Dagbók Mortens og
Heimis
Dagur 1
Fyrsti dagurinn á
Velo-City er senn á enda. Þáttakendalistinn inniheldur yfir 430 nöfn og þá
eru þeir sem voru að skrá sig siðustu dagana fyrir ráðstefnuna ekki
meðtaldir. Hér eru þáttakendur og fyrirlesarar frá 40 löndum, þar á meðal
frá Norður og Suður Ameríku, frá Afriku og Astralíu, en meginþorrinn er
frá Evrópu. Ég hef ekki tekið eftir honum, og hann mundi örugglega ekki
láta lítið fara fyrir sér, en hann er skráður á þattakendalistanum. Hver ?
"EU Commisioner for Transport". Hér eru fræðimenn, pólitikusar,
embættismenn sem sjá um umferðarmál og að sjálfsögðu fulltrúar
hjólreiðafélagana.
Það sem sennilega ber hæst frá þessum degi, er fyrirlestur fyrrverandi
borgarstjóra Bogota í Kolombíu. Hann sagði að þar sem bara litill
minnihluti hafa efni á bíl, og ganga og hjólreiðar eru eini raunhæfi
kosturinn, er mannréttindimál að létta undir samgöngum hjólandi og
gangandi frekar en að nánast einblína á bílaumferð. Það hefði verið venjan
þangað til Enrique Penalosa tók til hendinni. Hann syndi fjöldan allan af
myndum frá þróunarlöndum þar sem hjólandi og gangandi eru í stórum
meirihluta en gatnagerðin tekur ekki mið af því. Þar sem bilstjórar ekki
taka tilhlýðlegt tillit og keyra of hratt drepst fjöldi fólks. Í Bogota
náði hann í gegn að byggja öruggari leiðir fyrir hjólandi og gangandi,
sérstaklega í fátækrahverfum, gömlum sem nýjum. Bílarnir voru sum staðar
áfram í drullunni. Gangstéttir eru ættingjar almenningsgarða fremur en
þeir eru ættingjar akbrauta. Á gangstéttum hittist fólk, talar saman,
kyssist. Þetta sögðu yfirvöld í Bogota til að ústkýra af hverju ekki mætti
leggja á gangstéttum.
Við náum ekki að segja frá miklu meira í þetta skipti. en nefnum að Skotar
hafa gert áhugaverða hluti, og virðist hafa náð opinbera geiranum með sér
að mjög miklu leyti. Mayer Hilman hefur tekið þátt í og haft áhrif á
umræður um hjólréiðar í marga áratugi. Honum finnst mikilvægasta málið
varðandi hjólreiðar vera að bráðum verða ráðamenn, samkvæmt Hillmann, að
setja á kvóta á koltvísýringsútblástur fyrir einstaklinga. Þegar kvótar
verða raunin, er margt annað í umræðunni um réttlæti og öryggi fyrir
hjólreiðamenn sem mun leysast af sjálfri sér.
Við heyrðum umræður um samstarf á milli bílaklúbba og hjólreiðamanna, um
leiðir til að skilja hvað þarf til að efla hjólreiðar rætt frá mörgum
hliðum.
Dagur 2
Á öðrum degi ráðstefnunnar var opnað með sameiginlegt prógramm. Þannig er
það reyndar alla fjóra raðstefnudagana. Eftir það eru fleiri þemu tekið
fyrir á sama tíma í mísmunandi herbergi, gjarnan sex eða sjö samtals. Í
hvert þema eru
tveir til þrir framsögumenn, og oft er mikið rætt og spurt eftir að
erindin hafa verið borin fram.
Heyrðum m.a. af góðum árangri Belga með að ná í gegn að fá að hjóla á móti
umferð í einstefnugötum. HJólaumferða jukust um 25% og alvarleg óhöppum
fækkuðu.
Italin Giorgio notaði umferðarmódelið Tripps á hjólreiðaumferða og fek
fram samsvðrun með raun-umferð. Aðalmálin voru þægindi, öryggistilfining
og synileiki sem leiði til bætts umferðarhraða hjólreiðamanna.
