1. INNGANGUR

Þegar ég fór að velta hugtakinu "anomie" fyrir mér tók ég fljótt eftir hve nátengt það var hugtakinu "norm". Anomie er í raun það ástand sem að ríkir þegar normin eru fjarverandi eða á einhvern hátt erfitt að fara eftir. Þegar normin ríkja, ríkir ekki anomie. Þegar anomiskt ástand stendur yfir, eru normin í felum. En tengsl hugtakanna eru samt ekki þess eðlis að líta megi á þau sem andstæður, því að normin eru óhjákvæmilegur undanfari anomie, en ekki öfugt. Til að anomiskt ástand myndist þurfa fyrst að vera til norm. Normin eru skilyrði fyrir anomie. Það blasti því við mér að eina raunhæfa leiðin til að fjalla á fullnægjandi hátt um anomie væri að skilgreina fyrst það sem hugtakið byggir á, þ.e. normin. 

Fyrri hluti ritgerðarinnar er helgaður normunum, en þau þjóna tvískiptum tilgangi. Annars vegar hjálpa þau okkur til að lesa hegðun annarra, hins vegar hjálpa þau okkur að velja eigin hegðunarmynstur. Þau þjóna því tilgangi fyrir bæði þolanda hegðunar og geranda. Þetta fjalla ég um í tvískiptum fyrri hluta og rek fyrst ástæðurnar fyrir því hvers vegna við viljum að hegðun umhverfisins sé samkvæmt normum. Síðan fjalla ég um ástæðurnar fyrir því að við fylgjum sjálf normunum. Þessi tvö atriði eru innbyrðis háð því að ástæðan fyrir eigin fylgni við normin byggist að miklu leyti á viðbrögðum annarra við heðgun okkar. En þessi aðgreining er mikilvæg, og er vonandi til að skýra betur út viðfangsefnið. 

Þegar að seinni hluta ritgerðarinnar er komið fer ég að fjalla um anomie með beinum hætti. Þá verð ég búinn að fjalla um normin í bak og fyrir, og skilgreining á anomie því nánast þar innifalin. Þessi kafli verður styttri hluti ritgerðarinnar. Engu að síður má segja að ég hafi fjallað um anomie út í gegnum ritgerðina, því að normin eru óaðskiljanlegur og nauðsynlegur hluti þeirrar skilgreiningar. Ég lít á þau eins og grunninn að anomie. Grunninn má aldrei vanrækja, jafnvel þó að hann sjáist ekki þegar húsið er risið. 


 
 
 
 
 
 
 
2. UPPLIFUN. 
Ég skynja heiminn, eða eitthvað sem skilgrenist sem svo. Hurð! Teppi! Veggur!...Hurðin hreyfist aðeins öðru megin, teppið álpast til að vera alltaf iljamegin við líkamann, og veggurinn einangrar mig frá því sem liggur hinum megin. 
Þannig get ég skoðað eðli hlutanna og skilið heiminn smám saman betur og betur með aukinni beinni reynslu af honum. En það er meira sem ég verð áskynja. Þetta er aðeins hlutlægi heimurin sem allir ættu að geta skynjað jafnt. Ég skynja líka annan heim inni í sjálfum mér, huglægan heim, sem samanstendur af mínum eigin tilfinningum, hugsunum og líkamlegri líðan. Það er mín einka upplifun. Þangað kemst enginn nema ég. Og því miður, fyrir mig, þá geri ég ráð fyrir að annað fólk sé sams konar vitundarmiðjur og ég, með sína einka veröld hið innra, ósýnilegar öllum nema þeim. Þennan ósýnilega raunveruleika getum við kallað útvortis vitundarmiðjur

Þrjár gerðir hlutlægrar skynjunar. 

