v/Snartarstaði

67l Kópasker

Sími 465-2171

Bangsasögur frá Lundardeild 2007

Reiður.

Einu sinni var björn sem hét Reiður. Einn daginn fór Reiður í gönguferð, þá hitti hann úlf og úlfurinn var minni en hann. En björninn Reiður var stærstur í öllum heiminum. En úlfurinn vann, þess vegna var bangsi alltaf reiður. Og var þess vegna alltaf kallaður Reiður.

Arnþrúður.

Sagan um Bangsann.

Einu sinni var bangsi. Hann fór út í skóg. Og hann fór að leita að vini sínum. Síðan mætti hann Úlfi og þá fóru þeir að rífast aum hver ætti að fara áfram. Svo hélt bangsi af stað. Síðan mætti hann vini sínum sem var líka bangsi og hét Skógsi. Þeir fóru heim til Palla og léku sér og svo fór Skógsi vinur hans heim.

Emil.

Einu sinni var bangsi sem var úti í eltingarleik. Síðan hitti bangsinn annan bangsa, hann var að leika sér og þeir léku sér saman. Síðan hættu þeir að leika sér og fóru að sofa.

Bensi.

Einu sinni var björn sem hét Baldur Björn. Dag einn fór Baldur Björn út í skóg til að tína ber í mat handa mömmu sinni. Þegar hann var næstum búin kom veiðimaður sem setti gildru. Næsta dag fór Baldur Björn aftur í skóginn til að tína blóm en þegar hann var að tína datt hann ofan í gildruna. Næsta dag kom veiðimaðurinn og tók Baldur og setti hann í vörubíl. Þegar hann var næstum komin slapp Baldur heim og passaði sig á skóginum.


Hlynur.

Bangsafjölskylda í gönguferð.

Einu sinni fór falleg bangsafjölskylda í gönguferð allt í einu fann litli húnninn eplatré, en bangsapabbi var svo stór að hann náði í þrjú epli, eitt handa litla bangsahúninum, eitt handa sér og eitt handa bangsamömmu. Ekki löbbuðu þau lengi þangað til bangsamamma fann blóm, hún tíndi þrjú blóm og gaf bangsahúninum eitt, sér eitt og bangsapabba eitt. Sólin skein hátt uppi á himninum.

Bjartey Unnur.


Gegnir.is