Athugið!
Það sem hér
má finna hefur þegar verið notað til endurskoðunar á nýju korti sem
gefið verður út í samgönguvikuni 16.-22. september 2005
Reykjavík og
nágrannasveitafélögin ætla að kynna uppfært kort af göngu- og
hjólaleiðum á samgönguvikuni 16.-22. september. Vanir hjólreiðamenn
sjá að drögin að korti endurspegla ekki veruleikann í dag. Við þurfum
ábendingar um leiðir sem eru á kortinu, en eru illfærar, hættulegar
eða hreinlega ekki til staðar. Hjólreiðamenn fengu kortið í hendur
29.ágúst 2005
Kortið er stöðugri í
endurskoðun. Sendið því allar ábendingar til
LHM
Sjá 1. útgáfu kortsins
(pdf. 3.18mb)
Athugasemdir sem borist
hafa frá hjólreiðafólk við stígakort höfuðborgarsvæðisins
Athugasemdir verða ekki
birtar undir fullu nafni. Myndir sem borist hafa verða sýndar síðar
Ég vil gera smá athugasemdir
við þetta kort og það er stígurinn sem á að liggja meðfram sæbrautinni,
hann er varla til staðar þ.e. frá Holtagörðum og til Laugarness allavega
ekki sem hjólreiðastígur það er kannski hægt að ganga þar en það er ekkert
hjólafæri og þar að auki vantar algjörlega stíg á köflum á þessu svæði.
Það er eins og það hafi verið byrjað á stíg en gleymst að halda áfram með
hann bara ákveðið að stoppa hérna fólk er ekkert að þvælast lengra er það
nokkuð? Ekkert með það að gera. Dæmalaus vitleysa. Einnig vildi ég minnast
á stíginn sem liggur meðfram Kringlumýrarbraut fyrir neðan Suðurlandsbraut
hann er í ansi slæmu ásigkomulagi. Og fyrst ég er byrjaður að kvarta þá er
ágætt að láta þetta fljóta með, hver hannar eiginlega sum gatnamót hérna í
borg!!! Dæmi: ég kem að gatnamótum og er á stíg, fer yfir gatnamótin en
þegar ég er kominn yfir þá þarf að fara aftur yfir götu til að geta haldið
mig á stíg. Hvers vegna var ekki aðkoman ekki höfð þannig að nóg væri að
fara einu sinni yfir götu til að halda sig á stíg? Þessir verkfræðingar
hljóta nú að vita að stysta leið milli tveggja punkta er bein lína, en
ekki með 90° vinkil beygju í 3ja punkt.
Bestu kveðjur
B.V.
Mér til mikillar undrunar
virðist vera merktur hjólastígur meðfram Smiðjuveginum. Í rauninni eru
þarna aðeins mjóar gangstéttir og með frekar háum köntum að mig minnir.
Þarna er mjög mikil umferð og því mjög erfitt að komast yfir götuna. Ég
held að á þessu svæði sé kortið því frekar langt frá raunveruleikanum.
Á. Á.
"Þetta er nú það mesta bull
sem ég hef nokkru sinni heyrt"
Þessi setning Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi flaug í kollin á mér
þegar ég skoðaði þetta nýja leiðakerfi, þetta ágæta fólk sem er að hanna
þetta kort gæti allt eins litað allar götur höfuðborgarsvæðisins með
einhverjum flottum litum og skírt þá einhverjum flottum nöfnum eins og
aðal eða tengistígur.
Ég bara skil ekki hversvegna vel mentað fólk, arkitektar, verkfræðingar og
tæknifræðingar sem hefur ferðast eða jafnvel búið erlendis þar sem búið er
að fynna upp hjólið (hjólastíga) getur lagt svona vitleysu á borð heima á
íslandi og reynt að telja fólki trú um að nú sé bara allt í lagi...fullt
af góðum hjóla og gönguleiðum eru til staðar í borginni, þið hafið bara
ekki tekið eftir því.
Margt þessum fræðingum bjuggu hérna í Danmörku og notuðu reiðhjól til
allra daglegra samgangna þegar lifað var sparlega sem námsmaður, ég bara
trúi því ekki að þetta fólk gleymi þessum kafla í lífi sínu um leið að það
flytur heim aftur til Íslands.
Þetta kort sem er verið að gefa út er bara peningaeyðsla, mér persónulega
líður ekkert betur þegar ég hjóla á mikilli umferðargötu innan um mis vel
vakandi bílstjóra þó gatan sé mertk á einhverju korti sem tengileið fyrir
hjólreiðafólk því bílstjórarnir vita ekkert af því og í þeirra augum erum
við bara að þvælast inn á þeirra leikvelli.