Líkami minn er ekki huglægur veruleiki, heldur hlutlægur. Ég skynja líkamann eins og hann sé aðgreindur mér, á sama hátt og aðrir hlutir í kring um mig. Ég get horft á hönd mína lyftast nánast hlutlægt, rétt eins og að sjá hönd annarrar manneskju bifast með sama hætti, nú eða að sjá laufblað svífa upp í rokinu. En þó að skynjunin sé í öllum tilvikum eins á hlutlæga sviðinu, þá gerum við almennt töluverðan mun á þessu þrennu. Sá munur liggur á huglæga sviðinu. Þegar ég virði hönd mína fyrir mér lyftast, þá fylgir því annars konar skynjun samtímis, innri skynjun eða huglæg skynjun, - kannski sársauki, eða einhver ljúf og notarleg tilfinning (ég er að teygja úr mér). Þetta er ólíkt hinum dæmunum tveimur, því að þar er engin innri skynjun samfara hreyfingunni. Þar er einungis um að ræða hlutlæga skynjun. Í öðru tilvikinu er reyndar hægt að ímynda sér huglæga líðan samfara beinu skynjuninni. Hún verður óbein. Til dæmis þegar ég sé einhvern teygja úr sér, þá á ég auðvelt með að lifa mig inn í verknaðinn, jafnvel svo sterkt að ég fer óafvitandi að teygja úr mér sjálfur. Tilfinningin með laufblaðinu er hins vegar engin, það má fjúka á vit allrar veraldar mín vegna. 

Af hverju fyllum við verknað annarra tilfinningu, þegar við skynjum hana alls ekki með neinum hætti? Hvers vegna að troða inn í heimsmyndina slikum ímyndunum, en að standa þvínæst gallhörð á því að ekki séu til álfar, því við höfum ekki skynjað þá!? Kannski er mannfólkið í kring um okkur ekkert nema meistaralega hannaðar strengjabrúður, tómar að innan, tilfinningalausar og skynlausar hermikrákur hannaðar til þess að blekkja okkur. Hvað vitum við? 
 

 
 
 
3. NAUÐSYN SKILNINGS

Það vill nú svo til að grundvallarhneigð okkar allra er að halda lífi, annars værum við einfaldlega ekki hér. Umhverfið er háskalegt. Hvar sem maður er staddur þá er auðvelt að finna möguleika á því að meiða sig, slasa eða fara sér að voða. Það eitt að stíga fæti vitlaust niður í stiganum, sjá ekki bílljósin nógu snemma, flýta sér í hálkunni eða segja nokkur óvönduð orð við drukkinn ribbalda, getur auðveldlega greint að heilsu og heilsuleysi. Ef hegðun okkar væri tilviljunum háð, þá væri líftíminn afar stuttur. Sjálfsagt mætti telja andartökin á fingrum annarrar handar. Sem betur fer störfum við þó ekki þannig. Við náum að hegða okkur í samræmi við umhverfið, og taka mið af því hverju sinni. Til þess þarf skilning á eðli hlutanna. Vitneskjan á umhverfinu hjálpar okkur til að verjast hættunum í því. Reynsla okkar af aðdráttarafli jarðar stoppar okkur í að ganga lengra á fjallstindi en brúnin leyfir, og þar er hægt að vísa í ýmis lögmál sem við höfum ályktað í gegnum tíðina út frá hlutlægri skoðun okkar. En lögmálin ná ekki nema yfir takmarkaðan hluta umhverfisins! Þessar "strengjabrúður" sem eru alltaf að væflast í kring virðast ekki lúta lögmálum eðlisfræðinnar eða annarra fræða, nema að litlu leyti. 

 

There´s definitely, definitely, definitely no logic - to human behaviour
(Björk 1993 - Human Behaviour)

 

Það að skilja efnalegar takmarkanir líkamanna dugar engan veginn til að sjá fyrir hegðunina. Hvað er þá til bragðs? Innsæi sem skilningur. Ein er sú lausn sem hefur gefist best, og það er að taka mið af þvi að í hverjum efnismassa sem líkist okkur sé um að ræða sambærilegt eintak og okkur, með tilfinningar og hugsanir auk líkama, þ.e.a.s. efnislíkami utan yfir vitundarmiðju. Þetta getum við ekki skynjað beint með neinum hætti, né "sannað", heldur gefum við okkur þetta sem forsendu. Þessi kenning um eðli annarra manneskja hefur feykilegt útskýringargildi, hversu sönn sem hún er. Kenningin lifir af. 

