Reykjavíkurborg
kynnti uppfært kort af stígakerfi höfuðborgarsvæðisins á hjóladeginum
17.september. Þar hefur verið tekið tillit til margar athugasemda sem
hafa borist vegna fyrstu útgáfu kortsins.
Endurskoðun er þó
hvergi nærri lokið. Sendið því áfram inn
athugasemdir svo kortið nýtist sem best á komandi árum.
Sendið póst til
LHM
-- Sjáið
2. útgáfu kortsins --
Reykjavík (pdf 3 Mb)
Höfuðborgarsvæðið (pdf
3.4 Mb)
Kort gefið út í tilefni Samgönguviku í Reykjavík 2005
(pdf 7Mb)
Athugasemdir um hjólreiðastíga.
Mér finnst vanta gangbraut yfir afrein af Bústaðavegi í suður hjá
brúnni yfir Bústaðaveg, þarna er heljar umferð bíla og
hjólareiðamenn og gangandi í vandræðum með að komast yfir á
álagstíma. Það eru gangbrautarmerki en engin gangbraut eða ljós.
Gangstétt vestan Kringlumýrarbrautar liggur að þessum stað og heldur
áfram suður með Kringlumýrarbraut að Gesthúsi Dúna.
Einnig er enginn stígur úr Hæðarseli á nýja stíginn frá Lambaseli og
sá nýi stígur tengist hvergi stígakerfi Kópavogs þar uppfrá.
Kveðja, E P E
Hjólað í vinnuna - samgönguvika
Sael
Gaman ad skoda tessi stigakort sem eru til. Eg er nykomin heim ur
frabaerri hjolaferd medfram Dona og tad er otrulegt ad sja hve
vidtaekt net hjolastiga er ordid i Austurriki og madur skilur ekki
hvernig yfirvold a Islandi hafa komist upp med ad draga svona
lappirnar ad baeta adstaedur hjolafolks og hunsad algerlega ta
hugmynd ad hjolid se skynsamlegt samgongutaeki. Eg myndi vilja sja
hjolastiga gerda samhlida stofnbrautum um landid, svo sem eins og
leidinni milli Mosfellsbaejar og Reykjavikur. To ad tad se fint ad
hjola medfram sjonum til Reykjavikur fra Mosfellsbae ta vaeri gott
ad geta valid styttri leid ef madur er a leid i vinnuna. Eg hafdi
samband vid Vegagerdina og Mosfellsbae i fyrra og spurdist fyrir um
hvort tetta vaeri ekki i bygerd nu tegar taekin voru til stadar til
ad byggja upp veginn, en badir tessir adilar tjadu mer ad tad vaeru
engar hugmyndir i ta att. Somuleidis maetti setja markid a ad leggja
hjolastig tannig ad hjolreidafolk geti farid ,,Gullna hringinn" an
tess ad vera i lifshaettu vegna umferdar storra vorubila. Helst
vildi eg hjolastig um allt land, en tar sem tad er liklega ekki
raunhaeft gaeti Gullni hringurinn verid byrjunin og eitthvad sem
vaeri haegt ad markadssetja beint til ferdafolks sem er ad
heimsaekja Island!
Besta kvedja,
J S
Athugasemdir varðandi hjólreiðastíga borgarinnar
Góðan daginn kæri viðtakandi.
Ég verið á hjóli síðastliðin þrjú ár og það er eitt sem truflar mig
aðalega.
Það er þetta sambland af göngu og hjólreiðastígum. Ég held að það
þurfi að aðskilja þetta með skýrari hætti en nú er gert ef hjól á að
verða það samgöngutæki sem það ætti í raun að vera þar sem það er
bæði heilsusamlegt og sparar bensín. Ég hef séð að það má oft ekki
miklu muna að stórslys verði þegar hjól og gangandi vegfarandi
mætast. Þegar ég var til að mynda með ungt barn þá þorði ég ekki að
nota göngustígana eftir að maður á línuskautum var nærri búinn að
hjóla barnið mitt niður. Ég hef einnig heyrt af slysum sem verða
þegar hundar mæta hjólum. Þá eiga þeir það til að flækja ólina í
hjólunum.