Eftir að hafa hjólað í Danmörku í 2 ár þá kom ég heim til Íslands í sumar,
á þessum 2 árum merkti ég ekki neinar lagfæringar á stígum eða nýjar
úrlausnir fyrir okkur sem hjólum, það eina sem ég sá en notaði ekki voru
þessar nýju göngu og hjólabrýr, sem mig grunar að séu að kosta alltof
mikla peninga sem betur mætti nýta til að leggja almennilega hjólastíga.
Hérna í Danmörku er það þannig að fyrst kemur gangstétt, síðan er það
hjólastígur og að lokum akbraut fyrir bíla. Þetta er mjög einfalt. Á öllum
stærri gatnamótum eða þar sem hjólreiðastígur þarf að skera umferð bíla þá
er málað blátt á malbikið sem afmarkar hjólastíginn og er mjög áberandi
þannig að bílstjórar vita af því að þeir þurfa að gæta að hjólandi umferð.
Svona er þetta meðfram öllum helstu umferðaræðunum, og að sjálfsögðu
beggja megin þannig að hjólandi og akandi eru að ferðast í sömu átt. Ekki
eins og ég rakst oft á í sumar í Reykjavík þar sem aðeins var gangbraut
öðrumegin götunnar og ef maður notaði hana til hjólreiða þá var maður í
raun að hjóla á móti umferð og að koma röngu megin að öllum gatnamótum.
Það er síðan annað mál, og ég veit að hefur margsinnis kvartað yfir því
síðustu 15 árin, en það er þetta með stöðvunarlínu og umferðarljós, í
Reykjavík höfum við alltaf umferðarljós staðsett bæði við stöðvunarlínu og
einnig hinumegin við gatnamótin sem leiðir af sér að ökumenn þurfa ekki að
stöðva fyrir aftan stöðvunarlínu til að sjá á umferðarljósin sem síðan
leiðir af sér að gangandi og hjólandi komast ekki yfir á gangbrautum nema
fara yfir, í gegnum eða framfyrir ökutækið, þetta er óþolandi og ætti að
stoppa.
Með kveðju frá DK
J.L
Halló,
Þetta kort er ágætissamantekt á þeim leiðum þar sem hægt er að komast yfir
á hjóli, en þó finnst mér það mætti koma betur fram hvers konar stíga er
nákvæmlega verið að hjóla á þarna og ekki vera að stunda neinn
„blekkingarleik“ í því sambandi, eins og einhver orðaði það. Það mætti
t.d. merkja malbikuðu göngu- og hjólreiðastígana í öðrum lit, t.d.
fjólubláum (ég er ekki að grínast) og aðgreina þá þannig frá venjulegum
gangstéttum sem eru ekki eins greiðfærar og öruggar undir hjólaumferð.
Það er heldur ekki búið að malbika alls staðar, t.d. tenging milli 4 og 8
hjá Smáravelli og leið 4 milli Arnarness og Kópavogs.
Leið 12 frá Bókasafninu í Kópavogi og niður að fjöru í Fossvogi á ALLS
EKKERT heima á kortinu: það er ekkert framhald á stígnum þarna, snarbrött
innkeyrsla við safnið, ómögulegar gangstéttir, allt of háir kansteinar og
jafnvel tröppur (fyrir hjólreiðafólk?!)!!
Leiðin milli 15 og 17, þ.e. frá Nónhæð í Garðabæ yfir hringtorgið og niður
blindbrekkuna í átt að Smáralind er líka stórhættuleg.
A.K.
Ég vil þakka fyrir ágætt
framtak við að útbúa kort yfir hjóla og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu og
að hjólreiðarmönnum sé gefið tækifæri á að gera athugasemdir við það. Sem
íbúi í vesturbæ Kópavogs langar mig að benda á nokkrar rangfærslur á þessu
korti í mínu hverfi og á þeim leiðum sem ég þekki best.
- Merktur er göngu/hjólastígur alla leið fyrir Kársnesið. Rétt er að
stígurinn liggur norðan og sunnan megin á nesinu en fyrir nesið,
vesturhliðin, liggur ekki stígur heldur dettur maður inná venjulega götu í
iðnaðarhverfi. Ekki er auðvelt að finna stíginn aftur fyrir ókunnuga, ef
haldið er áfram fyrir nesið.
- Tengistígar sýndir á kortinu í vesturbæ Kópavogs eru t.d.
Borgarholtsbraut, sem er bara venjuleg gata með gangstéttum. Samkvæmt
þeirri skilgreiningu eru allar götur bæjarins ,,tengistígar".
