Reykjavík 8. nóvember 2006
 



Umsögn 2 frá Landssamtökum hjólreiðamanna um tillögu að breytingu Vegalaga, haustið 2006.

Landssamtök hjólreiðamanna fagna því að í tillögum að breyttum vegalögum verði ríkið heimilt að veita fé í samgöngumannvirki sem geri óvélvædda umferð raunhæfara að komast á milli staða. Þessi breyting er mjög tímabær, því vegafé sem hefur verið notað í að bæta aðgengi og öryggi vélvæddar umferðar, hefur mjög oft haft það í för með sér að bílaumferð hafi aukist og hraði umferðar hafi aukist. Afleiðingin hefur í miklum mæli verið að margir gangandi og hjólandi treysta sé ekki að nota eða þvera götur sem þeir notuðu og þveruðu áður. Þannig hefur samkeppnisstaða óvélvæddar umferðar hrapað með því að gera bílaumferð að álitlegri kostur um leið og óvélvæddar samgöngur verði gert erfiðara fyrir og minna öruggt.
Sum sveitafélög hafa gert að hluta bætt þessu upp með því að byggja og viðhalda ( hér vantar oft verulega upp á) samnýtta útvistarstíga sem að einhverju marki nýtast til samgangna. En á milli sveitafélaga, og að hluta til samgangna innan sveitafélaga hefur aðgengi versnað með auknum umferðaþunga og auknum hraða. Tengingar á milli sveitafélaga hefur oftar en ekki setið á hakanum vegna þess að erfiðlega hafa gengið að semja um leiðir fyrir stíga og skiptingu kostnaðar. Gott dæmi er tengingin sem var komin á við ströndina á milli Garðabæjar og Kópavogs “fimm mínútur fyrir kosninga” vorið 2006, eftir áralöng rifrildi, blandað við slökum skilningi og áhuga. Því er ljóst að lagaheimild til þess að ríkið geti veitt fé í stígagerð mun eitt og sér duga mjög skammt. En þessu má væntanlega bæta á vettvangi samgönguáætlunarinnar, til dæmis með því að binda amk 1% af öllu framkvæmdafé við tenginga fyrir óvélvædda umferð (stígar, hjólabrautir og hjólareinar í vegastæði ) , og láta sveitafélögin keppa um peningana með því að gera vönduð áætlun í samvinnu við nagrannasveitafélög og samtök óvélvæddrar umferðar.

En lögin er ákveðin rammi, og í þessari umferð er það vegalögin sem um ræður. Hér eru athugsamdir við tilteknum greinum í tillögu að breyttum vegalögum:

       • Almennt / 2. grein : Nú þegar eru til stuttar hjólreiðabrautir og hjólarein í Reykjavík. Vegalögin þarf að taka mið af þessu og breyta skilgreiningar á samgöngumannvirki fyrir óvélvædda umferð ( Göngu- og hjólreiðastígur dekkar ekki þessu) Varðandi samgöngur hjólreiðamanna er hefð fyrir því í Evrópu og víðar að byggja hjólreiðabrautir ( eins og akveg í smækkaðir mynd), hjólareinar ( akrein í vegstæði sérstaklega fyrir hjólreiðar) og samnýtta eða sérstaka stíga fyrir gangandi og hjólandi . Þess vegna getur orðið stígur verið misvísandi varðandi samgöngumannvirki ætluð til notkunar af hjólreiðamönnum. Betri orð gæti verið braut eða vegur, en hvort sem er þarf að skilgreina hvað er átt við, en helst án þess að setja útfærslum of þröngum skorðum.
      • Í 26. grein segir “Í samgönguáætlun er heimilt að veita fé til almennra reiðstíga samkvæmt sérstakri áætlun sem gerð er að höfðu samráði við samtök hestamanna og sveitarfélög”. Grein 27. ætti að sömu skapi að kveða á um samráð við samtök óvélvæddar umferðar. Samkvæmt vitneskju LHM mundi það þýða LHM, sem mundi eftir atvikum hafa samband við fólk með staðbundna þekkingu.
      • 2. grein segir : “Almennar stígar eru fyrir önnur umferð ( en ökutæki )”. En reiðhjól er ökutæki samkvæmt umferðarlögum og það er mikilvægt að ekki útvatna þeirri skilgreiningu. Tillaga að nýju orðalagi : “Ákvæði laganna gilda einnig eftir því sem við getur átt um vegi og stíga sem ætlaðir eru til annarrar umferða, auk umferð reiðhjóla”
      • Í annarri grein er ennfremur kveðið á um að “Ákvæði laganna gilda einnig eftir því sem við getur átt um vegi og stíga...”. LHM vill benda á að sárlega vantar að skýra þessu nánar, og meðal annars skýra réttarstöðu og umferðarreglum á samnýttum stígum, í samvinnu við samtök hjólreiðamanna og annarra hagsmunaaðila.
      • Nýr flokkun á vegum setur "göngu- og hjólastíga" í bás með það sem áður hét "Hestavegi". LHM efast um að það sé góð flokkun. Enda er reiðhjólið og ganga í mun ríkari mæli nýtt til samgangna en hesturinn. Hesturinn er nýttur aðallega í frítíma eða í beina tengsl við atvinnuvegum sem ferðamennska eða ræktun á hestum. (6. og 10. grein)
       • Stígar til frjálsrar afnotkun: Er ekki mikilvægur punktur að bílar skulu ekki aka á stígunum, nema með undanþágu ? ( 6.grein )

Loks vil Landsamtök hjólreiðamanna benda á að með lækkun hámarkshraða og aukin virðing á milli allra sem ferðast í umferðinni, væri hægt að endurheimta margar götur sem sameiginlegar umferðaræðar og lífæðar fremur en farartálmar óvélvæddar umferðar. Erlendis eru notuð merikmiðar eins og “traffic calming”, “complete streets” og “share the road” varðandi þessa stefnu, og hérlendis er orðið vistgata þekkt, en ekki þarf að ganga eins langt og þetta til að ná verulegum árangri í aðgengi fyrir allra, minnkun í allskonar mengun og heilbrigðari þéttbýli með heilsubætandi samgöngum.





Fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna




______________________________________
Morten Lange, formaður

 

Sjá einnig fyrri umsögn um sama mál frá Magnúsi Bergsyni