Bangsasögur
frá Kópaskersdeildinni 2007
Biggi og Stitch eru klaufar
Einu sinni fór ég og bangsinn
minn og öll fjölskyldan í útilegu.
Við tjölduðum og fórum í fótbolta
og grilluðum kvöldmat. Síðan fórum
við út í kapphlaup þá datt
Stitch og fékk sár.
Birgir Garðarsson
Bangsa saga
Einu sinni var bangsi sem sá einn
bangsa stríða hinum bangsanum. Þá
sagði hinn bangsinn af hverju eru þið að
rífast, viljið þið ekki vera vinir?
Jú.
Hafsteinn Viktor
Indjánaleikur
Einu sinni voru bangsar sem hétu
Bangsalísa, Letihaugur og Strúna. Þau
voru í indjánaleik. Bangsalísa og Letihaugur
voru orðin þreytt en ekki Strúna. Strúna
vildi ekki hætta í indjánaleiknum. Þá
fóru Bangsalísa og Letihaugur og Strúna
fór að gráta. Það var komið
myrkur þegar hún heyrði einhvern vera að
kalla á sig. Strúna varð svo hrædd
við ópin að hún byrjaði að
hlaupa. Hún var búin að hlaupa í
nokkrar mínútur þegar hún hljóp
á eitthvað. Þegar hún leit upp sá
hún að þetta væri bara mamma hennar
sem væri að kalla. Strúna fór heim
með mömmu sinni. Daginn eftir var dinglað dyrabjöllunni
heima hjá Strúnu. Strúna fór
til dyra og þegar hún opnaði dyrnar voru
það Bangsalísa og Letihaugur að spyrja
hvort hún kæmi út í indjánaleik.
Svo fóru þau í indjánaleik og
voru í honum allan daginn.
Ingunn Jóhanna Kristjánsdóttir
Letihaugur og vinir hans
Letihaugur stökk upp á þak.
Þá hiti hann Snúð og þeir
stukku upp á þakið á búðinni.
Á þakinu var Stitch þeir stukku niður.
Þá sáu þeir Strúnu þegar
þeir löbbuðu áfram þá
sáu þeir Bangsalísu og allir fóru
í skólann.
Óskar
DAGUR
Strúna hoppaði upp á
vegg og settist þar. Hún sá vel uppi
á veggnum.
Erna Rún Stefánsdóttir
Stúfur
Einu sinni fæddist lítill
bangsi í lítilli fjölskyldu. Litli bangsinn
var skýrður Stúfur því hann
var svo lítill. Stúfur átti fullt af
bleikum fötum af því að hann elskaði
bleikt svo mikið. Mamma Stúfs hét Ísabella
og pabbi hans Júlíus. Þegar Stúfur
stækkaði, eignaðist hann fullt af vinum á
leikskólanum sínum. Þeir vinirnir veguðu,
klifruðu, róluðu og renndu sér. Stífi
litla fannst gaman að búa til snjókarla
og snjóhús. Eftir góðan dag sofnaði
Stúfur og svaf vært.
Hrafntinna Nótt
Húsið
Snúður fór í húsið
sitt. Húsið er stórt og flott. Hann era
ð fá sér að borða kvöldmat.
Og síðan ætlar hann að fara að
sofa. Gagalgó! Ahh… best að ég fari
á fætur, segir Snúður.
Logi