- Á kortinu er sýnd leið milli Kópavogs og Garðabæjar eftir
Hafnarfjarðarvegi, uppá Arnarneshæð. Sé sú leið farin á hjóli eða gangandi
þarf að fara á illa farinni vegöxl sem er mjó. Hraðbrautin er á aðra hönd
og vegrið á hina. Þetta er stórhættuleg leið og það er mikill
ábyrgðarhluti af skipulagsyfirvöldum að beina gangandi og hjólandi
vegfarendum þessa leið með útgáfu kortsins.
- Aðrar leiðir sem sýndar eru milli bæjarfélaganna má fara ef maður þræðir
sig í gegnum íbúðahverfi beggja vegna bæjarmarkanna. Það er einkum á færi
kunnugra að átta sig á hvernig það er hægt því þetta eru hverfi með
botnlöngum og sveigðum götum svo auðvelt er að lenda í öngstræti. Auk þess
eru gangstéttir víða ófrágengar og illfærar hjólandi umferð. Það er
illskiljanlegt hvernig er hægt að rökstyðja að merkja megi þessar leiðir
sem sérstaka göngu- og hjólastíga.
- Rétt er að Það liggja engar hjólaleiðir eða göngustígar milli Kópavogs
og Garðabæjar. Það er erfitt að komast á milli bæjarfélaganna á annan hátt
en akandi.
- Stígar sem merktir eru sem malarstígar eru gjarnan ófærir hjólandi
umferð, t.d. er ekki hægt að hjóla eftir Sæbraut endilangri og erfitt er
að ganga hana.
- Stígar meðfram Kringlumýrarbraut eru venjulegar gangstéttar og á sama
hátt mætti merkja allar götur bæjarins sem göngu og hjólastíga. Þannig
vill til á Kringlumýrarbraut að þar er talsverð umferð gangandi vegna
nálægðar við skóla og verslunarmiðstöð. Sambúð gangandi og hjólandi gengur
ekki vel á þessari leið. Eins er engin gangstétt vestan megin
Kringlumýrarbrautar að hluta svo þeir sem ferðast þeim megin til norðurs
þurfa að fara tvisvar aukalega yfir ljós til að komast alla leið niður að
Sæbraut eða Borgatúni.
Í fljótu bragði virðist felstar leiðirnar sem merktar eru á þetta kort
vera venjulegar götur sem ekki hafa verið sérstaklega gerðar aðgengilegar
hjóla og göngufólki. Forsendur fyrir vali leiða virðast helst vera að
þetta eru fjölfarnar ökuleiðir og segja má að kortið sé ágætis tillaga að
því hvar leggja ber sérstaka hjólastíga.
Kveðja,
B.S.
Ég var að kíkja á kortið af
stígakerfinu í Kópavoginum. Það virðist vera merkt sem aðalleið (með gulu)
leiðin um Birkigrund og Bröttubrekku í Kópvoginum. Ég hef oft hjólað þessa
leið og þarf ég að hjóla á götunni nánast allan tímann. Meðal annars er
merkt með gulu yfir þar sem eru brattar tröppur á mótum Laufbrekku og
Hjallabrekku. Nýbýlavegurinn er sér kafli út af fyrir sig. Hann er merktur
með grænum lit á þessu korti. Ef ég hjóla eftir þessari leið að
sunnanverðu til austurs þarf ég að hjóla eftir bílastæðum fyrirtækjanna
við Nýbýlaveginn og síðar eftir húsagótu við veginn. Sú leið er mjög
kræklótt og yfir kanta að fara. Ef ég hjóla eftir þessari leið að
sunnanverðu er að ég held enginn stígur fyrir ofan Lund. Þar austar tekur
við stígur en hann mjókkar mjög mikið á kafla og er ófær á reiðhjóli við
Álfabrekku. Ef ég ætla að fara eftir Nýbýlaveginum upp í Breiðholt þarf ég
að fara í grgnum bílastæðin við Engihjallann til að komast á stíg sem
liggur yfir í Breiðholtið.
Á. Á.
Sæl Björg
Eitt sinn þegar
........ söguskýring tekin út af vefnum.
Þetta er sögubrot sem
kom upp í huga minn þegar ég skoðaði þetta “Göngu- og hjólastígakort”. Það
eina góða við þetta er að það virðist vera komið fólk í vinnu til að
leggja þéttriðið net eins konar samgönguæða um höfuðborgarsvæðið og aldrei
þessu vant, EKKI akbrauta. Líklega til að uppfylla plagg sem kallað er
“Aðalskipulag”. Þó vantar mikilvægustu stíga eins og meðfram
Reykjanesbraut og Vesturlandsveg. Á öðrum stöðum liggja þeir vitlaust þó
búið sé að kasta miklu fé í göngubrýr. Sem dæmi við byggingu mislægra
gatnamóta við Stekkjarbakka. Þar voru lagðir stígar seint og um síðir í
gegn um það landsvæði sem þessi gatnamót hafa eyðilagt sem byggingarland.
