Minnisblað                                                                                                                                             Reykjavík 5.10.99

    Umferðar og skipulagsnefnd Reykjavíkur
    Formaður Árni Þór Sigurðsson
    Ráðhúsi Reykjavíkur
 

    Hér fylgja nokkrar hugleiðingar  varðandi samgöngumál svokallaðra mjúkra vegfaranda í Reykjavíkurborg. Miklar framfarir hafa orði í málefnum mjúkra vegfarenda á liðnum árum og við hjólreiðamenn erum að sjálfsögðu afar þakklátir fyrir það sem gert hefur verið. Þó svo að talsvert átak hafi verið gert í málefnum mjúkra vegfarenda, vantar því miður ennþá mikið á að þau séu í viðunandi horfi. Bílum er lagt á gangstéttir að því er virðist með leyfi lögreglu, gangstéttir eru víða hálf ófærar hjólum sökum niðurníðslu þó svo að fláar hafi verið gerðir upp á þær og fínar brýr byggðar yfir hindranir, hundar ganga lausir á göngu og hjólastígum, snjó er rutt af akbrautum og upp á gangstéttir, enn tíðkast að grafa skurði yfir stíga og gangstéttir án merkinga eða aðvaranna og því miður vantar mikið á að samfellt stígakerfi sé um borgina. Allt þetta skapar mikla hættu fyrir þá sem leið eiga um og neyðir þá út á umferðargötur með tilheyrandi lífshættu.

    Við viljum minna á nokkra punkta sem við höfum áður sent umferðar og skipulagsnefnd erindi um en eru ennþá í fullu gildi að okkar mati:

    -Skilti með upplýsingum (minnir á bjöllunotkun, hundaólar, notakun reina og s.frv.)
    -Merkingar hjóla og gangreinar á stíga
    -Vegavísa á stíga
    - Hættu vegna stórhættulegra og illsjáanleg hlið á stígum
    -Hættu vegna tækja og tóla sem skilin eru eftir á stígum í lengri eða skemmri tíma
    -Bætt lýsing stíga
 

    Við viljum ennþá einu sinni endurtaka þakkir fyrir þær miklu fram-farir sem orðið hafa í ok-kar málum og kemur glögg-lega fram í þeirri aukningu sem við sjáum í notkun okkar mjög svo ástkæra, tvíhjóla farskjóta.
 

      f.h. Landsamtaka Hjólreiðamanna
 

      Gunnlaugur Jónasson, formaður LHM
      Hávallagötu 38
      101 Reykjavík
 

Til baka á forsíðu