|
Þrjár mjög góðar tónlistarsíður. Sú fyrsta er mjög stórt safn af gítarnótum. Sú í miðið er almennt mjög opin tengisíða við allt sem við kemur gítar (kennsla, fróðleikur, auglýsingar og nótur). Sú síðasta er mjög yfirgripsmikið og smekklegt yfirlit yfir feril rokk/popptónlistarmanna og allt það sem tengist þeim. |
Þessi síða er hreinasta gull. Tengisíða við allar hugsanlegar orðaleikjasíður á enskri tungu. |
Kannski besta síðan á öllu netinu. Ég get hæglega gleymt mér tímunum saman við það að lesa bókagagnrýni lesenda. Gagnvirkni eins og hún gerist best. |
Ljómandi góð síða með æfingum og myndbrellum í PSP. Mjög aðgengileg og vel skipulögð kennslusíða. |
Hér má finna (undir "Quotes") handahófstilvitnanir úr heimsmynd Carlosar. Mergjuð lesning og flott síða. |
Frábær uppskriftasíða þar sem hægt er að slá inn mjög afmarkaða matarhugmynd og fá til baka helling af sniðugum uppskriftum. Einnig smekkleg sem fréttasíða um mat og matseld og hefur auk þess vandað fræðsluefni um ýmsar fæðutegundir og eldunaraðferðir. |
Íslenskur "banki" þar sem hægt er að leggja inn hugmyndir að myndlistarverkefnum og taka önnur út í staðinn. Stórsniðug hugmynd og þörf búbót fyrir myndlistarkennara. |