem víðast, þú getur treyst þeim orðum mínum.
Takk fyrir að senda mér línu -
kveðja, Oddný http://www.oddny.is/
Sæll Magnús
Við höfum verið í átaki vegna hjólreiðastíga og ég mun að sjálfsögðu halda
því áfram að fjölga möguleikum hjólreiðafólks í borginni.
Sjálf hef ég sett mikil spurningamerki og reyndar beitt mér gegn hefðbundnum
lausnum í umferðarmálum sem miða að því að bæta endalaust við mislægum
gatnamótum.
Vonandi svarar þetta spurningunni.
Steinunn Valdís http://www.steinunnvaldis.is/
Sæll Magnus.
Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því að lagðar verði fleiri
hjólreiðabrautir. Ég vil að sem flestir hafi möguleika á að hjóla, ganga eða
taka stætó á þá staði sem þeir þurfa að fara á s.s. í vinnu og skóla.
Sjálf hjóla ég mest mér til skemmtunar en maðurinn minn hjólaði mikið í
vinnuna síðasta sumar. Það að hjóla er bæði holt og umhverfisvænt og því er
þetta eitt að aðal málunum mínum.
Bestu kveðjur
Helga Rakel Guðrúnardóttir www.simnet.is/hr
Sæll aftur Magnús.
Mér þætti vænt um að fá viðbrögð þín við svarinu sem fyrst.
Bestu kveðjur,
Stefán Jóhann http://www.stefanjohann.is/---------------------------------------------
Sæll Stefán
Ég vill þakka þér kærlega fyrir svarið. Af þeim frambjóðendum sem svöruðu þá gafst þú liklega eitt besta svarið að mínu mati. Þú færð allavega mitt atkvæði og mun ég mæla með þér í efstu sætin. Það veitir ekki af að sjá stefnubreytingu í umferðar- og skipulagsmálum.
Það er lika leiðinlegt að loks þegar R-listinn þremur kjörtímabilum of seint virðist vera átta sig á því að breytinga er þörf þá bendir allt til þess að R-listaflokkarnir séu að missa meirihlutanum í borgini. Það er óhugnarlegt ef það mun svo taka íhaldið jafn mörg kjörtímabil að átta sig á hinu sama.
Þér til fróðleiks sendi ég þér link á vefsíðu sem lýsir ástandinu í málefnum hjólreiðamanna ágætlega.
http://www.islandia.is/nature/mHjolreidarIsl/hjolisl_open.htm
Svo er linkur á Landssamtök hjólreiðamanna http://hjol.org
Bestu kveðjur
Magnus Bergsson-------------------------------------------
Sæll Magnus.
Þakka þér fyrir - það var fróðlegt að sjá þessar myndir.
Bestu kveðjur,
Stefán Jóhann http://www.stefanjohann.is/
Sæll Magnús,
Held að fyrra bréfið mitt hafi ekki skilað sér.
Varðandi hjólreiðarstíga, þá verð ég að viðurkenna að ég hef ekki leitt hugann
að þeim sérstaklega, nema í þeirri umræðu að minnka notkun einkabíla og koma að
hvatningu á öðrum leiðum, s.s. strætisvagna og góðra gönguleiða og með því
hjólreiðarstíga. Hef einmitt kynnst því ágætlega í Danmörku og er það ekki
síðri kostur í góðri færð heldur en ganga. Líka fljótlegri.
Notkun og eign einkabíla er mikil og í þeirri aukningu hefur þurft að bæta við
akreinum á fjölförnustu leiðununum. Einmitt í umræðunni um uppbyggingu 20
þúsund manna byggðar í Vatnsmýrinni hef ég velt því fyrir mér hvernig þau
umferðarmál leysast.
Ég get vel tekið undir það að góðar hjólreiðarleiðir og göngurleiðir séu hluti
af því að minnka notkun einkabíla.
Kveðja Ingimundur http://www.mundi.is/
Gunnar H Gunnarsson http://www.simnet.is/gunnarhjortur/ hringdi í fyrirsyrjanda að kvöldi laugardags og áttu þeir spjall saman um umferðar og skipulagsmál í u.þ.b. 50 mínútur.
Gunnar lofaði að bæta aðgengi hjólreiðamanna enda væri það þáttur í hanns baráttu í hjá Samtökunum um betri byggð