En borgin bar ekki gæfu til að líta á stígana sem samgöngustíga heldur sem
útivistarstíga. Þess vegna liggja þeir á röngum stöðum miðað við það sem
eðlilegt gæti talist samgöngulega séð. Og ekki nóg með það,
útivistarstígurinn tengist göngubrú yfir Reykjanesbraut sem endar í
malarbing á landamærum Kópavogs og Reykjavíkur. Fyrir alla þá sem leggja
leið sína milli Fossvogs og Breiðholts væri best að fara um Blesugróf eða
sem best væri, eftir óbyggðum stígum beint út Fossvogsdalinn í framhaldi
af þessari brú. En það gerir að sjálfsögðu enginn í dag þar sem leiðin er
lokuð á fyrrnefndum landamærum og stjórnvöld sveitarfélaganna ræðast ekki
við þegar kemur að “lágkúrulegum” göngustígum. Svona má endalaust finna
dæmi um stíga á röngu stað og í engu samræmi við legu landsins, notagildi
eða til skynsamlegra samgangna.
Ef í alvöru á að kalla
þetta kort “hjólreiðastígakort” ætti að merka inn blindhorn og aðra
varasama staði. Þeir eru hins vegar svo margir að kortið myndi ónýtast ef
það yrði gert. Ég legg því til að kortið heiti ekki “Göngu og
hjólreiðastígar” heldur “Göngu og útivistarstígar”. Það er hræsni að kalla
það því nafni sem það ber nú.
Það er annað sem er
ákaflega pirrandi. Hér virðist vera búið að taka upp merkingu Danska
hjólreiðabrautakerfisins sem Danir nota um alla Danmörku en hér er búið að
klína því á höfuðborgarsvæðið. En þar er ekki að finna svo mikið sem 10cm
hjólreiðabraut! Borgin hefur aldrei, og þess síður hin sveitarfélöginn
lagt sig í líma við að auka öryggi hjólreiðamanna á göngustígum. Það
breyttist ekkert í vinnu sveitarfélagana eftir að hjólreiðar voru leyfðar
illu heilli á gangstéttum 1981. Sveitarfélögin hafa engan áhuga á því að
hlusta á rök hjólreiðafélagana um úrbætur. Það sannar t.d. vinna
Landssamtaka hjólreiðanna. Það sannar líka þetta kort því líklega er búið
að vinna í því á annað ár án þess að hafa samráð við hjólreiðafélögin og
án þess að bæta slæma staði til að gera þó kortið notadrýgra. Það er alveg
dæmigert að hjólreiðafélögin fá að koma að gerð kortsins nokkrum
klukkutímum fyrir útgáfu þess og líklega án þess að tekið sé tillit til
athugasemdanna sem berast.
Það er líka alveg
dæmigert eftir allt áhugaleysi og aðgerðarleysi stjórnvalda í uppbyggingu
vistvænna samgangna þá er það eina sem kemur frá þeim þessi draumsýn á
blaði. Og það er ekki einu sinni fullkomið því hagsmunaaðilar og
raunverulegir notendur hafa aldrei fengið að koma að vinnu þessa
málaflokks svo það hafi haft áhrif. Það verður hræðilegt ef pólitíkusar
ætla að nota kortið sér til framdráttar til að sýna fram á að allt sé í
fínu lagi á höfuðborgarsvæðinu.
Ég mæli með því að
prentun þessa korts verði stöðvuð, annað er peningasóun. Það þarf að setja
fé í úrbætur á stígakerfinu þó ekki væri annað en til að auka öryggi. Það
þarf að senda bæði pólitíska fulltrúa og íslenska verkfræðinga saman á
námskeið um vistvænar samgöngur, ekki síst borgarsamgöngur
En ef prentun á þessu
fáránlega korti verður ekki stöðvuð þá mæli ég með því að allt sem tengist
hjólreiðum verði tekið út af því. Og kortið heiti “Göngu og
útivistarstígakort”.
Kær kveðja
M.B.
Sæl Björg
Takk fyrir að láta okkur fá tækifæri til þess að gera athugasemdir við
kortið.
