Spegilmyndir eru ansi skemmtilegt
fyrirbæri. Þú getur tekið hvaða mynd sem
er (eða hluta úr mynd) og tekið afrit af henni. Síðan
límirðu afritið á hvolfi undir upprunalegu myndinni
þannig að efri hluti afritsins rennur saman við neðri
hluta upprunalegu myndarinnar. Það sama gerirðu til hliðar
(speglar lóðrétt) og niðri til hægri (speglar
bæði lóðrétt og lárétt).
Þetta er auðvelt í Photoshop en er líka hægt
í einföldum forritum eins og Paint (sjá neðst uppskrift
að spegilmyndum).
Þessi bakgrunnur var hannaður sérstaklega með myndlistarsíðu í huga. Bakgrunnurinn þurfti að vera myndrænt nógu einfaldur til að draga ekki athygli frá aðalmyndefninu (myndlistinni á síðunni) en hafa samt sem áður eitthvað markvisst að segja. Hérna er ég með mynd af teningum í þvívídd og þegar þeim er raðað saman á þennan hátt koma greinileg fjarvíddarárhif í ljós. Þessi einfalda mynd er því myndlistarnám í hnotskurn. Út frá þessari einu mynd bjó ég til ýmsar útgáfur af sama bakgrunni í mismunandi litatón og með mismunandi áferð.
1) Afritar mynd (eða myndhluta)
2) Opnar Paint. 3) Ferð í Image/ Attributes og stillir þar stærð blaðsins sem þú vinnur með. Hafðu blaðið stærra en tvöfalt afrit af myndinni sem þú hefur. Ég er yfirleitt með litlar myndir og stilli Height=10 og Width=10. 4) Nú límirðu myndina á blaðið með Ctrl + V (Paste). Hún fer sjálfkrafa upp í vinstra horn blaðsins. 5) Þetta endurtekurðu þrisvar (afritið fer yfir fyrstu myndina - en er færanlegt) og í hvert skipti færirðu myndina til á blaðinu þannig að hún smelli upp að fyrstu myndinni. 6) Áður en þú staðfestir staðsetningu hverrar myndar (enter) skaltu velja Image/ Flip /og velur þar ýmist Horizontal/Vertical eða hvort tveggja eftir því hvort þú ert með myndina uppi til hægri, eða myndirnar tvær niðri. 7) Nú skal afmarka heildarmyndina með kassalaga valtákni (select) og afritið hana (ctrl + C). 8) Þetta er nú hægt að fara með í nýtt skjal (File - New - og velja lága tölu í Image/Attiributes því þá lagar stærð blaðsins að myndinni) eða í nýtt forrit og vinna það þar nánar. |