Vitneskjan um vitundarmiðjur í öðrum líkömum gerir okkur kleift að reikna út hegðun annars fólks, sem með öðru móti virtist ekki lúta nokkru lögmáli. Það er gert með "inn-sæi", þar sem við þykjumst sjá inn í fólk rétt eins og þeirra innri huglægi heimur væri okkur sýnilegur, en erum í raun aðeins að líta inn í eigin barm og yfirfæra okkar huglægu upplifanir upp á aðra. 

Tvö dæmi: Eftir erfiða líkamsþjálfun í miklum hita veit ég að ég verð þyrstur, og reikna með að þeir sem hafa fylgt mér í gegnum þjálfunina séu það líka. Ég get reiknað með að flestir ef ekki allir okkar komi til með að fá sér eitthvað að drekka áður en þeir fara í sturtu, eða strax á eftir. Ég vissi það líka að leikurinn myndi þróast yfir á aðeins annan vallarhelminginn, því hinum megin var svo stór pollur (auðvitað finnst þeim jafn óþægilegt og mér að stíga í kaldan pollinn). Ég get reiknað út hegðun annarra vegna þess að ég veit hvernig ég myndi bregðast við í sömu sporum. Þetta gerir mér kleift að umgangast annað fólk því sem næst snuðrulaust jafnvel þó hvatin og raunveruleg orsök hegðunar þeirra sé ósýnileg. 

 
 
 
 
 
4. UNDARLEG/ NORMAL HEGÐUN 

 

En hvað gerist þegar væntingar manns reynast alrangar, og hegðunin sem ég virði fyrir mér er ekki í neinu samræmi við það sem ég hefði gert? "Hann gerði í því að skvetta vel í pollunum, sagðist aldrei þurfa að drekka eftir æfingar, og meira segja sleppti því oft að fara í sturtu!". Í raun get ég aðeins brugðist við á tvo vegu: annars vegar reynt að leiða hjá mér hegðunarfrávik viðkomandi (sem er ágæt lausn á meðan frávikin eru ekki það mörg að maður verði að leiða manneskjuna hjá sér í heild sinni). Hins vegar get ég reynt að komast að því hvað veldur þessari undarlegu hegðun, svo að ég geti nálgast manneskjuna næst á sama væntingargrundvelli og aðra. M.ö.o. ég get lagfært hugmyndir mínar um manneskjuna og reynt að lifa mig inn í hana síðan út frá breyttum forsendum (forsagan getur verið að hann býr í næsta húsi og drekkur bæði og þvær sér þar) og þá er aftur hægt að lifa sig inn í manneskjuna. Allt er komið í samræmi á ný. 

Víst er að hann hegðar sér ekki eins og við hinir. Hann hefur að vísu skiljanlega ástæðu fyrir hegðun sinni, en engu að síður er hægt að tala um visst uppbrot á hegðunarmynstri hópsins enn þá! Telst hegðunin til normalhegðunar, eða ekki? Hér vil ég grípa inn í með skilgreiningu á normalhegðun. Normalhegðun byggist á væntingum þeirra sem verða hennar áskynja. Við getum séð fyrir okkur Lottóauglýsingarnar þar sem vinningshafi í milljónapotti gengur gjörsamlega af göflunum. Þetta blasir við sem fáránleg hegðun á yfirborðinu, en ef ástæðan er ljós þá er þetta einmitt sú hegðun sem maður hefði getað reiknað með. Ef við stilltum upp hlið við hlið öllum þeim einstaklingum sem hefðu unnið þann stóra í Lottó og fengjum tækifæri til að samstilla þá alla, þannig að þeir fengju fregnina á sömu stundu, þá teldist það uppbrot á "norminu" að sjá einhvern öðruvísi en "skrítinn". 

Förum aftur á íþróttaæfinguna. Fyrir þá sem ekki vita forsögu "óþrifalega náungans" er hann vissulega uppbrot á norminu. En þeir sem átta sig á aðstæðum skilja hins vegar hegðunina og líta á hana sem eðlilega. Þeir sjá það fyrir sér að ef allir byggju í næsta húsi, þá myndi einmitt þessi hegðun trúlega vera norm hópsins. Það sem greinir að normalhegðun og annarlega hegðun er því skilningurinn að baki. Með skilninginn að vopni er hægt að nálgast alla hegðun sem eðlilega. Væntingar standast og hegðunin hefur yfir sér vissa reglufestu og kallast því norm. Það má því segja að öll hegðun sé normalhegðun innst inni. Það sem gerir það að verkum að sumt er skilgreint sem svo en annað ekki er að við getum sjaldnast kafað ofan í ástæður hegðunar. 

