Stjórnarfundur 5 april 2004  að Kaffi Milano

 

Mættir voru:

Sigurður Grétarsson, Magnús Bergsson, Morten Lange, Elvar Örn Reynisson, Auður Ýr Sveinsdóttir og Árni Gunnar Reynisson.

1. Byrjað var á að ræða um vandamál tengd umferðastýrðum götuljós sem skynja ekki hjólreiðamann. Eins og staðan er í dag eru til þrír kostir  þegar komið er slíkum ljósum. A. Að bíða eftir næsta bíl til að ræsa ljós. B. Að fara upp á gangstétt og ýta á gangbrautar takka C. Að fara á endanum yfir á rauðu ljósi þar sem ljósin meðtaka okkur ekki sem umferð. Magnús Bergsson ætlar að skrifa bréf en hann er búinn að kynna sér aðeins málið.

2. Skilgreina þarf merkingar á útivistarstígum og þar með hægri umferð. Elvar ætlar að skrifa bréf þar sem þakkað er fyrir snjóruðning í vetur og að skrifa blaðagrein um vandamál sem er að skapast á vinsælum útivistarstígum.

3. Umræður voru um að funda með þyrfti með RUT. Reykjavíkurborg, Umhverfis og tæknisvið en undirbúa þyrfti þau málefni vel.

4. Rætt var um Alþjóðlega heilsudag sem verður 7. apríl þar sem lagt verður áherslu á  umferðaröryggi, Auður ætlar að ræða við forvarnafulltrúa hjá tryggingafélögum.

5. Árni ætlar að uppfæra bréf sem hann skrifaði í janúar um óviðunnandi ástand stíg í borginni.

6. Rætt var um “hjólað í vinnuna” sem haldið verður tvær síðustu vikurnar í maí.

7. Búið er að fá bás fyrir hjólreiðafélöginn á sýningu sem haldin verður í Smáralind 23 - 25 apríl og þarfa manna básinn þegar þar að kemur.

 

            Næsti fundur verður 3 maí á Kaffi Milano.

 


Stjórnarfundur 14.mars 2004 að Brekkustíg 2.

Mættir voru:

Sigurður Grétarsson, Brynjólfur Magnússon, , Magnús Bergsson, Morten Lange, Elvar Örn Reynisson, Auður Ýr Sveinsdóttir og Árni Gunnar Reynisson.

1. Byrjað var á því stjórnin skipti með sér verkum:

Varaformaður – Auður Ýr Sveinsdóttir

Gjaldkeri – Morten Lange

Ritari – Árni Gunnar Reynisson

2. Sundabraut var rædd en hún hefur verið í umræðunni síðustu daga, en gert er ráð fyrir hjólabraut í  skipulag hennar í dag ef ekki verður farið í jarðgöng. Fylgjast þarf með málinu.

3. Magnús Bergsson sagði frá því að hjólabraut í vegalög sé nú í biðstöðu en uppfræða þarf þingmenn um málið svo það fái góða afgreiðslu þegar að því kemur en mikil misskilningur virðist vera um hjólabraut  og útivistarstíga hinsvegar meðal þingmanna. Magnús Bergsson lagði til að stjórnarmenn myndu reyna að hitta þingmenn.

Einnig var umræða um að deila mætti hjólabrautum með léttum bifhjólum og hvernig þær væru útfærðar erlendis.

4. Umræður voru um erlendar skýrslur um arðsemi hjólreiðar fyrir þjóðfélagið sem felst í heilbrigðari þegnum.

5. Umræða var um bílstæðavandmál hjá fyrirtækjum og að fyrirtæki ættu að hvetja starfsmenn til að nota aðra faramáta eins og að hjóla eða taka strætó.

Næsti fundur verður 5 apríl á Kaffi Milano.

 


 

Ársþing Landssamtaka hjólreiðamanna 28.2.2004 að Brekkustíg 2, húsi ÍFHK, klukkan 16.00


Fundurinn hófst á því að skipaður var þingforseti Árni Gunnar Reynisson og þingritari Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir. Eftir að viðstaddir höfðu kynnt sig hófust hefðbundin störf ársþings.


Ársskýrsla stjórnar
Sigurður Grétarsson fráfarandi formaður LHM kynnti ársskýrslu stjórnar. Þar var komið inn á helstu þætti líðandi starfsárs. Fundarmenn komu með athugasemdir og leiðréttingar sem Morten Lange tók saman. Skýrslan var var samþykkt með þeim athugasemdum og leiðréttingum sem fram komu. Leiðrétt og samþykkt útgáfa ársskýrslu stjórnar verður birt á netinu ásamt þessari fundargerð.