Við munum ræða það í kvöld kl. 20 í húsakynnum Íslenski
Fjallahjólaklúbbsins, að Brekkustig 2. Í þessu sambandi hef ég tvo punkta:
- Til þess að gera rýnið skilvirkt hefði verið gott að vera með stóra
útprentun
af kortinu.
- Ef einhver frá Reykjavíkurborg vill mæta er það meira en velkomið.
Þetta er stuttur fyrirvari varðandi útprentun á korti, þannig að ég skil
allveg
ef það se ekki hægt.
Svona halfpartin í tengsl við þetta kort datt mér í hug að spyrja hvort
einhver hjá borginni eða annarsstaðar á opinberum vettvangi á Íslandi gæti
hugsað sér að fara á námskeið í hönnun fyrir hjólreiðar í Óslo eftir tvær
vikur.
Námskeiðið sjálft er ókeypis og fólk frá Íslandi er velkomið að mæta.
Námskeiðið er á norsku og er lýst hér :
http://www.sykkelby.no/Nyheter/839
Bestu kveðjur
M.L.
Sælt veri fólkið
Ég hef verið að böglast við að hjóla um höfuðborgarsvæðið síðustu 15 árin
og verður að segjast að hjólaumhverfið hefur lagast heilmikið á þessum
árum og þá sérstaklega í Reykjavík. En þegar maður ætlar á milli
bæjarfélaga þá eru skilyrði til þess alveg hræðileg og hreinlega hættulegt
að ferðast hér á milli, nema að fara ógurlegar krókaleiðir í gegnum
íbúðahverfi, sem gerir það að verkum að maður hjólar mun minna en annars.
Það vantar alveg að búa til hjóla-/göngustíga á milli bæja. Maður hugsar
stundum til alvöru hjólaborga eins og Köben, en þar eru merktar
hjólaleiðir á milli gangstétta og akvega. Það væri vel hægt að gera þetta
hér í Reykjavík. Ég ætla ekki að koma með neinar töfralausnir hér, en
margar lausnir koma upp í kollinum bara við að skrifa þetta.
Við fyrstu sýn virðist kortið vera mjög gott, en við nánari athugun er svo
ekki. Kortið sýnir frekar hvar hjólastígar ættu að vera, en ekki hvar
þeir eru. Finnst mér alveg ótækt að gefa út kort með leiðum sem eru ekki
ennþá til og bíða með að gefa út kortið þangað til að búið er að búa til
hjólastígana sem merktir eru inn á það. Eða að taka út af kortinu þær
merkingar sem eru út í bláinn (en þá verður vissulega lítið eftir, en þó
eitthvað og kortið væri þá líka nothæft).
Með von um bætta hjólamenningu
H. S.
Ég tók eftir því að það er
kominn þessi fíni malbikaði göngustígur sem nær að Álverinu í straumsvík
(Norðurenda). Hann er ekki á kortinu.
Einnig vildi ég skammast yfir hindrunum á göngustígum í Norðurmýri. Það er
illmögulegt að komast með hjólakerrru inn á göngustíginn á Snorrabraut.
Þverslár sem þar eru er allt of stórar og of nærri hvor annarri :-)
Með bestu kveðju,
Á. Ó.
Sæl
Sé ekki möguleika fyrir mig að hjóla frá heimili mínu á Kjalarnesi til
borgarinnar.
Kv
Þ.M.
Komið þið sæl.
Mér ofbýður hvernig forráðamenn gorta af því að styðja hjólreiðar en koma
í veg fyrir þær með gerðum sínum.
Mig langar því að bjóða fram krafta í þágu hjólreiða. Ég heiti K. H.,
síminn er 000000 Ég sá um að skipuleggja "hjólað í vinnuna" átakið hjá
Háskólanum í Reykjavík í sumar. Þá sá ég greinilega að það sem stoppar
flesta af í hjólreiðum er ekki veðrið heldur ástand hjólaleiða í borginni.
Varðandi þetta kort af hjólastígum þá er erfitt að sjá hvar er best að
byrja, þetta er hálfgerður skáldskapur allt saman. Ég vil samt reyna að
nefna nokkur atriði:
1) Skv. kortinu er hægt að hjóla í Reykjavík frá vesturbæ til austurbæjar,
rétt eins og nýja Hringbrautin hafi verið kláruð, nokkuð sem er alls ekki
raunin. Þetta verður kannski hægt næsta sumar en er ekki staðan í dag. Það
er vafasamur siður að eigna sér verkin fyrr en þau eru unnin.