Það er búið að vera
litill tíma til þess að "skrifa heim", og erfitt að geta unnið þegar maður
er ekki á einkaherbergi. Það virðist ekki vera til ókeypis "hotspot" hér
ólíkt Reykjavík.
Ég spurði í "plenary session" eftir framsögu Framcesca Rapilolli frá WHO,
af hverju þeir ekki hefðu sagt frá því að það sé sterkt sjónarmið á móti
hjálmalögum byggt á vísindagögnum og fékk svo sem ágætis svar og spjall
við hana og fleiri eftir þessu.
Verð á þjóta í kvöldmat með hópnum.
p.s. Gátum ekki sent viðhengi.
Dagur 3
Næ ekki að skrifa svo mikið. Ein "niðurstaðan" var sú að "við þurfum að
vinna í hóp með öðrum" - "The meanstreamimg of cycling". Tengd þessu er
hugtakið "Complete streets" sem hefur verið tekið upp í USA. Til dæmis sjá
foreldrar þörf fyrir lækkuð hámarkshraða vegna ferða barna til skóla.
Þetta gagnist svo líka hjólreiðamönnum. Önnur niðurstaða var að við þurfum
að gera hjólreiðar meira "sexy". Þess vegna var dansað í nokkra
klukkustundir um kvöldið við tónlist U2, spilað af fjandi góðum
erfirhermurum (á alvöru hljóðfærum) sem kölluðu sig "Rattle and Hum"
Fólk frá Euro-Velo netinu og frá ECF, DCF og SLF, Írar, Bretar,
suðurafríkumaður og margir fleiri hafa fengið okkar kort og við þeirra og
sumir er ég viss um við munum halda samband við. Euro-Velo og ECF fólkið
vilja mjög, mjög gjarnan fá okkur með.
Meira um innihaldið seinna.
Dagur 4
Nú er ráðstefnan búinn, en ég ætla að hitta fólk á eftir í mat. . Það er
flest frekar ungt fólk sem sem er tengt hjólreiðasamtökum. Hópur Itala
bjóða.
Commisioner for transport og næst hæstráðandi í "The EU Commision" mætti í
dag. Var á staðnum frá uþb 10:20 - 10:40 og talaði mjög jákvætt um
hjólreiðar og að það þurfi að minnka bílaumferðar og auka hjólreiðar í
ESB. Hann sagðist vera með áætlanir á tröppunum og hlutir í gangi í þessa
veru.
Við Heimir höfum verið beðnir sérstaklega um að vera í hópi European
Cyclists Federation um hjálmaskyldu. Vonandi kemur það ekki of seint.
Komst að því í morgun að í UK fá menn skattaafslátt fyrir að kaupa sér
hjól í gegnum vinnuna, gefið að það ætli sér að hjóla í vinnuna. Mér skist
að þeir sem þegar hjóla fá eitthvað líka, en ég þarf að gá að því.
Heimir fer áfram til ráðstefnunar um liggihjól. Ég mun hjóla 15km til Dun
Laoghri eða eitthvað álíka á morgun (Mögulega noti ég "light rail"), og
fara með ferju til Holyhead í Wales. Lestin tekur mig til Lundunda þaðan
sem ég flyg um kl 12 á sunnudag.
Konan frá WHO sem ég talaði við heitir "Francesca RACIOPPI" - mín mistök.
Vel gekk að hjóla í London, nema að svolítið erfitt var að átta sér og að
venjast að vera vinstrameginn. Það er sama sagan hér. Maður verður að vera
úti á götu og helst í strætóreinunum. Hraðinn er ikke mikill, og menn
virðast almennt taka tillit. En maður verður að vita hvað maður vill og
syna það, það er kallað assertive riding, og var staðfest af manni sem
hefði rannsakað slystölur í hringtorgum í Austurríki, sem ég heyrði í í
gær . Þar á maður helst að vera á miðju akbrautar.
Ég er mjög feginn að haf tekið með hjól sem ég ekki þarf að vera stresaður
yfir. Fann það hjá Sorpu.
Kveðja,
Morten
Morten Lange og Heimir
Viðarsson
|