Gagnasafn með og á móti lögleiðingu
reiðhjólahjálma Á haustmánuðum 2004 lögðu Samtök tryggingafélag fram tillögu þess efnis í Umferðarráði að lögleiða reiðhjólahjálma á alla aldurshópa. Var það byggt á gögnum um fjölda slasaðra barna sem nú þegar eiga að bera hjálma samkvæmt lögum upp að 15 ára aldri. Af því tilefni var ákveðið að safna öllum rökum með og á móti hér á einum stað svo allir geti kynnt sér efnið með auðveldum hætti. Er það gert vegna þess að rökin með hjálmaskyldu eru ekki eins augljós og halda mætti í fyrstu. Því miður þá mæltu allir nema tveir fulltrúar Umferðarráðs með tillögu tryggingafélagana. Liklega án þess að hafa kynnt sér gögn Landssamtaka hjólreiðamanna, enda báru flestir fyrir sig persónuleg rök fremur en fagleg. Landssamtökin líta svo á að hér sé um að ræða aðför gegn hjólreiðum á Íslandi. Byggist það á sömu rökum sem bæði Danir og Hollendingar hafa stuðst við, að hjálmaskylda fækki þeim sem ástunda heilsusamlegar og vistvænar samgöngur. Kostnaður samfélagsins og heilsutjón almennings verður því meiri en það heilsutjón sem höfuðmeisli hjálmlausra hjólreiðamanna valda. Fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna hefur Morten Lange lagt á sig mikla vinnu til að kynna sér rökin með og á móti. Það fór því svo að á Velo-City ráðstefnuni í Dublin var hann fengin í starfshóp á vegum ECF sem fjallar um hjálma og hjálmaskyldu hjólreiðamanna. Hér má sjá gagnasafn Mortens Lange sem hann notaði á fundum umferðarráðs og samgönguráðuneytis. Í málflutningi flestra fulltrúa Umferðarráðs benti allt til þess að menn hefðu ekki kynnt sér gögn Mortens Lange því flestir virtust vera búnir að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Sjá lika blogg Mortens Lange 2. maí 2005 sendi Magnús Bergsson tölvupóst með minnispuntum og spurningum til Umferðarráðs. Spurningunum var ekki svarað. Sjáið MBL brein frá því 12. september 2006. "Ökumenn taka minna tillit til hjólreiðamanna með hjálm" Eftir að Motren Lange sást bregða fyrir hjálmlaus í sjónvarpi 21. sepember 2006 þá kom upp umræða á korki HFR og vefspjalli ÍFHK |