2) Gangstéttir eru sýndar sem hjólastígar. Það er enginn hjólastígur
meðfram hringbraut frá JL húsinu að Þjóðminjasafninu mér vitanlega, aðeins
gangstétt. Þessi villa er um allt kortið. Ég tel að gangstéttir eigi ekki
að birta sérstaklega á kortinu, þær eru illfærar hjólandi, oft með
umferðarskiltum í miðri "brautinni" og mishæðum sem jeppar létu varla
bjóða sér.
3) Hjólastígur meðfram sæbraut endar í dag hjá húsi Hrafns Gunnlaugssonar.
Frá húsinu og áfram til austurs er hvorki stígur né gangstétt, aðeins
hraðbraut. Þar er samt sýndur hjólastígur, að vísu með púnktum. Ég sé
engin merki um að þar sé að verða til hjólastígur.
Í gær stóð í Morgunblaðinu að til stæði að klára frágang á gönguleið við
Snorrabraut 9.sept. Ég les milli línanna að allt kapp sé þar lagt á að
opna fyrir bílaumferð á Snorrabraut, síðan verði hjólastígarnir ekki
kláraðir í vetur. Ég hef ekki séð neina vinnu við stígana meðfram
Hringbrautinni sl. vikur. Nú er rétti tíminn til að láta heyra hátt í
okkur !
Kveðja, K. H.
Sæl.
Það vantar inn á kortið malarborinn reið-, göngu- og hjólreiðastíg sem
liggur frá enda Reykjavegar (Ásgarði) í Mosfellsbæ (svokölluð Garðarsbraut
sem var einkaframtak), þvert yfir að útfalli Úlfarsár við Hafravatn, áfram
yfir heiðina milli Langavatns og Reynisvatns allt að hesthúsahverfinu
Fjárborg við Suðurlandsveg þar sem þessi stígur tengist svo áfram inn á
þær leiðir sem eru við Rauðhóla og Heiðmörk.
Kveðja.
S.H.
Sæl B.
Mig langar til að koma fram með eina athugasemd við hjóla og göngukort
höfuðborgarsvæðisins:
Stígur 4 sem liggur milli Kópavogs og Arnarness í Garðabæ þar er enginn
stígur alveg frá síðasta húsi í Arnarnesi og yfir brúnna að undirgöngum
Kópavogsmegin ca.200-300 metrar.
Þegar maður fer yfir brúnna er maður alveg út í umferðinni ca.1-2 m frá
umferðinni og er þar mjög illfært(óslétt) og síðan er bara mói með þúfum
og grjóti þar til að maður kemur inná Súlunes í Arnarnesinu.
Ég hjóla milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur alla virka daga og þetta er
verulegur flöskuháls á þeirri leið.
Að öðru leiti sýnist mér sú leið sem ég hjóla vera í lagi.
P.Á
Sæl
Ég er hjólreiðamaður og var bent á hjólreiða- og göngustígakort sem þið
eruð að gera.
Ég hjóla oft á milli heimilis og vinnu úr Fossvogi til Hafnarfjarðar. Það
kemur mér veruleg á óvart að sjá að óslitinn hjólreiðastígut liggur á
milli Kópavogs og Hafnarfjarðar skv. kortinu. Í raunveruleikanum vantar þó
sérstaklega stíg frá Kópvagstúninu (hælinu) og yfir hjá botni Kópavogs og
inn á Arnarnes. Þar er nú á kortinu merktur stígur sem ég hef ekki orðið
var við. Ananrs er ótækt að beina hjólreiðamönnum inn á ýmsar krókaleiðir
í stað þess að leggja stíga stystu leiðir meðfram umferðaæðunum. Með
litlum tilkostnaði mætti t.d. leggja bundið slitlag út á axlir
Hafnarfjarðarvegs sem myndi auka öryggi hjóreiðamanna til muna. Þesar
axlir eru nú holóttar og hættulegar og þurfum við hjólreiðamenn því að
hjóla á malbikinu, þétt upp við bílaumferðina.
Vona að ykkur gangi svo vel með kortið og sýnið raunverulega stöðu mála á
því en ef þetta er framtíðarkort fagna ég að stígur eigi loks að koma á
milli Kópavogs og Hafnarfjarðar.
Kveðja
S.E.
Á stíg no.2 er kaflinn framhjá
Laugarnestanganum merktur sem malarstígur, það er ekki rétt, þar er enginn
stígur og maður hjólar í kanti Sæbrautarinnar á móti umferðinni til að
komast fyrir tangann, stórhættulegur kafli sem ég hef oft furðað mig á því
trukkarnir eru ansi ógnandi þegar maður mætir þeim.
kv.S
Sæl öll
Þetta er algerlega nausynlegt framtak.