Með kveðju frá einni svolítið áhyggjufullri
A R
Athugasemdir
Góðan daginn
Ég vil gjarnan koma áleiðis athugasemd frá mínum vinnufélögum, sem
búa í Kópavogi og Hafnarfirði, en hún er að það vantar betri
tengingu við nágrannasveitarfélögin. Þ.e. Hafnarfjörður - Garðabær -
Kópavogur - Reykjavík.
Ég sjálf er hins vegar ótrúlega ánægð með þá leið sem ég hjóla, þ.e.
meðfram Laugardalnum og í gegnum allan Elliðaárdalinn, fínir
hjólastígar á þeirri leið og frábært að fara þar um í sumar þegar
vinnuskólakrakkarnir höfðu hreinsað stígana.
Bestu kveðjur,
M G
Leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins
Sæl þið sem þennan póst lesið. Að ætla að gera athugasemdir við
þennan óskapnað er ekki vinnandi vegur. Þessi stóryrði get ég
rökstutt með eftirfarandi athugasemdum.
1. Breidd stíganna á kortinu er ekki undir sex metrum,
trúlega nærri átta metrum, á jörðu niðri, með því móti eru allar
leiðinlegar þrengingar og vinkilbeygjur sniðnar af.
Eitt gott dæmi er að á kortómyndinni er sýndur breiður og greiður
stígur framan við Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut en
raunin er að breidd stígarins, sem beinast liggur við að fara þegar
upp úr undirgöngum undir Snorrabraut er komið, er aðeins ein og hálf
gangstéttarhella c.a. 60 sm. þar sem stígurinn skáskýtur sér framhjá
strætisvagnaskýlinu á miðri leiðinni. Auðvitað væri hægt að fara
yfir á gangstéttina sunnan við Gömlu Hringbraut en það er verulegur
hlykkur auk þess sem þar þarf að þvera allmikla umferðaræð.
2. Á kortdruslunni er talað um Aðalstíg og tengistíg en
hvergi getið um hver sé munur á þessu tvennu, hvað þá að hver sé
umferðarréttur þeirra sem eftir stígunum fara.
3. Upplýsingagildi kortsins er ekkert!!!! Sýnir í raun
aðeins legu höfuðborgarsvæðiðisins og á ákaflega grófan hátt hvernig
götur og stígar liggja, ekki hvort þeir séu færir eða nothæfir
hjólreiðafólki.
4. Verði gefin út næsta vetur, tímasett mokstursáætlun
sem hægt sé að tengja við kortið þá má segja að einhver not sé hægt
að hafa af því, ef það verður ekki gert er betra að sleppa þessari
útgáfu og nýta fjármunina í eitthvað annað þarfara.
Með góðum kveðjum og von um betri tíð og bættum hjólasamgöngum, Ó Þ
Leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins
Ég vona bara að í þetta sinn sé raunverulegur ásetningur allra sem
vinna að þessu máli að bæta hjólreiðasamgöngur í borginni. Hingað
til hef ég ekki orðið vör við það. Nú eru komnir ágætir
hjólreiðastígar til skemmtihjólreiða, s.s. eins og við Ægissíðu og
við sjóinn við Grandana, en mér finnst afar erfitt að nota hjólið
sem samgöngutæki. Víðast hvar þarf maður að velja milli þess að
hjóla á gangstéttinni eða götunni. Persónulega vil ég ekki hjóla á
götunni því mér finnst ég ekki vera örugg. Sumir staðir eru þó
erfiðari en aðrir, t.d. Síðumúlinn, þar sem varla er þorandi að
hjóla á götunni í austurátt þar sem alltaf má eiga von á því að bíll
bakki út úr stæði. Mér finnst heldur ekki rétt að hjóla á
gangstéttum, sérstaklega þar sem margir gangandi vegfarendur fara
um. Það sem þarf eru sérstakir hjólreiðastígar AUK gangstétta, þar
sem því verður komið við. Þannig er það í útlöndum...
Mig langar líka að benda á tvo staði sem ég veit um sem þarf að
laga. Í fyrsta lagi er það leiðin milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar, sem ég stefni á að fara einhvern daginn, en ekki fyrr
en búið er að leggja SAMFELLDAN hjólreiðastíg alla leið! Það verður
líka að vera stígur BEGGJA MEGIN vegarins og hann þarf að liggja
STYSTU LEIÐ. Oft þarf að leggja á sig krók til að komast á
leiðarenda. Hvernig á ég t.d. að komast yfir eða undir Kópavogsbrúna
án þess að leggja mig í lífshættu? Stígurinn liggur út allt nesið!
