Morgunblaðið. Mánudaginn 8. nóvember, 2004
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, flutti í annað sinn
þingsályktunartillögu um stofnbrautarkerfi fyrir hjólreiðar á Alþingi, þar
sem tekið var fram að stofnuð yrði nefnd sem tæki þennan möguleika til
skoðunar. "Hlutverk nefndarinnar verði að undirbúa áætlun og
lagabreytingar sem geri ráð fyrir hjólreiðum sem viðurkenndum og
fullgildum kosti í samgöngumálum. Hjólreiðabrautir verði sérstaklega
skilgreindar og þeim fundinn staður í vegalögum auk þess sem kveðið verði
á um ábyrgð eða þátttöku ríkisvaldsins í gerð þeirra. Þannig verði komið
upp sérstöku stofnbrautarkerfi fyrir hjólreiðar sem ríkisvaldið sjái um
eða taki þátt í að kosta í samstarfi við sveitarfélögin," segir í
tillögunni en að henni standa fulltrúar allra flokka. Sjá umræðu á alþingi 2. nóvember 2004 Sjá blaðagrein/svar Kolbrúnar í
MBL 12. nóvember 2004 |