Endurskoðaðir reikningar
Brynjólfur Magnússon fráfarandi gjaldkeri stjórnar tilkynnti fundarmönnum að endurskoðaðir reikningar lægju ekki fyrir. Hann upplýsti að lítil hreyfing hefði verið á síðasta starfsári og því lítil breyting frá síðasta ári. Félagsgjöld frá HFR og ÍFHK hefðu ekki borist. Fundarmenn gerðu athugasemd við að starfsárið hefði ekki verið gert upp engu að síður og óskuðu eftir því að fjárhagsyfirlit síðasta árs yrði birt á netinu með ársskýrslu og þessari fundargerð.


Fræðsluerindi
Magnús Bergsson kynnti þingsályktunartillögu um hjólreiðabrautir fyrir fundarmönnum. Hann upplýsti um aðdraganda þess að málið er komið á þetta stig og hvað væntanlega myndi gerast í framhaldinu. Í kjölfarið spunnust umræður um stíga og hjólreiðabrautir. Meðal annars var bent á nauðsyn þess að merkja botnlangagötur sem hjólreiðamenn/gangand komast áfram í gegnum. Einnig var saga LHM og tilurð rakin í kjölfar fyrirspurnar um stöðu LHM innan ÍSÍ.


Tillögur frá ársþingi LHM
Fundarmenn samþykktu að fela nýrri stjórn að senda þingmönnum áskorun um að samþykkja tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur um hjólreiðabrautir.


Fjárhagsáætlun næsta árs
Ekki hefur verið unnin fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Ekki er reiknað með miklum útgjöldum en þau eru oftast ófyrirséð eins og ráðstefnugjöld. Komandi stjórn mun reyna að efla fjárhagsstöðu LHM með því að linnheimta félagsgjöld frá HFR og ÍFHK.


Lagabreytingar
Ein lagabreytingartillaga við grein 2 lá fyrir frá fráfarandi stjórn. Tillagan var samþykkt af fundarmönnum.
Grein 2 hljómaði svona fyrir breytinguna:
“LHM eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi. Haldnir eru fundir reglulega með formönnum aðildarfélaganna. Aðilar að LHM eru félög eða hópar sem ársþing LHM eða aukaársþing hefur samþykkt með meirihluta atkvæða. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM.”
Eftir breytinguna hljóma lögin svona:
“LHM eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi. Haldnir eru fundir reglulega með formönnum aðildarfélaganna. Aðilar að LHM eru félög eða hópar sem ársþing LHM eða aukaársþing hefur samþykkt með meirihluta atkvæða. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Aðildarféllög greilða 5% greiddra félagsgjalda til LHM.”


Stjórnarkostning
 a) Sigurður M. Grétarsson gaf áfram kost á sér sem formaður og var það samþykkt samhljóða.
 b) Guðný María Hreiðarsson og Brynjólur Magnússon gáfu ekki kost á sér áframhaldandi sem meðstjórnendur. Það gerðu aftur á móti Morten Lange og Magnús Bergsson. Að auki gaf Árni Gunnar Reynisson (sem var varamaður á síðasta tímabili) kost á sér. Fleiri gáfu ekki kost á sér en þessir þrír aðilar voru samþykktir af fundinum og var stjórninni veitt leyfi til að fá fjórða meðstjórnanda til liðs við sig ef hann fynndist.
Brynjólfur Magnússon, Guðný María Hreiðarsdóttir og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir gáfu kost á sér sem varamenn og var það samþykkt.
 c) Stungið var upp á að Björn Finnsson væri áfram endurskoðandi félagsins og var það samþykkt að honum fjarstöddum og forspurðum.
 d) Eina starfsnefnd LHM er aðgerðarhópur LHM en sá hópur hefur samt ekki virkað sem skyldi. Honum verður líklega bara breytt í póstlista. Ef þingsályktunartillaga um hjólreiðabrautir verður samþykkt verður aftur á móti til starfshópur vegna hennar. Það hefur verið samþykkt af aðildarfélögum LHM að Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Magnús Bergsson verði fulltrúar hjólreiðamanna þar.


Almennar umræður
Nokkrar umræður fóru fram að lokum um stöðu hjólreiðamanna á Íslandi þar var vísað til ýmissa framkvæmda að undanförnu eins og mislægra gatnamóta við Stekkjarbakka og breytinga á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Bent var á hversu mikilvægt það er fyrir málstað hjólreiðamanna að vera sýnileg í umferðinni. Einnig var nokkuð rætt um HFR meðal annars um þáttöku stúlkna í keppnishjólreiðum.
Ársþingi slitið
Sigurður M. Grétarsson nýkjörinn formaður sleit þingi um klukkan 18.


Á meðan á fundi stóð var látinn ganga listi sem fundarmenn rituðu nöfn sín á. Eftirfarandi voru mættir:


Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
Guðný María Hreiðarsdóttir
Brynjólfur Magnússon
Ingi Þór Einarsson
Sturla Þór Jónsson
Kári Brynjólfsson
Morten Lange
Árni Gunnar Reynisson
Magnús Bergsson
Siguður M. Grétarsson
 


Stjórnarfundur 22. febrúar að Brekkustíg 2.


