Myndir af vetfangi
Þegar Helgi kom eftir þessum stíg þá átti hann u.þ.b. 10 metra eftir til að fara fram úr Jóni og Gunnu á þessum stað. Vegna aksturslags þeirra (áttu ekki auðvelt með að fara upp brekkuna) taldi Helgi óráðlegt að fara fram úr þeim á þessum stað og tók því þá ákvörðun að fara í gegnum Skógræktina til vinstri. (Á þeim tíma var ekki keðja fyrir stígnum). Takið eftir því að á þessum stað hefði Helgi átt að fara eftir óskráðri reglu að fara fram úr Jóni og Gunnu hægra meginn. Eftir sömu óskráðu reglu hefði Helgi þurft að fara ef hjólreiðamaður hefði komið úr gagnstæðri átt. Myndin er tekin á þeim stað þar sem rauða línan byrjar lengst til hægri á yfirlitsmyndinni hér fyrir neðan.
|
Hér má sjá leið Gunnu, Jóns og Helga, frá því Helgi sér þau fyrst og þar til slysið verður. |