Jörðin
 
 
 
 
 
 Þetta er mynd af Jörðinn tekin rétt fyrir ofan.
Er hún nokkuð flöt eftir allt saman?
 
 
Nei, ekki frekar en Tunglið sem svífur í kringum okkur.  En samt er Jörðin töluvert
ólík fylgihnetti sínum.  Til að lesa nánari umfjöllun um Jörðina, í stuttu máli, þar sem Jörðin er borin saman við fylgihnött hennar, þá má smella á Tunglið.
 

Hér í umfjölluninni að ofan (um Tunglið) kom fram mikill munur á Jörð og Tungli.  Þessi samanburður Jarðar og annarra hnatta nær lengra því Jörðin hefur talsverða sérstöðu meðal hnatta sólkerfisins.  Sú sérstaða kom vísindamanni nokkrum, James Lovelock að nafni, til að skella fram þeirri kenningu að Jörðin væri lífvera. "Gaia-kenningin", eins og þessi hugmynd var síðar meir kölluð, kom eins og köld vatnsgusa framan í alvarlega þenkjandi vísindamenn áttunda áratugarins, enda var henni vísað á bug sem hugarórum kalkaðs gamalmennis. En kenningin um Jörðina sem lifandi veru, eða lifandi heild, hefur dafnað allar götur síðan og þrifist vel innan um hvers kyns nýaldarkenningar um Móður Jörð.  Skyldi hugmyndin um Móður Jörð (sem finna má í goðsögum þjóða út um allan heim) vera staðfesting á gildi kenningar Lovelocks?  Er um sömu hugsun að ræða?
 
 
 
 

Um þetta skrifaði ég B.A. ritgerð í mannfræði árið 1997, og hef sett inn á netið fyrir hvern sem er til aflestrar og aðgengis. 
B.A.Ritgerð -
"Heildræn sýn á Jörðina"