Íslenski fjallahjólaklúbburinn
(ÍFHK) er ferðafélag og jafnframt fjölmennasta félag
hjólreiðamanna á landinu. Hjólreiðafélag
Reykjavíkur (HFR) er elsti félagsskapur
hjólreiðamanna
á Íslandi Vilt þú fylgjast með? Skráðu þig þá á póstlista félagana. Landssamtök hjólreiðamanna munu senda út tilkynningar um það sem er að gerast í samgöngumálum okkar hjólreiðamanna, “hjólreiðapólitík” og fundarboð. Þessi póstlisti er fyrir þá sem vilja bættar samgöngur til hjólreiða og eiga örugga og greiða leið á milli staða. Sem flestir ættu að skrá sig á þennan póstlista. Tölvupóstur fyrir skráningu er lhm@islandia.is. Íslenski fjallahjólaklúbburinn sendir út tölvupóst vegna tilkynninga um ferðir, einstaka fundi, námskeið og aðra skemmtan. Það er ákaflega mikilvægt að félagsmenn ÍFHK skrái sig á þennann póstlista. Tölvupóstur fyrir skráningu er ifhk@mmedia.is. Hjólreiðafélag Reykjavíkur Á þessum póstlista fá menn tilkynningar um æfingar keppnir, keppnisúrslit og fundi. Það er ákaflega mikilvægt að félagsmenn HFR skrái sig á þennann póstlista. Tölvupóstur fyrir skráningu er hfr@vortex.is. Hvers vegna að vera á póstlista? Það er ákaflega mikilvægt að sem flestir félagar hjólreiðafélaganna skrái sig á póstlista félaga sinna. Þannig missir fólk síður af mikilvægum dagskrárliðum s.s. ferðum, fundum, námskeiðum, myndasýningum og öðrum uppákomum. Þar er einnig mikilvægt að félögin geti náð til félaga sinna með sem skemmstum hætti eins og þegar fylla þarf þingpalla Alþingis ofl. Þetta er líka mikilvægt fyrir þá sem gætu hugsað sér að leggja eitthvað af mörkum til félagsstarfa, mikið eða lítið. Vinsamlegast sendið tölvupóst til ofangreindra félaga, öll eða eithvert þeirra. Gefið upp nafn og tölvupóstfang (það væri lika gott að fá kennitölu). Því er lofað að póstfangið verður ekki misnotað, sent eða selt til annarra aðila. Einu skiptin þegar allir fá póst er þegar boðað er til mikilvægara funda eða dagskráliða. Það er svo minnsta mál að afskrá sig ef vilji er fyrir því.
-- Landssamtök hjólreiðamanna er aðili að --
European
Cyclists' Federation - Evrópusamtök hjólreiðafélaga um samgöngur
og útivist
-- Önnur félög og hópar sem ekki eru aðilar að LHM -- ...enn sem komið er Hjólamenn er yngsta keppnisfélag hjólreiðamanna á
Íslandi Hjólreiðanefnd ÍSÍ sér um að efla hjólreiðar sem íþrótt
http://www.isisport.is/hjol Áhugamannafélag norðan heiða.
Fjallahjólaklúbbur á
Ströndum
Hjólreiðaklúbbur innan
Útivistar
Þríþrautarfélag
Reykjavíkur - Keppnir sem innihalda sund, hjólreiðar og hlaup
Hjólreiðafélag
Hafnfirskra kvenna - Stunda m.a. kvöldferðir
Hjólakonur -
Æfingaklúbbur kvenna - armur úr Þríþrautarfélagi Reykjavíkur
Voffi - Hópur
fólks sem hjólar sér til skemmtunar og heldur úti spjallvef
Voffi.org
Ræbbblarnir -
Reiðhjólagengið Ræbbblarnir, hópur pönkara sem hefur áhuga á
hjólreiðum
Ræbbblarnir
|