Í öðru lagi, þar sem eru tröppur á göngustígum verður að vera brekka
líka, eins og t.d. við Valsheimilið. Þar þarf að stoppa og leiða
hjólið upp tröppur! Það getur ekki verið mikið mál að malbika smá
brekku við hliðina á tröppunum.
Að síðustu vil ég minnast á það að kortið er ekki mjög skýrt. Það
eru engin götunöfn nema allra stærstu gatnanna og því hef ég ekki
hugmynd um hvar þessir hjólreiðastígar liggja, sér í lagi
tengistígarnir. Hvað merkir það, annars, "tengistígur"?
Kveðja, Þ.B.Þ.
Nokkrar athugasemdir við göngu/hjólreiðakort.
Hér eru nokkrar athugasemdir sem eiga við Laugarnesið:
1. Búið er að gera nýjan fínan stíg út á
Laugarnestanga, hann liggur frá enda Laugarnesvegar, beint út að
sjó í gegnum holtið. Hann er ekki komin inn á kortið.
2. Svo er verið að setja upp umferðaljós á Sæbraut
við Laugalæk, þau eru heldur ekki komin inn á kortið = mikilvæg
tenging milli Laugardals og Sæbrautarstígsins.
3. Ég sá einhverstaðar á skipulagi að það ætti að
koma stígur milli Lauga (World class) og Laugardalsvallar, sem á
að liggja þvert yfir dalinn og myndi gera hlaupa/hjóla leiðir
skemmtilegri. Hann myndi tengja saman göngustígana sem liggja
endilangt sitt hvorum megin í dalnum í stað þess að þurfa að
fara á gangstétt við Sundlaugarveginn. Þessi stígur myndi líka
nýtast börnum sem búa við Kleifarveg og Laugarásveg, á leið í
Laugarnesskóla. Er einhver von á að þessi stígur komi til
framkvæmda í náinni framtíð?
Kveðja
Á J
Aths. við hjólreiðakort höfuðborgarsvæðisins
Eftirfarandi eru mínar athugasemdir við hjólreiðakort
höfuðborgarsvæðisins og við notkun hjóla sem samgöngutæki á
höfuðborgarsvæðinu.
Almennt varðandi samgöngur hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu.
1. Hjólreiðar eru samgöngur en ekki bara tómstundir. Um
þær gilda sömu lögmál og um aðra umferð að flestu leyti. Markmið
samgangna í huga notandans er að komast sem fljótast milli tveggja
staða með sem minnstri fyrirhöfn. Þar af leiðir að hjólreiðamaður
sem á kost á beinni leið meðfram hraðbraut með háværri umferð og
mengun, eða krókóttum stígum í fögru umhverfi, velur í 9 af 10
skiptum beinu leiðina meðfram hraðbrautinni vegna þess að hún er
fljótlegri.
2. Setja þarf almenn markmið um hraða samgangna með
hjólum milli staða eftir fyrirhuguðu stígakerfi t.d. markmið um tíma
milli staða eða meðalhraða milli staða. Athugið að bein leið milli
staða býður upp á meiri meðalhraða milli staða heldur en krókótt
leið.
3. Setja þarf umferðarreglur sem gilda um umferð
gangandi og hjólandi á stígunum og kynna þær. Bæta þarf
umferðarmerkingar á stígunum og setja upp umferðarskilti. Laga þarf
öryggi t.d. með því að hafa nógu gott útsýni við stígamót og einnig
gæti verið gott að hafa skiptingu stígs í blindbeygjum, svipað og
þekkist í vegakerfinu, og hringtorg á stígamótum. Sumstaðar þarf að
fjarlægja runnagróður sem hefur verið settur of nálægt stígamótum og
blindbeygjur á stígunum. Óvissa ríkir um umferðarreglur þannig að
aldrei er að vita hvort vegafarendur eru hægra eða vinstra megin á
stígum þegar blindbeygjur er teknar og gróður hindrar útsýni. Lýsing
þarf að vera nægjanleg á stígunum til að hindra árekstra við
gangandi.
4. Við framkvæmdir þurfa merkingar að vera nægilega
góðar til að hætta stafi ekki af holum og hlutum á stígunum í
myrkri. Lýsing er nauðsynleg.
