Kópavogur 8. maí 2001

Til Strætisvagna Akureyrar

 

Á undanförnum árum hefur hjólreiðamönnum fjölgað mikið. Þetta hefur gerst í kjölfar þess að hönnun reiðhjóla hefur batnað og vakning almennings fyrir umhverfismálum og mikilvægi góðrar heilsu hefur aukist.

Almenningssamgöngur og hjólreiðar hafa lengi flokkast með umhverfisvænum samgöngumátum. Hægt er að auka enn frekar hlutfall slíkrar umferðar með því að tvinna þessar samgöngur saman. Þar sem við höfum frétt af því að ekki sé heimilt taka reiðhjól með í vagna SVA viljum við hvetja ykkur til að breyta þeirri reglu. Í því efni er rétt að benda á að Akureyrarbær er aðili að Staðardagskrá 21 og er þessi regla í hróplegu ósamræmi við anda hennar.

Strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu hafa nú í nokkur ár boðið farþegum sínum að taka reiðhjól með í alla vagna sína. Í upphafi var möguleikinn reyndar aðeins fyrir hendi á völdum leiðum. Skemmst er frá því að segja að engin vandamál hafa komið upp í tengslum við þessa þjónustu þar. Það er því ekkert sem bendir til þess að þetta skapi einhver vandamá hjá SVA eða farþegum þeirra.

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hvetja Strætisvagna Akureyrar til að endurskoða afstöðu sína til reiðhjóla og skora á Strætisvagna Akureyrar að leyfa reiðhjól í vögnum sínum, þó ekki væri nema til reynslu.

Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir svari SVA í þessu máli

 

f.h. Landssamtaka hjólreiðamanna,

 

Sigurður M Grétarsson, formaður LHM
Engihjalla 11
200 Kópavogi
Sími: 554 0338,  gsm: 691 0338

 

Afrit sent til:  Bæjarstjórnar Akureyrar

Til baka á yfirlit