Skilningurinn er seinfarin leið. Það er ekki hægt að skilja allt til hlítar strax. Samfélagið verður hins vegar að halda áfram að rúlla eins og vel smurð vél. Það er því skilvirkt að sem flestir þátttakendur þess "virki" á rútíneruðu plani án þess að "hiksta". Þess vegna á sér stað viss yfirborðssamræming. Það einfaldlega gengi ekki að taka fullt tillit til allra, heldur er ljóst eða leynt búinn til staðall sem menn ganga eftir. Eftir þessum staðli fer stimpilinn "norm" og "anomie". Við komumst eiginlega að samkomulagi um það hvað er við hæfi og hvað ekki, til að komast hjá því að þurfa að kafa sífellt hvert ofan í annað með skilninginn að vopni. Þar af leiðandi hljóta viðhorf til æskilegrar hegðunar, norm, að vera eins konar samkomulagsatriði líka. Ekkert er í eðli sínu óeðlilegt! 

 
 
 
 
 
5. ÞVÍ FYLGJUM VIÐ NORMUNUM SJÁLF ? 

 

Krafan um að átta okkur á umhverfinu og þar með hegðun annarra, fær okkur til að gera kröfur til annarra um að þeir fylgi einhverjum hegðunarstaðli (normal hegðun). En hvað skyldi nú ráða því að við fylgjum sjálf normunum? Það fjalla ég um í fjórum þáttum, sem í deili í tvennt. 

A) Okkur er það eðlilegt. 

1. Þegar við erum ósjálfbjarga ungviði lærum við með því að fylgjast með öðrum, og þegar tækifæri gefst þá líkjum við eftir. Tungumálið er kannski víðs fjarri enn þá og við stólum á tilfinningaleg tengsl við umhverfið. Við skynjum það sem gerist umhverfis okkur, og líkjum eftir. Aðeins í gegnum tungumálið getum við með markvissum hætti séð fyrir okkur eitthvað annað en það sem ber fyrir augu. Það sem er gert innprentast því inn í okkur, við gleypum við upplifuninni, en hinn möguleikinn, að gera eitthvað sem ekki er í mynstri umhverfisins, er aðeins á færi hinna fjarverandi vitsmuna. Við erum því sköpuð í mynd samfélagsins. 

2. Þegar við eldumst, og höfum öðlast tungumál sem gerir okkur kleift að gera okkur í hugarlund það sem ekki er, og þá ótal möguleika sem því fylgja, þá höldum við okkur samt við venjuna. Hér er margþætt samtvinnuð ástæða að verki: Í fyrsta lagi eru tilfinningaleg tengsl, rútínan, mun skilvirkari, hraðvirkari og markvissari en vitsmunir og hugsun. Ímyndum okkur píanóleikara að spila flókið tónverk. Við göpum af undrun yfir færni hans. Hvernig fer hann að þessu? Við sem sitjum til hliðar og spáum í þetta gegnum tungumálið finnst þetta óskiljanlegt, og það er vegna þess að við erum ekki í sama ástandi og píanistinn. Hann starfar á tilfinningasviðinu. Í gegnum áralanga þjálfun er hann búinn að temja líkamanum að bregðast við vissri tilfinningu á vissan hátt. Núna þarf hann bara að upplifa tónverkið, og tónverkið hljómar nánast af sjálfu sér. Ef hann hefði farið að hugsa um það hver fingrasetningin yrði næst, myndi hann áreiðanlega fipast, því að hugsun tekur tíma, þarf sitt ferli, á meðan tilfinningin er beintengd. Rútínan þjónar vissulega sínu hlutverki. Í öðru lagi, og í beinu framhaldi, þá hlífir rútínan okkur við öllum þeim möguleikum sem að blasa við þegar við stígum út fyrir hana. Við myndum einfaldlega "fríka út á valkostunum". Manni verður hugsað til þess hversu margir fara í framhalsskóla og Háskólann, af því að þeir vita ekki hvað þeir ættu svo sem að gera annað. Skelfingin við því að taka eigin ákvarðanir í möguleikaflóðinu, í stað þess að fylgja straumnum, finnst mér endurspeglast vel í nafni útvarpsþáttar sem var á Útrás, útvarpsstöð framhaldsskólanna, fyrir nokkrum árum. Þátturinn hét "Er líf eftir framhaldsskólann?" Í þriðja lagi er þetta öryggi sem við finnum fyrir í fjöldanum ekki aðeins til að einfalda hugarstarf okkar, heldur lýsir það ákveðnu trausti á öllum þeim fjölda sem leiðina hefur gengið á undan okkur og markað þar með "rútínuna". 

