Svar við áskorun Landssamtaka hjólreiðamanna til Hveragerðisbæjar

 

 

Hveragerði. 27. 11. 2006  08:38


Komdu sæll Magnús

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir erindið sem þú sendir.  Rétti tíminn er klárlega núna til að ítreka mikilvægi þess að hugað verði að þætti hjólreiðamanna við gerð næstu vegalaga og þá sérstaklega þar sem mikil og knýjandi pressa er á úrbætur á Hellisheiði.  Það fer ekki framhjá neinum að hjólreiðamönnum er í dag svo til ókleift að komast yfir heiðina þar sem einbreiða akreinin er á köflum svo mjó að stórhætta skapast séu hjólreiðamenn þar á ferð.  Úr því er brýnt að bæta og við framtíðarframkvæmdir  taka tillit til hjólreiðamanna.
Erindi ykkar verður lagt fyrir bæjarráð Hveragerðisbæjar í vikunni og væntanlega afgreitt með góðri stuðningsyfirlýsingu við ykkar málstað.

Bestu kveðjur
Aldís

_________________________________
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar
 

Til baka