Hjólreiðabrautir sem útivistarstígar

 Á sama tíma og Reykjavík hefur stækkað hafa útivistarstígar verið lagðir um víðar grundir. Hins vegar hefur ekkert verið unnið að því að leggja hjólreiðabrautir sem nýst gætu til samgangna. Því hafa þeir sem stundað hafa vistvænar samgöngur þurft að fara um tafsama útivistar- og göngustíga sem því miður er ekki alltaf að finna meðfram helstu umferðaræðum. Því hafa hjólreiðamenn þurft að fara um hættulegar akbrautir eða það sem verra er einfaldlega sleppt því að ferðast á hjóli og þess í stað farið á bíl. 

Það má segja að það sé röng stefna og dýr að leggja eingöngu áherslu á að lagningu útivistarstíga og gleyma samgöngustígum (hjólreiðabrautum). Því fleiri sem kjósa að ferðast um með vistvænum hætti þess mun meira sparast í viðhaldi og lagningu dýrra akbrauta. Sérhæfðar hjólreiðabrautir nýtast nefnileg vel sem útivistarstígar. Að hafa ekki hugsað fyrir þessu fyrr hefur líka valdið því að vistvæn farartæki hafa ekki sést hér s.s. sethjól og rafmagnsreiðhjól. Til að slík farartæki verði raunhæf  er ekki nóg að endurbæta flága eins og Reykjavíkurborg hefur unnið að seinustu ár. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar stendur “…að leggja skuli áherslu á að efla vistvænar samgöngur og stemma stigu við aukna bílaumferð”  Er það nokkuð sem sést hefur áður án þess að farið hafi verið út í framkvæmdir af fullum krafti. Það verður ekki gert nema með því að bjóða upp á öruggar og greiðar samgönguæðar sem flestir gætu hugsað sér að nota og þar sem vistvænum samgöngum er gert jafn hátt undir höfði og akandi. Þá fyrst gæti Reykjavík talið sig fylgja stefnu Staðardagskrár 21 í umferðarmálum 

Ýmsu þarf að breyta svo vistvænar samgöngur geti orðið að veruleika. Til þess þurfa bæði ríki og sveitafélög að taka höndum saman. 

 

Landssamtök hjólreiðamanna eru ávalt reiðubúin til að miðla af reynslu sinni og hvetja því opinbera aðila  til að hafa samband við samtökin við uppbyggingu vistvænna samgangna s.s. hjólreiðabrauta.

 

Landsamtök hjólreiðamanna

P.O.Box 5193

125 Reykjavík

 lhm@islandia.is

http://www.islandia.is/lhm

 

Til baka á fundarlista