B) Við erum þvinguð ef við sýnum tregðu. 

Það kemur þó að því að einhvern tímann leiðumst við út á brautir sem að ekki teljast hefðbundnar. Ýmist getur verið um að ræða tilfinningalega afstöðu ("mér finnst leiðinlegt að vera innan um allt þetta vitlausa drukkna fólk í miðbænum", segir sá sem telst félagsskítur) eða yfirvegaða vitsmunalega afstöðu (sá sem sneiðir hjá drykkju á "drykkjualdri" vegna reynslu sinnar af afleiðingum hennar, er ágætt dæmi). Samt hneigjumst við oft til þess að fylgja straumnum enn, því hópurinn hefur mjög leiðandi áhrif. Hvernig það á sér stað birtist ágætlega í sturtudæminu áðan. Þar kom fram að viðbrögð við annarlegri hegðun gætu verið tvenns konar. Annars gætu menn leitt hjá sér annarlegheitin (sem gæti teygst yfir alla persónuna ef þau eru mikil). Það getur leitt til einangrunar vegna þess að fólk vill hafa umhverfi sitt áreiðanlegt. Hins vegar gæti farið svo að hin undarlega hegðun veki athygli og að menn reyni að komast að ástæðu hennar. Hvort tveggja eru óþægileg viðbrögð, forðun og athygli. Ég fer nánar út í það hér á eftir í þessari röð. 

3. Við erum félagsverur og finnum vissan tilgang með lífinu í gegnum það að "integrera" okkur í samfélag manna. Sjálfsmorðskönnun Durkheims sýndi fram á þetta þar sem í ljós kom að einstæðingar voru líklegri til að svipta sig lífi en giftir, og samfélög þar sem einstaklingshyggja var ríkjandi var tíðni sjálfsvíga meiri en annarra (tíðni sjálfsvíga var meiri í trúarsamfélagi mótmælenda en hjá kaþólikkum, sem aftur var meiri en hjá gyðingum). Það að rofna úr tengslum við annað fólk sviptir viðkomandi öllum tilgangi með því sem hann tekur sér fyrir hendur. Undarleg hegðun getur stuðlað að félagslegri einangrun, og er því almennt sneitt hjá. 

4. Hegðunarfrávik geta vakið athygli annarra (ef ekki áhuga). Það sem gerist í slíku tilfelli er að við verðum sjálfsmeðvituð, og þar af leiðandi feimin. Þegar við verðum þess áskynja að athyglin beinist að okkur förum við að skynja okkur utan frá, "sjá okkur eins og við höldum að aðrir sjái okkur". Við erum, ef ég má orða það þannig, komin út fyrir stjórnklefann og erum ekki vön því. Við stjórnum betur innan frá en með fjarstýringu utan frá. Tilfinningin er allt önnur, og eðlislæg viðbrögð, sem við vorum farin að geta myndað hugsunarlaust, eins og bros, axlarhnykkur og staðsetning handanna, það allt saman raskast við að verða meðvitað. Það sem við segjum sjáum við út frá því sem viðmælandinn heyrir, og við erum því farin að skynja orðin tóm, og hætt að upplifa merkingu þess sem við viljum tjá, þaðan sem orðin spretta "spontant". Þegar við erum farin að sjá okkur utan frá verður öll framkoma okkar stirðari og klúðurslegri. 