5. Fræðsla þarf að vera betri til vegfarenda á
stígunum. Hjólreiðamenn þurfa að taka sig á í öryggisbúnaði. á
hjólum sínum. Allir þurfa að hafa ljós og bjöllu t.d. Bjöllur þarf
að nota að staðaldri í blindbeygjum, við gatnamót og þegar farið er
fram úr.
6. Bæta þarf skjól við stígana einkum þegar fjær dregur
þéttri byggð. Engin ástæða er til að láta stígana vera á bersvæði.
Prófið stíginn í Laugardal framhjá Húsdýragarðinum. Af hverju eru
ekki allir stígar á höfuðborgarsvæðinu svona? Lengi hefur verið
talað um græna trefilinn í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Hvernig
væri að huga að grænu húfunni líka og klæða umferðarauðn
höfuðborgarsvæðisins í grænu húfuna. Gróðursetja tré og runna á
umferðareyjum og helgunarsvæðum stofnbrauta og á slaufum og
krúsídúllum stofnbrautakerfisins. Allir sem eitthvað vit hafa á
útivist vita að húfa er svo mikið betri en trefill.
7. Rigning, vindur eða brekkur er engin hindrun fyrir
hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Þið finnið ekki einn reyndan
hjólreiðamann sem er þeirrar skoðunar. Þar sem byggð er dreifð s.s.
í úthverfum og nýbyggðum hverfum getur vindur verið vandamál en það
er hægt að leysa með þéttari byggð og aukinni skógrækt. Slakar
samgöngur milli sveitarfélaga og fjarlægðir á höfuðborgarsvæðinu
draga úr notkun hjóla til samgangna úr og í vinnu, Fjarlægð frá
nærþjónustu innan sveitarfélaga s.s. dagvöruverslana er líka
farartálmi fyrir daglega notkun. Mikilvægt er að koma matvöruverslun
aftur út í hverfin svo hægt sé að kaupa daglegar nauðþurftir í eigin
hverfi. Úr því íslenskar verslunarkeðjur geta ekki þjónustað íbúana
nema með okurbúðum (10-11, 11-11, Nóatún, Strax) ætti að kappkosta
að fá erlendar keðjur til þess.
8. Samgöngur milli sveitarfélaganna hafa verið að skána
nokkuð. Hætt er þó við að þær verði aldrei fullnægjandi þar til hægt
er að nýta helgunarsvæðin meðfram þjóðvegum í þéttbýli til að leggja
stíga þar um og í gegnum slaufur og mislæg gatnamót. Ríki og
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa að ganga í takt og gera
þetta mögulegt. Ekki er hægt að kenna um kostnaði því kostnaður við
stofnbrautir fyrir hjól meðfram þjóðvegunum í þéttbýlinu er einungis
brot af kostnaði við ein mislæg gatnamót.
Athugasemdir við kort og stíga í einstökum sveitarfélögum.
Reykjavík
1. Rétt er að malbika malarstíg milli Víkurvegs og
Stórhöfða meðfram Vesturlandsvegi N megin.
2. Á kortinu er sýndur malbikaður stígur í gegnum lóð
Mjólkursamsölunnar frá Höfðabakka niður á Dragháls. Þessi stígur er
malarstígur en rétt er að malbika hann eins og sýnt er á kortinu.
3. Til mikill bóta væri að hafa stíg milli
Öskjuhlíðarstigs frá Flugvallarvegi að Hringbraut við brú yfir að
Læknagarði. Leiðin liggur um ónotað svæði sem auðvelt er að leggja
stíg um.
4. Sumstaðar í Reykjavík eru ennþá gamlar steyptar
gangstéttir sem eru orðnar mjög sprungnar og hættulegar yfirferðar.
Ég nefni t.d. meðfram Kringlumýrarbraut V megin frá Miklubraut að
Hamrahlíð. Einnig t.d. meðfram Kringlumýrarbraut A megin frá
Bústaðavegi og inn í Kópavog.
5. Stígur liggur að hluta meðfram Stekkjarbakka frá
Höfðabakka en tekur enda. Þessi stígur er ekki á kortinu en er
nauðsynlegur og þarf að tengja hann við göngubrú yfir Reykjanesbraut
við Bleikargróf.
Mosfellsbær
1. Sýnd er tenging frá Skarhólabraut neðan við Hlíðartún að
stíg sem liggur undir Vesturlandsveg. Þessi tenging er ekki fyrir
hendi.