Tengingin úr Garðabæ yfir í Kópavog hefur verið sérstakt áhugamál hjá mér.
Samkvæmt kortinu er sem þarna sé beinn og breiður stígur en þeir sem hafa
hjólað þessa leið vita betur.
Kortið sýnir tengingu úr Súlunesi á Arnarnesi yfir á Hafnafjarðarveg og
svo um undirgöng til vesturs norðan Kópavogslækjar. Þarna er í raun engin
stígur og engin tenging þ.e. frá Súlunesi yfir í Kópavog. Því legg ég til
að gula línan (aðalvegur/main path) verði feld út á þessum kafla.
Kveðja, V.S.,
sjúkraþjálfari, Gáska-sjúkraþjálfun
Hjólreiða stígurinn sem merktur er sem
aðalstígur og á að tengja vogahverfi (gengur út frá langholtsvegi) og
miklubraut er lokaður og er búinn að vera það í marga mánuði vegna
framkvæmda. Ég kíkti þar framhjá í dag og virðist hann ekkert vera að
opnast í bráð. Var brotinn upp og er ekki til staðar í dag.
Stígurinn sem merktur er sem tengistígur á milli
hringbrautar/snorrabrautar og hótel Loftleiðasvæðisins er ekki fær
hjólreiðafólki eins og er vegna framkvæmda og hefur mér fundist mjög
erfitt að sjá hvernig ég á að hjóla þarna í gegn í framtíðinni á leið frá
Borgarspítala að Landspítala.
Stígurinn sem tengir Elliðárdal við fossvogsdal er að hluta til
malarstígur. Og Stígurinn sem tengir Geirsnef við göngin undir sæbrautina
í Elliðárdalnum er malarstígur og ekki greiðfær, það eru tröppur á honum
og brött renna þar við hliðina á sem ég hef ekki lagt í að hjóla niður.
Brúin yfir elliðárnar (stíflan) er með tröppum á og örmjóum rennum fyrir
hjólin. Erfitt að fara þar yfir á hjóli sérstaklega á veturna.
Með kveðju D.H.
Þið voruð að biðja um ábendingar um
stígakort sem þið ætlið að gefa út. Mig langar til að benda á nokkur
atriði.
1. Það er ekki kominn neinn stígur á milli Arnarnes og Kópavogs. Það er
alvarlegt að gefa í skin að hann sé kominn þannig að fólk leggi sig ekki í
hættu við að fara þessa leið.
2. Hornið á Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi er alveg ófrágengið og núna er
verið að moka allt í sundur þannig að það er ekki víst hvenær og hvort að
þessi gatnamót komist í almennilegt horf. Þarna eru 3. aðilar sem þurfa að
vinna saman með frágang, Kópavogsbær, Garðabær og Vegagerðin.
3. Þar sem stígur nr. 8 kemur úr Garðabæ að Fjarðarhrauni er ekki tenging
og langt er í næsta stíg þannig að það þarf að hjóla eftir götunni niður
að Hafnarfjarðarvegi eða upp að Fjarðakaupum. Þessi ótenging er búin að
vera svona í allavega 5. ár þannig að það þarf að merkja þennan stíg að
hann sé varasamur því að hann endar í ekki neinu.
4. Það er verið að vinna við stíg sem byrjar við endann á Álfheimum og
liggur í gegnum Skeifuna og endar við göngubrúna sem er við Hagkaup og
liggur yfir Miklubraut. Það gæti verið ágætis stígur ef það væri ekki svo
mikið klúður með tenginguna upp á brúna. Það eru gerðar tröppur þar upp í
staðin fyrir að hafa halla uppá göngustíginn sem liggur meðfram Miklubraut
og þá væri hægt að fara upp á brúna þar.
5. Það er fínn frágangur á stígnum sem liggur meðfram Miklubraut við
Faxafen 8-10. Það er góður rampur þar niður að bílaplaninu en svo er oft
ekki hægt að notfæra sér þann stað því að það er alltaf lagt bílum við
enda rampsins þannig að það er stórvarsamt að komast þar niður. Lausnin
væri að blokkera eitt bílastæðið þannig að betra væri að komast niður.
6. Sama á við gangbraut yfir Suðurlandsbraut við Reykjaveg. Þegar að farið
er yfir Suðurlandsbrautina í áttina að Fálkahúsinu er ekki hægt að nálgast
húsið því að það eru lagðir bílar við gangbrautina þannig að ekki er hægt
að komast af henni. Þarna vantar upphækkun þannig að hægt sé að komast að
húsunum án þess að bílum sé lagt fyrir.
