Ársskýrsla LHM mars 2003 - febrúar 2004
Meðal þess sem Landssamtök hjólreiðamann hefur unnið að ber þetta
sennilega hæst :
1 Þingsályktunartillaga um hjólreiðabrautir í vegalög
Það vantar að gera ráð fyrir hugtakið hjólreiðabrautir í íslensk löggjöf.
Sömuleiðis vantar að skilgreina að ríkið í gegnum Vegagerðin beri ábyrgð á
umferð óvarinna umferðar þar sem þjóðvegir henta ekki fyrir þessa umferð.
Mest áhersla verði lögð framkvæmdir þar sem þörfin er mest. Eftir að Maggi
talaði við Kolbrúnu Halldórsdóttur hjá Vinstri Grænum fór hún fyrir
þingsályktunartillögu sem var unnin í samvinnu við Magga. Fulltrúar alla
flokka styðja tillöguna og var henni sett fram á þingi haustið 2003. Síðan
hefur lítið gerst í þessu tilteknu máli, en Kolbrún hefur haft málefni
hjólreiðamanna á lofti við nokkur tækifæri á þingi ( Reykjanesbraut ).
2 Hjólað í vinnuna 18.-22. ágúst
Átak um að hvetja menn til þess að hjóla í vinnu var haldið á vegum
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Stjórn LHM tók virkan þátt í
framkvæmdinni, og þetta bar mjög góðan árangur. Meir en 500 einstaklingar
tóku þátt og hjóluðu meira en þrisvar í vinnu þessa viku að meðaltali.
Stefnt er að því að standa fyrir sams konar átaki aftur síðustu tvær víkur
í maí á þessu ári.
3 Mætt á ýmsum stærri fundum er tengist samgöngur, skipulagi oþh.
Verkefnafundur á vegum verkfræðistofuna Alta um skipulag
Þingvallaþjóðgarðsins var haldin um mánaðarmótin janúar / ferbrúar 2004.
Tengdist umsókn um að koma Þingvöllum á heimsminjaskrá. Siggi og Morten
mættu ásamt Helga Valssyni formanni ÍFHK og tóku þátt í “brainstormvinnu”
með hestamönnum, köfurum, veiðimönnum, kajakmönnum og göngumönnum. Tókum
við þátt í hópvinnu um skipulag stigamála og þess háttar.
Fundur/Sýning um “lífandi kort” í Ráðhúsi Reykjavíkur. Morten mætti á
sýninguna og á fundi og spurði um hversu auðvelt væri að sjá stigakerfið
innan borgarmarkana í hinum ýmsum tólum sem eru notuð til að vinna með
kortagögn úr LUKR. LUKR er stytting fyrir Landupplýsingakerfi
Reykjavíkurborgar.
4 Bréf og fundir varðandi framkvæmda í Reykjavík og nágrenni.
Stekkjarbakkamálið Fundir, póstsendingar, símtöl og blaðagrein:
Reykjanesbraut. Vettvangskönnun og fyrirspurn á Alþingi
Færsla Hringbrautar. Fundur með fulltrúar RVK vegna gerð göngubrúar
Tvöföldun Vesturlandsvegur fram hjá Úlfarsfell. Álitsgerð á mati á
umhverfisáhrifum
Umferðarljós. Bréfaskrif og fundur með Rvk varðandi hönnun umferðarljósa
Fyrirspurn/Ábending varðandi hjólreiða- og göngustig frá Mosfellsbæ til
Esjurótar/Kjalarness.
5 Þingmál
Hægri beygja á móti rauðu ljósi. Álít með mótrökum skilað til Alþingis og
er skráð á vefnum hjá þeim.
6 Blaðagreinar og viðtöl í fjölmiðla
Viðtal við Sigga Magga og Gígju ( ísland á iði ) á Rás2 í tengsl við
“Hjólað í vinnuna”
Blaðagrein frá Magga í Morgunblaðinu í desember varðandi
Þingsályktunartillöguna um hjólreiðabrautirnar.
Blaðagrein um stígagerð við Stekkjarbakka í febrúar.
7 Þýðing bæklings frá Evrópusambandinu : “Cycling : The way Forward
for Towns and Cities”
Bæklingurinn er frá Evrópusambandinu og hefur verið gefið út í samvinnu
við nokkrum af æðstu ráðamönnum þar. Hann er með fullt af góðum rökum um
hvers vegna og hvernig ráðamenn í borgum og bæjum ættu að hvetja til
hjólreiðar og breyta rétt í skipulags- og vegframkvæmdamálum. Til dæmis er
bent á að veðurfar virðist alls ekki vera afgerandi þáttur í því að hamla
notkun reiðhjóla. Það er tiltölulega mikið hjólað í Tromsø, sem er langt
fyrir norðan heimskautsbaug, en minna í ýmsum borgum til dæmis á Ítalíu.
Þýðingin virðist í góðum farvegi í sumar, en lítið sem ekkert hefur svo
heyrst frá þýðandanum síðan. Vonir standa til að nefndin sem verður skipuð
af Alþingið muni ráða löggiltan skjalaþýðanda til að sjá um verkið.
8 Þýðing samandráttar úr skýrslu frá norska
Umferðarhagfræðisstofnuninni (TØI)
Ef heilsufarsávinningur reglulegra hjólreiða er tekin með í reikningnum
eru hjólreiðar mjög hagkvæmur samgöngukostur. Þjóðfélagslegur ávinningur
stafar af fækkum veikindadaga og veruleg lækkun er hjá hjólreiðamönnum í
fjórum alvarlegum sjúkdómum. Þýðingin er um 70% kláruð, en greinin sem
byggir á rannsóknarskýrslu “ Kjartans Sælensminde ” er til á netinu hjá
www.toi.no á norsku og ensku.
9 Vinna við gerð athugasemdar við
umferðaröryggisáætlun stendur yfir og verður henni skilað í byrjun
mars til Samgönguráðuneytisins
Í stjórn Landssamtaka Hjólreiðamanna mars 2003 - ferbráur 2004 voru :
Formaður : Sigurður M. Grétarsson
Gjaldkeri : Brynjólfur Magnússon
Ritari : Guðný María Hreiðarsdóttir
Næstformaður : Morten Lange
Meðstjórnandi : Magnús Bergsson
Varamenn : Árni Gunnar Reynisson og Felix Högnason
|