2. Það vantar að sýna tengingu milli Langatanga og Þverholts
um göngustíg SA við Hlaðhamra.
3. Stígur „meðfram“ Vesturlandsvegi úr Mosfellsbæ til
Reykjavíkur er sýndur á hitaveitustokknum. Þessi leið hentar alls
ekki sem hjólreiðaleið nema fyrir ofurhuga. Þessi sveitarfélög ættu
að vera í samstarfi við Vegagerð Ríkisins um að malbika vegaxlirnar
á Vesturlandsvegi almennilega. Þar er pláss fyrir hjól og það er sú
leið sem flestir hjólreiðamenn velja í dag milli Mosfellsbæjar og
Reykjavíkur. Eftir því sem slaufum og mislægum gatnamótum fjölgar
meðfram veginum þarf að gera ráð fyrir alvöru stíg meðfram veginum
einnig í slaufuskipulaginu.
4. Kominn er vegtenging milli Vesturlandsvegar og
Korpúlfstaðavegar. Rétt er að hafa hjólastíg meðfram honum og hann
er e.t.v. fyrirhugaðar en ekki kominn.
Kópavogur
1. Á korti er sýnt að sé malbikaður stígur frá
Reykjavík að Nýbýlavegi A við Hafnarfjarðarveg. Sá stígur hefur
aldrei verið malbikaður og er í augnablikinu ekki fyrir hendi vegna
framkvæmda.
2. Sýndur er malbikaður stígur meðfram Smárahvammsvegi
frá Smáralind að Arnarnesvegi. Þessi stígur nær ekki alla leið. Það
vantar síðasta stubbinn að Arnarnesvegi og hefur gert í mörg ár.
Nauðsynlegt er að klára hann.
Á D
Ég er með fáeinar ábendingar varðandi hjólastígakort:
1. Ofan við golfvöllinn í Grafarholtinu er kominn mjög
góður steyptur stígur, en í framhaldi af honum er malarstígur sem nær
að hringtorginu við nýja Morgunblaðshúsið
2. Góðir malarstígar liggja upp af Grafarholtinu, bratta
brekkan við hitvaveitutank, sem heldur áfram í átt að Rauðavatni og
sameinast stígunum þar
3. Góður malarstígur liggur undir hamrana í
Hamrahverfi í Grafarvogi og kemur upp hjá Gufunesbænum, einnig er hægt
að halda áfram að áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og koma upp þar
fyrir ofan.
Vona að þetta gagnist eitthvað.
Kveðja,
S K B
Breytingar á kortinu
Þetta eru myndir sem ég tók í gær á ferð minni um nýja bryggjuhverfið
í Garðabænum. Þessi stígur er ekki merktur inn á kortið en mætti
gjarnan að mínu mati vera það. Ég setti rautt "X" á kortið þar sem
mynd 002 er tekin. Og svo svart "X" þar sem 004 er tekin og sýnir hvar
stígurinn endar svo sorglega. En þetta er byggingasvæði og ég trúi því
að þetta svæði fái fallegan frágang þegar framkvæmdum ljúki. 005 er
svo tekin af stígnum hinu megin við framkvæmdasvæðið til austurs.
Bleiku hingirnir eru athugasemd; þessi "stígur" er meira gangstétt sem
liggur inn á leiksvæði við grunnskólann öðrumegin. Og stígur út af
leiksvæðinu hinumegin. Mér finnst það afleitt að merkja "Gulan" stíg í
gegnum leiksvæði á milli rólu og vegasalts. Mér finndist nær að merkja
þennan "Gula" stíg þar sem ég hef teiknað bleika línu inná. Það ætti
samt að vera græn merking því þarna er hjólað í umferð eða gengið á
gangbraut.
Kveðja F.
Athugasemd við önnur útgáfu kortsins af stígum höfuðborgarsvæðisins.
Mig finnst furðulegt að sjá enn að Laugavegurinn sé teiknaður sem
hjólaleið, án athugasemda. Þarna má ekki hjóla á móti umferð. Að hjóla
með umferðina er mjög erfitt eins og staðan er núna, því bílarnir fara
svo hægt, en eru stundum til hægri og stundum til vinstri á
akbrautina, sitt á hvað..