 
 
 
 
 
6. SAMANTEKT YFIR NORMIN 

Normin eru því einskonar reglur mannlegrar hegðunar. Þær eru ekki eins áreiðanlegar og reglur efnisheimsins, en reglur engu að síður. Þær hjálpa okkur að sjá fyrir og skilja hegðun annarra og í leiðinni auðvelda manni valið á eigin hegðun. Þau gera manni kleift að spila með öðrum í atferli þeirra. Þeim fylgir visst öryggi og áreiðanleiki, en jafnframt, ef þau veita okkur ekki beinlínis tilgang, þá koma þau manni undan því að þurfa að hugsa um tilgang með hegðun okkar með "rútineraðri", hugsunarlausri, hegðun. 

 
 
 

 
 
 
 

 
7.ANOMIE 

Ef við göngum út frá þessari útskýringu á normunum, og sjáum áhrif þeirra á líf okkar, þá ætti skilgreining "anomie" að koma í beinu framhaldi, þar sem anomie er það ástand sem ríkir þegar normunum er laslega fylgt eftir, þau óljós eða í innbyrðis mótsögn og gerir fólki illa kleift að láta þau stýra sér. Eins og ljóst er af textanum á undan þá segja normin til um hvað búist er við að við gerum eða hverju er búist við að við gerum ekki, en þau segja ekki til um hvað við gerum í raun. Samfélagið samanstendur ekki aðeins af fylgni við normalhegðun, heldur einnig af frávikum frá henni. 

Þegar normum er ekki fylgt myndast ástand sem að Durkheim gaf heitið anomie. Slík hegðun getur verið skrítin, fyndin, óskiljanleg eða jafnvel refsiverð og hefur alltaf það einkenni að félagshegðunin hættir að renna "rútínerað" í gegn eins og smurð vél. Við stoppum okkur af. Hegðun er ekki í eðli sínu brotleg, heldur getur hún verið ýmist "normal" eða uppbrot allt eftir samhenginu sem verknaðurinn birtist í, til dæmis hver það er sem framkvæmir, hvar hann gerir það og hvenær. Jafnvel mestu brot í einu þjóðfélagi geta verið liðin eða jafnvel hvatt til þeirra í öðru þjóðfélagi, eða á öðrum tíma. Ropi eftir dýrindis máltið er víst talinn góður siður í Kína, en argasti dónaskapur víða í vesturheimi. Á sama hátt er morð ýmist talið til svörtustu syndar eða dáður hetjuskapur, eftir því hvort um stríð er að ræða eða ekki. 

 
 
 
 

 

 
8.MISMUNANDI GERÐIR
NORMÁSTANDS OG ANOMIE

Í umfjölluninni áðan um normin talaði ég um tvískiptingu, milli geranda og þolanda (þess sem gerði kröfur um normal umhverfi og þann sem fann sig knúinn til að rútínera sig gagnvart umhverfinu). Í eftirfarandi umfjöllun um anomie vill ég stilla upp svipuðum andstæðum (umhverfi og ego) og skoða fjórar mögulegar aðstæður samræmingar og misræmis milli þessa tveggja þátta. 

  • Frumástand. Hér er samræmi er á milli Ego og umhverfis. Þá hagar Ego sér eftir normalhegðun umhverfisins.
Í þetta þarf ekki að eyða mörgum orðum því að þegar hef ég tíundað rækilega það sem hlýst af því að fylgja normum þjóðfélagsins. Hin öll atriðin þrjú hafa ósamræmi milli Ego og umhverfis sameiginlegt, en með ólíkum hætti. 
  • Í fyrsta lagi getur hegðun Ego breyst frá frumástandinu.
  • Í öðru lagi geta norm umhverfisins breyst með sama hætti.
  • Í þriðja lagi getur það komið fyrir að ólíkt Ego og umhverfi (sem stjórnast af ólíkum normum) mætist.
Þessi þrenns konar misvægi milli Ego og umhverfis skapa sinn hvern vandann. Fyrsta atriðið, þegar Ego breytist frá frumástandinu, hef ég raunar fjallað um. Það gerist þegar förum að fara okkar eigin leiðir í hegðun okkar, og brjótumst gegn normalhegðun. Það er heldur ekki meginviðfangsefni þessa síðari hluta ritgerðarinnar, því að það ástand sem skapast í kringum Ego er ekki Anomie. Normin eru enn þá skýr og ljós, og Ego er full fært að fara eftir þeim. Hin tvö atriðin vil ég fjalla sérstaklega um. 