Mættir:
Brynjólfur Magnússon, Morten Lange, Sigurður Grétarssson, Árni Gunnar Reynisson, Guðný María Hreiðarsdóttir.


1. Farið yfir efni síðasta fundar.

2. Rætt um dagskrá og þá ársskýrslu stjórnar.
Tillögur um þingforseta; Arnþór Helgason, Óskar Dýrmundur
Tillögur um þingritara; ? GM er til ef enginn annar fæst
Árskýrslan er byggð á fundargerðum og bréfum.
Endurskoðaðir reikningar, ath kostnaðarliði.
Fræðsluerindi – umræður, Stígar í vegalög till.að Magnús Bergs flytji
Tillögur – Áskorun til þingmanna – ath hvað Kolbrún leggur til.
Fjárhagsáætlun – skuldir auglýsingar, veitingar, sjóðbók, ráðstefnur

3. Auglýsing í blöðin á fimmtudag og á vefinn.

4. Sagt frá fundi með Þingvallanefnd. Morten, siggi og Maggi mættu. Hugstormun – Alta hélt utan um fundinn. Vandamá l- draumur – lausn. Skoðað kort og svæðið umhverfis þjónustumiðstöðina. Fleiri hópar á fundinum Eftir að vinna úr niðurstöðum.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið,
Guðný María Hreiðarsdóttir ritari.
 


Stjórnarfundur 24.janúar 2004
að Brekkustíg 2.


Mættir:
Brynjólfur Magnússon, Morten Lange, Sigurður Grétarssson, Magnús Bergsson, Árni Gunnar Reynisson, Guðný María Hreiðarsdóttir.

1. Farið yfir efni síðasta fundar.

2. Farið yfir lög samtakanna. Tillaga um félagsgjöldin. Bæta vlð 2. grein “Aðildafélög greiða 5% greiddra félagsgjalda til LHM.”

3. Rætt um hvað hefði verið unnið að.

Brynjólfur lagði áherlu á að það að fá hjólabrautir í vegalög er líka til að efla hjólreiðar sem kenppnisíþrótt. Annars höfum við mest unnið að samgöngumálum.

4. Rætt um hverjir nýjir geti hugsanlega komið inn í stjórn og hverjir verða áfram. Kjörnefnd.
Brynjólfur – hugsanlega áfram
Magnús - ef efnilegt fólk þá draga sig í hlé
Sigurður – tilbúinn að vera áfram
Guðný María – tilbúin að vera varamaður
Morten – áfram
Árni - áfram

5. Auglýsing í Fréttablaðið, DV, MBL og á heimasíðu og póstlistann 2-3 dögum fyrir fund. Lögin verða að koma fram. Auglýsing: Ársþing Landsamtaka Hjólreiðamanna verður haldið laugardaginn 28.febrúar kl 16 að Brekkustíg 2 klúbbhusi ÍFHK. Venjuleg aðalfundarstörf – léttar veitingar. Setja á vefinn: Dagskrá liðir 1-10 og tillögur að lagabreytingum þurfa að berast 2 vikum fyrir ársþing. Allir sem vilja veg hjólreiða sem mestan eru hvattir til að mæta. Mætum öll með létta lund í léttar veitingar.

6. Veitingar: Kók, kaffi, kleinur, bjór, salthnetur, salat á kex.

7. Árni las upp bréf á fundinum sem verður sent til Vegagerðar, Gatnamálastjóra, RUT.

8. Sigurður fékk bréf frá Þingvallanefnd um skipulagningu þjóðgarðsins. Halda fund á þriðjudag með hagsmunasamtökum. Tillögur; merkingar, merktar hjolaleiðir með km og hæstu og lægstu punktum, öryggi hjólr.manna, aðstaða svo sem hjólaskýli. Fundurinn verður í Þjóðmennigarhúsinu þriðjud kl. 13-16.

9. Næsti fundur 22.2.2004

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið.
Guðný María Hreiðarsdóttir
 


Stjórnarfundur 18.janúar 2004

að Brekkustíg 2.

Mættir:

Brynjólfur Magnússon, Morten Lange, Sigurður Grétarssson, Magnús Bergsson, Árni Gunnar Reynisson, Guðný María Hreiðarsdóttir.

1.     Farið yfir efni síðasta fundar.

2.     Póstlisti. Rætt um póstlista, hvort við eigum að hafa sér póstlista eða ekki. Pétur Halldórsson hafði sýnt áhuga á að fylgjast með okkur og var rætt hvort hann ætti að vera á lista þar sem stjórnin og formenn félaga senda bréf sín á milli. Ákveðið að takmarka það en endilega hafa mann eins og hann inn í málum.

