Sagnorð
Sagnorð beygjast eftir sex persónum, og tveimur tíðum (nútíð og þátíð). Auk þess eru til aðrar myndir sagna. Hér fjöllum við einungis um nafnhátt, og persónubeygingu sagnorða í nútíð. Nafnháttur: Þegar við flettum sögnum upp í orðabók þurfum við að leita að svokölluðum nafnhætti sagnarinnar, en hún endar nær undantekningarlaust á -a. Þessi mynd sagnarinnar er hrein, það er að segja hún er óháð því hver fremur verknaðinn. Hún er ópersónuleg. Dæmi: Það er gott að drekka mjólk. Þessi staðhæfing er óháð því hvort það er ég eða þú eða einhver annar (eða margir) sem drekka mjólk. Merking sagnarinnar er hér almenn og óháð persónum. Það er gaman að hlusta á tónlist er annað dæmi um slíka notkun sagnarinnar í "hreinni merkingu". Hins vegar er hægt að búa til persónulega staðhæfingu þar sem nafnháttur kemur fyrir, en við fjöllum um það nokkru síðar. Stofn sagna: Til að finna stofn sagna fjarlægjum við síðasta sérhljóða sagnarinnar í nafnhætti (sem nær alltaf er -a). Persónubeyging sagna: Íslensk
sagnorð taka á sig breytilega mynd eftir því hver
fremur verknaðinn. Það er ekki háð kyni,
heldur einungis afstöðu til mælanda. Eftirfarandi tafla
lýsir meginreglu sagnorða í nútíð:
Sagnorð skiptast síðan í fimm flokka. Hér
fyrir neðan sjáum við fjóra þeirra (sá
fimmti er flokkur óreglulegra sagna, og við fjöllum um
þá neðar). Sagnirnar skipast í flokka eftir frávikum
þeirra frá reglunni hér að ofan.
Sagnalisti: Hljóðbreytingar eru
algengar í beygingu sagna, og því mikilvægt að
læra þær jafnóðum. Hér í töflunni
fyrir neðan er listi yfir 60 mest notuðu sagnir í íslensku
(skv. orðtíðnibók). Þær eru flokkaðar
niður í áðurgreinda hópa, en hljóðvarpið
er gefið upp með hverri og einni (enda er hljóðvarpið
ekki bundið flokkunarkerfinu sérstaklega).
* Sjá (sé,
sérð, sér, sjáum, sjáið, sjá).
Hljóðvarpið er á - e, en JE er það sama
og É.
Óreglulegar sagnir eru nokkrar, og
flestar þeirra algengar. Hægt er að líkja
þeim við ofangreindar sagnir, því þær
eru að flestu leyti líkar þeim, en þær víkja
þó út af reglunni með svo ófyrirsjáanlegum
og breytilegum hætti að best færi að læra þær
út af fyrir sig. Þó ríkir viss regla meðal
þeirra. Þær hafa reglu sem líkist talsvert
reglu -Ð sagna, en í stað -Ð kemur -T. Þar
að auki fellur -R endingin í eintölu út með
öllu. Fleirtalan er hins vegar sú sama og áður.
Þrátt fyrir skýra reglu er talsvert um undantekningar í eftirfarandi lista. Takið eftir eftirfarandi tilbrigðum við regluna *
Sögnin að VERA: Og að lokum
er ein sögn lang óreglulegust af þeim öllum, konungur
allra sagna vegna þess að hann er langmest notaða sögnin
í öllum tungumálum, og lýtur því
gjarnan eigin lögmálum fyrir vikið. Það
er sögnin að VERA. Hún fylgir T-beygingu, en hefur
mikla sérstöðu þar sem hún er eina sögnin
í íslensku sem er óregluleg í fleirtölu!
Í raun beygist hún eins og sagnorð í þátíð!
Við skoðum það síðar.
Persónubeyging sagna: samantekt
|