Aftur á móti held ég að hjólarein eftir Laugavegi sem væri fyrst og
fremst ætluð fyrir hjólreiðar á móti umferð gæti verið gæfuspor. Að
leyfa hjólreiðar á móti umferðar, og gera öllum grein fyrir því,
fækkaða slysum til dæmis í Brussel.
Svo verð ég að nefna að sjálfsagt sé fyrir hjólreiðamann að nota
Hverfisgötu og halda áfram yfir/í gegnum Hlemm og svo taka Laugaveginn
austur. En það er alls ekki gert ráð fyrir því. Þetta er núna hentug,
en óþægileg leið, þar sem menn ekki eiga von á hjólreiðaumferð. En það
er ekki raunhæft að reikna með að hjólreiðamenn munu ekki fara þarna
um.
Af hverju er aldrei talað við hjólreiðamenn áður en verkin eru boðin
út ?
Kveðja,
M.L.
Þið voruð að biðja um ábendingar um stígakort sem þið ætlið að gefa
út. Mig langar til að benda á nokkur atriði.
1. Það er ekki kominn neinn stígur á milli Arnarnes og Kópavogs. Það
er alvarlegt að gefa í skin að hann sé kominn þannig að fólk leggi sig
ekki í hættu við að fara þessa leið.
2. Hornið á Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi er alveg ófrágengið og núna
er verið að moka allt í sundur þannig að það er ekki víst hvenær og
hvort að þessi gatnamót komist í almennilegt horf. Þarna eru 3. aðilar
sem þurfa að vinna saman með frágang, Kópavogsbær, Garðabær og
Vegagerðin.
3. Þar sem stígur nr. 8 kemur úr Garðabæ að Fjarðarhrauni er ekki
tenging og langt er í næsta stíg þannig að það þarf að hjóla eftir
götunni niður að Hafnarfjarðarvegi eða upp að Fjarðakaupum. Þessi
ótenging er búin að vera svona í allavega 5. ár þannig að það þarf að
merkja þennan stíg að hann sé varasamur því að hann endar í ekki
neinu.
4. Það er verið að vinna við stíg sem byrjar við endann á Álfheimum og
liggur í gegnum Skeifuna og endar við göngubrúna sem er við Hagkaup og
liggur yfir Miklubraut. Það gæti verið ágætis stígur ef það væri ekki
svo mikið klúður með tenginguna upp á brúna. Það eru gerðar tröppur
þar upp í staðin fyrir að hafa halla uppá göngustíginn sem liggur
meðfram Miklubraut og þá væri hægt að fara upp á brúna þar.
5. Það er fínn frágangur á stígnum sem liggur meðfram Miklubraut við
Faxafen 8-10. Það er góður rampur þar niður að bílaplaninu en svo er
oft ekki hægt að notfæra sér þann stað því að það er alltaf lagt bílum
við enda rampsins þannig að það er stórvarsamt að komast þar niður.
Lausnin væri að blokkera eitt bílastæðið þannig að betra væri að
komast niður.
6. Sama á við gangbraut yfir Suðurlandsbraut við Reykjaveg. Þegar að
farið er yfir Suðurlandsbrautina í áttina að Fálkahúsinu er ekki hægt
að nálgast húsið því að það eru lagðir bílar við gangbrautina þannig
að ekki er hægt að komast af henni. Þarna vantar upphækkun þannig að
hægt sé að komast að húsunum án þess að bílum sé lagt fyrir.
7. Það er ekki merktur stígur sem liggur á milli blokkanna í Álfheimum
og Laugardalsins. Hann byrjar við Gnoðarvoginn næst Glæsibæ og endar
við Langholtsskóla.
8. Það er ekki merktur stígur sem liggur frá Álfheimum niður í gegnum
Efstasund, Skipasund og endar á stíg nr.2. Þessi stígur hét einhven
tíman Brákarsund.
K G H.
Góðan daginn!!
Ég var að kíkja á þetta stígakort.
Ég skil ekki þessa grænu stíga, tengistíga... ég hef ekki tekið eftir því
að þessar götur/gangstéttir séu með nokkrum öðrum hætti en aðrar.
Er þetta ósk um að við hjólum frekar þarna en annars staðar?
Svo er þetta kort lýtur voða vel út... en sýnir ekki sannleikann...allt
virðist svo beint og auðvelt, en svo þegar betur er að gáð vantar alla
hlykkina og kantana.
Bestu hjólakveðjur,
M A
|