Slys á göngustígnum í Fossvogi 25. júní 2000. (Nöfnum á fólki hefur verið breytt) Málsatvik eru þau að Helgi er að koma á hjóli sínu austan frá Heiðmörk eftir göngustígnum í Fossvogi. Alla þessa leið frá Víðidal eru hjólareinar vinstra megin á göngustígnum. Á þessari leið þarf hann nokkrum sinnum að mæta og fara fram úr hjólandi umferð með því að víkja til hægri inn á göngustíginn þar sem hjólaræman rúmar ekki hefðbundna umferð. Sjáið nánar með músarsmelli á mynd Þegar komið er að skógræktinni í Fossvogi og stígurinn sveigir til norðurs í átt að Fossvogsvegi þá sér Helgi tvo hjólreiðamenn (Jón og Gunnu) ofar í brekkunni þar sem þau notuðu allan stíginn til að auðvelda sér klifrið. Helgi sér að þarna er ekki vant hjólreiðafólk á ferð og tekur því þá ákvörðun að að stytta sér leið í geng um skógræktina til að komast fram fyrir fólkið. Ekki gekk það hratt fyrir sig þar sem þar eru aðeins malarvegir. Þegar komið var að inn-útkeyrslu skóræktinnar við Fossvogsveg þá rennur Gunna fram hjá á göngustígnum sem nú er ekki merktur hjólaræmu. Helgi fer inn á stíginn á eftir henni en Jón, maður hennar, kemur þar á eftir. Gunna fer ekki hratt og framundan er klifur upp á göngubrúna svo Helgi ákveður að taka fram úr Gunnu. Lætur hann vita af sér með því að hringja bjöllu. Gunna sýnir ekki afgerandi viðbrögð en víkur þó eitthvað til vinstri eins og hún hefði átt að gera fram að þessu á göngustígnum. Helgi dregur lika þá ályktun að þessi óvani hjólreiðamaður (Gunna) vilji ekki vera nálægt háum gagnstéttarkantinum. Þegar Helgi er komin upp að hlið Gunnu sveigir hún skyndilega til hægri sem verður til þess að hún skellur á hjóli Helga og stýrin krækjast saman. Fellur hún á höfuðið á gangstéttakantinn og virðist hafa slasað sig töluvert. Spýttist blóð úr slagæð við augnbrún en hún er alltaf með fulla meðvitund. Við fallið þá snýst stýrið á hjóli hennar um 90°. Helgi hins vegar heldur jafnvægi með naumindum. Fellur hann út af göngustígnum og rennur á lausamöl á malbiki Fossvogsvegar þar til hann staðnæmist. Óvíst er hver hraðinn var en gera má ráð fyrir að hann hafi verið 20 - 24 km á klst. Allir notuðu hjálma. Gunna er flutt með bíl íbúa í nágrenninu á slysavarðstofu. Ekki er gerð lögregluskýrsla strax eftir slysið enda varð ekki ljóst hversu alvarlegt slysið varð fyrr en síðar. Er Gunna með brotið axlarblað og kinnbein auk þess sem hún var frá vinnu í langan tíma. Til þess að sækja um bætur þarf lögregluskýrslu sem gerð er 21. september 2000 og hljóðar hún svo:
29. október 2002 berst Helga bréf frá TM sem hljóðar svo:
TM lítur svo á að Helgi beri sök á slysinu þar sem hann fór öfugum megin fram úr Gunnu og því beri honum að greiða eigin áhættu sem reiknaðist í þessu tilfelli kr. 175.000.- Ábyrgðaskilmála TM í tryggingu Helga má sjá hér (pdf 54kb) Umferðarlögin eru ekki beinlínis skýr enda sést það greinilega í merkingu hjólaræma á göngustígunum og víðar. Þar er ekki að sjá að riki hægri réttur eins og almennt á akvegum. Hér fyrir neðan má sjá umferðarlögin sem tengjast á einhvern hátt hjólreiðum á göngustígum. Umferðalöginn í heild sinni má sjá hér
Nú vakna spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við: 1. Er hægt að lita svo á að bótaskilda Helgi sé ótvíræð þar sem ekki eru til ótvíræðar umferðareglur á göngustígum? 2. Ef lesa má úr ofangreindum umferðarlögum umferðareglur á göngustígum, hvernig má þá lesa úr því að Helgi sé bótaskyldur? 3. Í því ljósi að á sama göngustíg geti hjólaræmur verið bæði vinstra- og hægramegin á leið hjólreiðamanna, er þá hægt að segja að þar ríki einhverjar umferðareglur sem réttlæti bótaskildu í svona tilfellum? 4. Ætti borgin ekki að setja upp skilti á staði þar sem "umferðareglur" breytast reglulega og skýra þær svo réttarstaða vegfarenda sé skýr? 5. Ef þarna hefðu átti í hlut skokkandi einstaklingar, hefði þá verið hægt að gera Helga bótaskyldan? 6. Er þetta ekki íþróttaslys? Ef þetta hefði gerst í hita boltaleiks þar sem tveimur líst saman, hefði þá einhver verið bótaskyldur? 7. Er einfaldlega hægt að yfirfæra umferðarlög bifreiða yfir á hjólreiðar á göngustígum sem augljóslega eru ekki hannaðir til hjólreiða? 8. Ef á göngustígum ríkja umferðarreglur þ.á.m. hægri réttur, ættu stígar þá ekki að vera merktir miðjulínu þar sem allir vegfarendur framfylgja hægri reglunni? Má ekki skilja það svo að á göngustígum ríki ekki hægri regla þar sem hjólaræman (sem rúmar umferð aðeins í aðra áttina) getur hvort heldur sem er verið vinstra eða hægra megin á leið hjólreiðamanna. 9. Ef á göngustígum ríkir hægri regla eins og á akvegum má þá ekki eins segja að Gunna hafi verið á röngum vegarhelmingi og beygt í veg fyrir Helga? 10. Hvað með stýrið á hjóli Gunnu? Gæti verið að það hafi verið laust og þess vegna hafi slysið orðið alverlegra en annars ef það hefði verið vel hert. Hjólið var ekki skoðað eftir slysið enda óvíst hvort það hefði leitt til einhverrar niðurstöðu. 11. Ætti Helgi að áfrýja þessari kröfu? Öll aðstoð lögfræðinga við að svara þessum spurningum er vel þeginn þar sem bótakrafan er ekki tilkomin frá hlutlausum aðila. Það er því mikilvægt að ekki skapist bara einhver bótavenja sem ekki á sér stað í lögum. Vel rökstudd svör gætu nýst í baráttunni fyrir bættum samgönum hjólreiðamanna hvort sem niðurstaða verði sú að Helgi sé bótaskyldur eða ekki. Vinsamlegast sendið póst til Landssamtök hjólreiðamanna og gefið svör við sem flestum spurningum.
|