Frá Lundardeild.
Þessi saga var of löng en að voru mistök
svo hún fékk að vera með. Góð
saga.
Einu
sinni voru tveir bangsa. Einn hét Balli og hinn Kalli.
Balli bjó í borginni en Kalli á sveitarbæ.
Sveitarbærinn bar fyrir neðan fjall sem stóð
stutt frá borginni. Einn góðan verður
dag ákváðu þeir að fara í
göngu. Þeir ætluðu að labba upp
á tind fjallsins og niður hinu megin. Þar
ætluðu þeir að gista og næsta
dag ætluðu þeir að labba til baka. Svo
lögðu þeir af stað í hina miklu
ferð. Þegar þeir voru búnir að
labba upp í miðja fjallhliðina var Balli
orðin þreyttur og sagði eigum við ekki
að stoppa hér ég er svo þreyttur.
Þar stoppuðu þeir og fengu sér svolítið
af nestinu. Svo heldu þeir af stað. Þeir
voru báðir breyttir þegar þeir komu
upp á topp. Hvíldu sig og orðuðu svolítið
nesti og héldu svo áfram. Þeim fannst
mikið léttara að labba niður og miklu
fljótlegra. Meðan Balli tjaldaði leitaði
Kalli að eldivið fyrir varðeld. Þegar
allt var búið hjá Balla fór hann
að hugsa um það hvar Kalli gæti verið.
Honum fannst hann svo lengi. Hann kallaði Kalli! Kalli!
En fékk ekkert svar, þá varð hann
áhyggjufullur hvað hefur komið fyrir. Balli
tók smá nesti ásamt kíki,vasaljósi
og teppi, og lagði af stað að leita að Kalla.
Hann leitaði og kallaði langt fram á kvöld.
Það var mikið af skógi þarna.
Balli þurfti að hætta að leita svo hann
villtist ekki líka í skóginum. Hann
fór að tjöldunum, borðaði smá
og fór að sofa. Næsta morgun vaknaði
hann við eitthvað þrusk fyrir utan, hann leit
út, fyrir utan stór þvottabjörn
og var að róta í matnum. Balli fór
út og rak hann burt. Balli fékk sér
morgunmat og hélt svo leitinni áfram. Er hann
hafði gengið langt inn í skóginn,
lengra en í gærkvöldi sá hann kofa
inn í skóginum, hann hefði ekki þorað
nær ef Kalli hefði ekki staðið í
dyrunum. Balli hljóp til Kalla. Kalli sagði Balla
frá öllu sem gerðist, að hann hafi villst
og séð bæinn og fékk að gista
þar um nóttina. Hjónin sem bjuggu þarna
höfðu gefið honum að borða. Svo kvöddu
þeir hjónin og héldu svo heim á
leið. Endir. (356 orð.)