Bréf til umhverfisnefndar Alþingis v. hönnun og merkingu hjólreiðabrauta

Rafpóstur sendur þann 19. nóv. 2001 til:  

Þórunn Sveinbjarnardóttir  Magnús Stefánsson  Kristján Pálsson  Kolbrún Halldórsdóttir  Katrín Fjelsted ; Jóhann Ársælsson  Ísólfur Gylfi Pálmason  Gunnar Birgissin Ásta Möller  og stjórnar LHM

 

Til Umhverfisnefndar Alþingis

Við hjá stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna viljum þakka umhverfisnefnd Alþingis fyrir að taka aftur upp þingsályktunartillögu um hönnun og merkingu hjólreiðabrauta.

Vonandi verður það til þess að umferðarlög verði endurskoðuð og taki þar með jaft tillit til allrar umferðar. Við væntum þess líka að í hönnun og skipulagi umferðamannvirkja muni allir njóta sannmælis svo að vistvænar samgöngur eins og hjólreiðar verði raunhæfur valkostur í framtíðinni.

Af gefnu tilefni þá langar mig að benda á greinasafn á vefsíðu Landssamtakana http://www.islandia.is/lhm

Fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna
Magnús Bergsson



Landssamtök Hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

Netfang: lhm@islandia.is
Sími/bréfsími: 5620099 (hjá Ísl. fjallahjólaklúbbnum)
Veffang: http://www.islandia.is/lhm


Til baka á yfirlit bréfa

Vefur LHM