Mullersmenn er hópur fólks sem mætir í Sundlaug Akureyrar á morgnanna og stundar þar Mullersæfingar eftir sund. Þetta er breiður hópur jákvæðs fólks sem hefur gaman af útivist og gaman af því að vera saman. Við höfum verið að reyna að “útvíkka starfsemina” og færa okkur yfir á önnur svið svo sem reiðhjólasvið, golfsvið o.s.fv.. Hvað reiðhjóladeildina varðar þá hjólum við tvisvar í viku á sumrin, þ.e. á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Við hjólum mjög gjarnan svokallaðan Eyjafjarðarhring sem er um 20 km. Þá höfum við einnig verið að huga að lengri ferðum s.s.að hjóla að Mývatni, vestur í Varmahlíð út á Ólafsfjörð og á ári hverju hjólum við austur yfir Vaðlaheiði og höldum þar “uppskeruhátíð”. Jafnvel höfum við verið að velta fyrir okkur ferð til útlanda og e.t.v. "píslarhjóltúr" kringum Mývatn um páskana.
|
Lög reiðhjólaklúbbs Mullersmanna 1 gr. Félagið heitir Reiðhjólaklúbbur Mullersmanna, á ensku: Bicycleclub for Mullersmen. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri og starfsvæði þess er allt landið. 2 gr. Tilgangur félagsins er að: · Örva og stuðla að aukinni hreyfingu og útivist félagsmanna og efla þar með tengsl þeirra. · Beita sér fyrir auknu umferðaröryggi hjólreiðamanna. · Stuðla að aukinni þekkingu félagsmanna á náttúru Íslands, s.s. fuglalífi, flóru Íslands, staðháttum ofl. Halda ber fræðslufundi þar um amk. einu sinni á hverju sumri. · Félagið skal reyna að koma á samskiptum við sambærileg félög jafnt erlend sem innlend. · Tilgangi sínum hyggst félagið ná með skipulögðum hjólatúrum, lengri eða skemmri, með fyrirlestrum, námskeiðum og ráðstefnum. 3 gr. Þátttaka félagsins er með tvennum hætti. Annars vegar aukameðlimir og hins vegar fullgildir meðlimir. Umsókn um inntöku í félagið sendist stjórninni til afgreiðslu. Nægjanlegt er að umsóknin sé munnleg. Meiri hluti stjórnar nægir til að samþykkja inngöngu í félagið og gildir það bæði um auka meðlimi og fullgilda meðlimi. Fullgildir meðlimir í félaginu geta þeir einir orðið sem (eru amk. 70 kg) og hafa stundað Mullersæfingar og eða sund í amk. eitt ár. Aukameðlimur hefur tillögurétt í félaginu, en ekki kjörgengi. Hann skal greiða 1/2 árgjald. 4 gr. Stjórn félagsins skipa þrír menn, þ.e. formaður, ritari og gjaldkeri, sem jafnframt er birgðavörður félagsins. Formaður skal kosinn sérstakri kosningu á hverjum aðalfundi. Þá skulu kosnir tveir stjórnar menn og skipta þeir með sér verkum. Á aðalfundi skal einnig kjósa einn félagslegan endurskoðanda, sem einnig annast innra eftirlit félagsins og ákveður reglur um risnu ofl. þess háttar. 5 gr. Formaður (reynir að) stjórnar fundum og hefur eftirlit með því að stjórnendur og aðrir félagsmenn ræki skyldur sínar gagnvart félaginu. Stjórnin heldur bók yfir störf sín. Henni er skylt að varðveita öll bréf, send og móttekin svo og önnur gögn er varða félagið og starfsemi þess. Á aðalfundi skal fráfarandi stjórn gera grein fyrir störfum sínum og framkvæmdum á starfsárinu. Stjórnarfundir eru lögmæltir þegar tveir stjórnarmenn eru mættir. 6 gr. Ritari heldur gerðabækur félagsins og félagaskrá ásamt gjaldkera. Ritara ber að sjá um að félagsmenn fái skýrslur um það (amk. munnlega) sem gerist á fundum félagsins. 7 gr. Gjaldkeri varðveitir gilda sjóði félagsins og eignir þess. Hann annast innheimtu fyrir félagið. Stjórnin öll ber ábyrgð á auðæfum félagsins. 8 gr. Félagsgjöld skulu ákvarðast á aðalfundi félagsins og skal þeim vera mjög í hóf stillt. 9 gr. Aðalfund félagsins skal að jafnaði halda 1. maí ár hvert (æskilegt að þeir byrji kl. 20.00). Ef því verður ekki viðkomið skal halda aðalfundinn fyrir 15. maí. 10 gr. Félagsfundi skal halda amk tvisvar sinnum á sumri. 11 gr. Lögum þessum má breyta breyta á aðalfundi og nægir meirihluti mættra félagsmanna til þess. 12 gr. Stjórnin skal sjá um gerð merkis fyrir félagið og skal reyna að útvega hentuga æfingagalla með merki félagsins til notkunar í ferðum þess.
Lög þessi eru lögð fram á stofnfundi félagsins þann 1. maí 1998.
F.h. undirbúningsnefndar
|