Landssamtök hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík
lhm@islandia.is
www.islandia.is/lhm

 

 

23. október 2003

Hr. Jón Rögnvaldsson vegamálstjóri
Borgartúni 5-7
105 Reykjavík

 

Í því ljósi að unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar og hjólreiðar verði í framhaldi af því bannaðar þar, þá óskum við eftir upplýsingum um hjólreiðabrautina henni samhliða.
Þar sem hvergi er að finna nein gögn um hjólreiðabrautina nema það litla sem finna má í mati á umhverfisáhrifum þá óskum við eftir nákvæmari gögnum um legu hjólreiðabrautarinnar milli Hafnafjarðar og Njarðvíkur og tengingu hennar við Grindavík. Þar sem hjólreiðabrautin mun væntanlega taka við allri umferð farartækja sem ekki ná 90 km hraða, þá leikur okkur forvitni á að vita hversu breitt slitlag hjólreiðabrautarinnar muni verða, sem og hver og hvar mesti halli hennar muni verða.  Einnig óskum við eftir upplýsingum um hvar og hvernig tengingin verður við Hafnarfjörð og Njarðvík.
Þar sem beina á umferð hjólreiðamanna um Vatnsleysustrandarveg þá teljum við brýnt að þar verði gerðar úrbætur á varasömum blindhæðum og blindbeygjum.
Einnig væntum við þess að hjólreiðar verði ekki bannaðar á Reykjanesbraut fyrr en búið sé að ganga frá fyrrgreindum hjólreiðabrautum.


 

Kær kveðja,



__________________________________________
F.h. Landssamtök hjólreiðamanna
Magnús Bergsson

Til baka á bréfayfirlit