3.     Hjólabraut meðfram Vesturlandsvegi.  Magnús lagði fram bréf frá samgöngunefnd undirritað af Ólafi Bjarnasyni forstöðumanni Umhverfis-og tæknisviðs, dags. 2.des.  Þar kemur fram að borgin hafi ekki áætlað stíga meðfram Vesturlandsveginum og vísar í stíga í Fossvogi og meðfram ströndinni. Jafnframt er tekið fram að stefnumótun í samgöngumálum sé framundan og þá verði sjónarmið hjólreiðamanna tekin til skoðunar. Á fundinum kom fram hversu mikilvægt það er að við komum að þeirri vinnu og ætla Magnús og Sigurður að tala við Ólaf, svara bréfinu og óska eftir fundi. Einnig var rætt um hvernig við getum nýtt okkur stefnu Staðard.21 og fengið stuðning þaðan. Magnús ætlar að tala við Óskar til að fá upplýsingar um hver er í forsvari í Reykjavík. [Ritari hefur kannað það; Hjalti J. Guðmundsson hjg@rvk.is er framkv.stjóri Staðard.21 í Reykjav. og Jóhanna Magnúsdóttir er verkefnisstjóri í Breiðholti johanna.magnusdottir@rvk.is (var áður í Mosf.bæ)]

4.     Strætó BS. Umræður um samstarf við Strætó og þá Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóra. Hugmyndir um geymsluskápa má selja til fyrirtækja sem framleiða þá. Sæplast, Stálsmiðjan, Iðnskólinn – hönnunarbraut.

5.     Miklubrautarmál. Ólafur Stefánsson fulltrúi gatnamálastjóra hafði sagt á fundi að tekið yrði af köntum á gatnamótunum. Rætt um mokstur og hvernig hafi gengið að ryðja þarna. Annars verið vel rutt í bænum núna, hrós fyrir það. Sum staðar er reyndar eins og þvottabretti og voru vangaveltur hvort saltdreifing valdi því. Sigurður formaður ætlar að skrifa bréf vegna þessa.

6.     Stekkjabakkamál. Fyrst var talað um að stígum yrði lokið um mán.m. okt/nóv. síðan sagði eftirlitsmaður að þetta yrði búið um miðjan nóv. Sagði að ílögn þyrfti að síga og við yrðum að sætta okkur við malarveg á meðan. Ekki er hægt að malbika strax. Kópavogsbær blés af sinn hluta af stíg. Sigurður formaður kom með hugmynd um grein í blað um málið, t.d. í Kópavogur sem er blað Samfylkingar í Kóp. og/eða Fréttablaðið.

7.     Færsla Hringbrautar. Komum of seint að breytingum þar t.a. koma með athugasemdir. Skoða útboðsgögn. Ákveðið að skrifa bréf þar sem vitnað er í framvindu Stekkjarbakkamáls og áhersla lögð á að það endurtaki sig ekki. Árni skrifar.

8.     Reykjanesbrautarmál. Hægfara umferð – hvar á hún að vera? Bíða með skrif en endilega vera tilbúinn með efni. Ekki búið að taka ákvörðun um að banna hjólreiðar. Fylgjast með málinu.

9.     Þingsályktunartillaga um hjólabrautir í vegalög. Verður lagt fyrir þing fljótlega eftir að þing kemur saman samkvæmt upplýsingum frá Kolbrúnu Halldórsdóttur. Flutningsmenn eru allir í umhverfisnefnd en samgöngunefnd mun fjalla um tillöguna. Tillagan er um að hjólabrautir verði settar í vegalög og skipuð verði nefnd sem útfærir hvernig – hjólanefnd. Fínt ef við erum tilbúin með álitsgerð og tók Arnþór það að sér.

10. Bæklingsmálið – Steini Brodda. Brynjólfur talaði við hann og ætlar að tala við hann aftur. Ef þings.tillagan verður að veruleika ætti hjólanefndin að taka bæklingsmálið að sér.

11. Önnur mál.

Hjólreiðar barna. Brynjólfur kom með þá hugmynd að fara í skólana á haustin og fræða börnin um útbúnað og allt sem tengist hjólreiðum. Einnig rætt um að kanna hjá Fræðslumiðstöð hvernig því er háttað á höfuðborgarsvæðinu hvaða skólar leyfa hjólreiðar í skólann og hver stefna fræðsluyfirvalda er í þeim málum. Ítreka heilsufarsbót barna á tímum offitu og hreyfingaleysis. Morten tekur það að sér.

Ákveðið að hittast næsta laugardag kl.4 og undirbúa ársþingið, athuga með breytingatillögur. Ársþingið yrði 28.febrúar.

 

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið

              Guðný María Hreiðarsdóttir ritari