7. Það er ekki merktur stígur sem liggur á milli blokkanna í Álfheimum og
Laugardalsins. Hann byrjar við Gnoðarvoginn næst Glæsibæ og endar við
Langholtsskóla.
8. Það er ekki merktur stígur sem liggur frá Álfheimum niður í gegnum
Efstasund, Skipasund og endar á stíg nr.2. Þessi stígur hét einhven tíman
Brákarsund.
K. H.
Góðan daginn
G.E. heiti ég, meðlimur í ÍFHK og langhlaupari, og telst því líklega
stórnotandi á stígakerfi höfuðborgarinnar.
Mig langar að gera tvær athugasemdir við fyrirhugað kort af
höfuðborgarsvæðinu.
Ég mundi eflaust geta gert fleiri ef ég mundi liggjast yfir þetta lengur,
en þetta eru þær mikilvægustu held ég.
Í fyrsta lagi, þá finnst mér mjög slæmt að enginn greinarmunur er gerður á
sérstökum göngu/hljólastígum annars vegar, og gangstéttum meðfram götum
hins vegar.
Þetta er algert grundvallaratriði, t.d. þegar er farið út að hlaupa, þá
vill maður miklu frekar halda sig á sérstaklega afmörkuðum stígum. Eins er
þetta mikilvægt fyrir þá sem eru með kerru aftan í hjólinu (eins og ég
geri nokkuð oft), gangstéttir eru mjög leiðinlegar í því samhengi. Með því
að koma þessum mun skýrt á framfæri, mundi nýtileiki þessa korts
stóraukast að mínu mati.
Hin athugasemdin er við að skuli vera merktur inn malarstígur frá
Holtagörðum að Kirkjusandi meðfram Sæbraut. Ég veit ekki alveg um hvaða
stíg/leið er þarna að ræða.
Persónulega tel ég fráleitt að gefa í skyn að þarna sé leið sem sé hentug
fyrir gangandi svo sé ekki talað um hjólandi vegfarendur. Ef ég er að
hjóla/hlaupa á milli þessara tveggja punkta þá fer ég mun frekar um a)
Laugardalinn eða b) um iðnaðarhverfið fyrir neðan Sæbrautina. Eina
undantekningin á því er í Reykjavíkurmaraþoni þegar Sæbrautinni er lokað
fyrir bílaumferð...
Með von um að athugasemdir þessar verði teknar til greina.
Kveðja
G. S. E.
Góðan daginn
Ég er "innikróaður" Garðbæingur sem finnst gaman að hjóla !
Hér eru mínar athugasemdir við kortið:
1.
Tengistígur milli leiðar 15 og 17 er illfær þar sem að engin gangbraut né
undirgöng eru við hringtorgið uppi á Nónhæðinni og vantar uppá stíga
meðfram götunni niður að Smáralindinni. Ég fer þessa leið daglega til og
frá vinnu og þarna eru gangandi og hjólandi vegfarendur æfinlega í
einhverju "limbói út á götu" ef svo má að orði komast.
2.
Stígur 8 milli Kópavogs og Garðabæjar tengist bara alls ekki. Ef komið er
frá Garðabæ þá kemur maður af stíg og svo yfir veginn (mikil umferð) á
gangbraut eftir gangbrautina er "ekkert", bara malarkanturinn á veginum.
Síðan tekur við fínn stígur Kópavogsmeginn. Þarna eru reyndar einhverjar
framkvæmdir í dag og gæti verið að taka á þessu í leiðinni.
3.
Stígur 4 milli Kópavogs og Garðabæjar er illfær. Þegar maður er kominn í
gegnum Arnarneshverfið þá tekur við kafli sem er bara gatan með þeim
gríðarlega umferðarþunga sem þar er.
4.
Þá vantar algjörlega tengingu milli Garðabæjar og Linda og Salahverfisins.
Þar sem leið 16 og 17 mætast eru undirgöng undir Reykjanesbraut og austan
Reykjanesbrautarinnar frá þessum undirgöngum og að hesthúsahverfinu er
stígur, en hann endar líka bara þar.
Eftir að hafa hjólað í hálfann mánuð í sumar vítt og breytt um Holland með
alla fjölskylduna (tvenn hjón með 5 börn) þá veigrar maður sér við þessum
leiðum sem eru víða í boði hér. Að minnsta kosti eru fár leiðir hér um
bæinn og þá sérstaklega á milli bæja sem maður myndi treysta börnunum
einum. Þessar leiðir í kringum mig liggja allar yfir eða um miklar
umferðagötur.
Takk fyrir að fá möguleika á að koma með athugasemdir við kortið.
með vinsemd.
SG
|