Fyrst er það ástandið sem myndast við það að umhverfið breytist frá frumástandinu. Það gerist skýrast þegar reglum er breytt í miðju kafi. Gjarnan á sér stað hægfara samræming milli einstakra reglna, þannig að auðveldlega myndast togstreita á milli þeirra. Einnig tekur það tíma fyrir hegðunarmynstur Ego að laga sig að breyttum normum umhverfis, sem veldur vissri mótsögn. Það sem áður gilti, gildir ekki endilega lengur. Nærtækasta dæmið um þessa tegund anomie er það ástand sem ríkti við gerð þessarar ritgerðar. Við nemendur þurftum að vinna undir aðstæðum sem samræmdust engan veginn vinnureglum okkar um heimilda - og gagnasöfnun, vegna tilfærslu bóka yfir í Þjóðarbókhlöðu. Bækur voru einfaldlega illfáanlegar og safnið tímabundið í lamasessi. Við þurftum að laga okkur að nýjum vinnubrögðum, og spinna mun meira upp úr okkur sjálfum. Sumir hafa eflaust átt auðvelt með að laga sig að þessum nýju aðstæðum, og aðrir síður, en það er einmitt eitt af einkennum anomie. Þó að anomie eigi rót sína í umhverfinu (brotthvarf eða skerðing norma í umhverfisins) þá bitnar það ekki jafnt á öllum. Menn eru mis hlynntir þeim normum sem fyrir voru, og hafa því mismunandi afstöðu, sumir neikvæða og aðrir jafnvel jákvæða, gagnvart hinu anomíska ástandi. 

Síðasta atriðið sem ég vil fjalla um í þessum strúktúr, er það vandamál sem kemur upp við það að Ego og umhverfi, sem stjórnast af ólíkum normum, mætast. Það hvað kallast brot og hvað ekki virðist ekki liggja í eðli verknaðarins (eins og áður kom fram), heldur veltur það á því hver sér um skilgreininguna. Þjóðfélög hafa mismunandi kerfi til að samræma hegðun þegna sinna, en einnig vaxa upp úr mismunandi jarðvegi ólíkar óskráðar reglur manna á milli um það hvernig ber að hegða sér. Það rekumst við reglulega á á ferðalagi erlendis. Þar er auðvelt að komast í anomískt ástand. Við vitum ekki hvernig við eigum að hegða okkur. Umhverfið getur virkað ýmist óskiljanlegt ("hvers vegna skyldu þeir loka búðunum einmitt um hábjartan daginn?"), óréttlátt ("Þú hefur engan rétt til að gera þarfir þínar á næsta kráarkamri, án þess að panta eitthvað á staðnum! Mundu það næst!") eða jafnvel fjandsamlegt ("Við viljum enga útlendinga hingað inn!"). Þessar þrjár afleiðingar anomie, óvinátta, óréttlæti og óskiljanleiki, birtast Ego helst þegar farið er úr einu kerfi norma yfir í annað. 

 
 
 
 

 


 
 

Þannig er nú það.

Lesandi góður. Þetta er prófarkarlesið árum eftir upphafleg skrif. Greinin var mun lengri en ég ákvað að enda greinina með þessari síðustu snubbóttu setningu, enda málefnið orðið skýrt. Varðandi framhaldið þá er það hér enn, en dómurinn sem fellur í dag er sá að það er tyrfið, og líklegast tómt bull. En haltu áfram ef þú vilt
(Þorsteinn, 23.mars 1999, Hellu).
 



 

