Drög að fundargerð :
Fundir í stjórn Landsamataka hjólreiðamanna ( LHM) sunnudagur 17 febrúar
heima hjá Magnúsi og síðan framhaldsstjórnarfundur 3. mars 2002. Haldið
heima hjá Sigurði formanni, sem er í gifsi eftir að hafa verið keyrður niður.
Fundargerð sú sama þar sem umræðuefnin voru svipuð.
Á báð fundi mættu Sigurður, Morten
Magnús og Sólver
Ársþing 2002:
- Búið að auglýsa fundin á póstlistum og heimasiðunni: Verður haldin
10.mars 2002 , kl. 16:00 í húsakynnum Íslenska Fjallahjólaklúbbsins,
Brekksustig 2
- Viljum einfalda lög LHM, þannig að smáatriði verði ekki aðalatriði
á aðalfundum. Að stafið verði ekki þröngt skorið og gefi stjórnamelimum
meyra svigrúm svo félagið verði fremur virkt.
- Kosningar : Viljum gjarnan fá nýtt fólk inn, en ef það er ekki búið að
ganga í ÍFHK eða HFR getum við ekki kosið þá í stjórn.
Það er hinsveger velkomið að taka þátt í nefndum.
- Rítari: Væntanlega verður fjallað um frumvarpið hér að neðan og almenn
stefnumótun á aðalfundinum.
Frumvarp á alþingi um að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi:
Ætlum að senda umsögn til alþingis. Höfum fengið bréf sem Guðbjörg
Lilja hefur sent, og annað bref sem ÖBI samið. Púnktar sem mætti taka með
í umsögnina ( Formaður er að vina í þessu )
- Skýrslan frá NZ gerir ráð fyrir 7-14 mannslíf á ári tapað vegna
vinstri beygju á rauðu ljósi. (vinstri-umferð þar eins og í UK). Miðað
við íbúafjöldan sem er nálægt 3,7 miljónir, má giska á að breytingin
í lögunum gæti leitt til tap á einu mannslíf á áratug. (miðað við hæsta
töluna 14 fyrir New Zealand)
- Forsvarmenn frumvarpsins mundi aldrei stinga upp á að leyfa vinstri
beygju á móti rauðu ljósi, því þá mundi menn þvera akbraut. Hinsvegar
við hægri beygju þverar bílauimferðin leiðir ganganda og hjólanda.
- Sigurður fann lista þar sem sagt er frá í hvaða löndum þetta
er leyft ( kallað RTOR- right turn on red) .
- Ef hægri beygja á rauðu ljósi yrði leyfð mundi menn helst líta
til vinstri og athuga hvort bílaumferð og stöðva í gangbrautinni á
meðan grænt ljós væri fyrir gangandi og hjólandi.
- Biðum með að taka fyrir útfærsluatríðin. Þau eru ekki aðalmálið í
bíli. Dæmi : Í frumvarpinu er engin frestur gefinn til að taka út hvar þetta
á ekki við ef það yrði leyft. Ennfremur væri eftir að hanna
undantekningaskiltin. " No right turn on red "
Ýmislegt / Önnur mál
a. Þarf að kanna í sambandi Ökupróf fyrir fólksbíl :
- Hversu mikið er fjallað um óvarða vegfarendur ?
- Er til dæmis sagt að hjólreiðamenn mega nota hvaða götur sem
er nema það sé sérstaklega bannað með þar til gerðu skilti ?
b. Óskar Dýrmundur sem var áður vann í skipulagsmálum og fyrir
óvarða vegfarendur, ætla að "fara í pólitík". Er á lista VG
fyrir borgarstjórnarkosningar. Er neðarlega á listanum til að verða kosinn
inn í borgarstjórn, en mun geta haft áhríf á stefnu flokksins.
c. Umboðsmaður óvarða ( mjúka) vegfarenda. Á landsvísu eða
fyrir Reykjavíkurborg eða etv. Höfuðborgarsvæðið.
d. Ný hverfi virðist vera hönnuð einungis eftir gömlu formulinni (?)
e. Þar sem götur eru "of breðar" í íbúðahverfum væri kjörið
að búa til hjólreiðabrautir á báðum hliðum. Dæmi Eskihlið, Skeiðarvogur
að Sæbraut, Hofsvallagata, Ægissíða ofl.
f.. Fram kom hugmynd um að hafa athuga möguleika á að ráða / skipa
framkvæmdastjóra LHM.
Morten Lange
Til baka á yfirlit fundargerða