Tvískiptingin efni og orka

Til er ákveðin tvískipting sem má beita á ótal hluti. Hún byggist á hlutveru og hreyfingu (statík og dýnamík). Það er í raun efni og orka. Heimurinn væri ekki neitt ef að hann samanstæði aðeins af efni, en engri orku. Hann væri alltaf eins. Það sem er alltaf eins er ekki til, ef við gefum okkur að tilvera byggist á skynjun. Við könnumst öll við það að ekki er hægt að kalla hljóðbylgjur hljóð fyrr en einhver nemur þær sem slíkar... og aðeins hann kallar þær hljóð. Er ekki tilveran með sama hætti alltaf gagnvart skynjanda. Er 9. sinfónía Beethovens til? Já, myndi ég segja, hvenær sem um hana er hugsað sem slíka, sem gjarnan gerist þegar hún er spiluð. (Hún er ekki til gagnvart hundi sem beinir eyrum sínum í sömu átt og ég, því að hann hugsar ekki um hana, hljóðin, sem slíka). Sama gildir um heiminn ef að enginn skynjar hann. Það sem er hreyfingarlaust og alltaf eins, vekur ekki neina athygli því það skortir orku, dínamík, til að hreyfa við okkur. Hættum við ekki að taka eftir öllum smáatriðum armbandsúrsins okkar af því að það er alltaf á hendinni okkar, og alltaf eins? (hið eina sem við tökum eftir er hið breytilega á úrinu, tíminn, en ekki eftir vísunum, tölustöfunum sem slíkum!). Allt sem á sér tilveru byggist því á þessu tvennu, efni og orku, eða hlutveru og hreyfingu.

Tengsl anomie við tvískiptinguna efni og orka

Og hvað kemur þetta svo umfjölluninni um anomie við? Ég kom einmitt auga á það, þegar ég skoðaði hvernig ég skyldi fjalla um hugtökin óskiljanleiki, óréttlæti og óvinsemd, hve vel þessi tvískipting náði að skýra út hugmynd mína um tengslin milli þessara hugtaka. Hópar fólks fylgja þessu eðli allra hluta sem eiga sér tilveru. Þeir þurfa að afmarka sig í rýminu frá því sem er ekki þeir, - mynda sér hlutveru. Þeir þurfa að geta talað um okkur andspænis þeim. Helsta bindiefni þjóðar er trúlega tengslin sem grunneiningar þess, einstaklingarnir, eiga sín á milli. Tengslin gerast í gegnum félagshegðunina, og hvernig hún er samræmd (heimsmynd, skilningur á hegðun annarra og tungumál sem sprettur upp úr því) geta menn kallað menningu. Hún er það sem aðgreinir þjóðir helst og er bundin í norm. Ég er ekki búinn að gleyma seinni þættinum á eðli allra hluta, dínamíkinni. Hann birtist í því sama, merkilegt nokk!, í normunum. Eins og ég sagði þá fær þjóðin einingu gegnum normin, en hvernig hún lifir og dafnar er einnig normalháð! Allt það sem þjóðin gerir er gert í gegnum einstaklingana sem byggja hana, hvort sem um er að ræða hagvöxt, stríð eða alþjóðasamstarf. Og við vitum hvað stjórnar hegðun einstaklinganna.

Normin í hverju þjóðfélagi má flokka gróflega í tvennt: norm annars vegar (óskráðar reglur hegðunar) og lög hins vegar (skráðar reglur hegðunar). Þetta tvennt, eða þetta eitt öllu heldur (ef við þurrkum út eina eðlismismuninn á þess tvennu, pennastrik), veitir þjóð tilveru sína, bæði gegnum hlutveru og hreyfingu. Normalhegðun byggir upp sameiginlega menningu og bindur einstaklinga saman í eina þjóð, en jafnframt gerir störf þeirra, og í leiðinni þjóðarinnar, skilvirkari og markvissari. Alvarleiki brota gegn normunum, sem mynda bæði hlutveru og hreyfingu þjóðarinnar, veltur á því hvort um hafi verið að ræða skráð eða óskráð norm. Brot á normum þjóðfélags getur því myndað óvinsemd þar sem litið er á viðkomandi sem utanað og hugsanlega hættulegan einingu þjóðarinnar með mögulegum áhrifum sinna norma á þau sem eru fyrir. (Óvinsemd er, eins og við vitum, varnarviðbrögð.) Einnig getur innkoma í þjóðfélag sem er manni anomískt virkað óskiljanleg og ef nálgast hærri gildi lífsins (sérstaklega skráð norm), óréttlát. Óréttlæti, óvinsemd og óskiljanleiki eru ekki þrjár aðgreindar skilgreiningar á anomie, heldur þrjár hliðar á sama hugtakinu sem oft fara saman. Skilningsleysi, óréttlæti og óvinsemd geta mætt manni samtímis, eða sitt á hvað.

7. LOKASAMANTEKT

Þetta tengist þá allt saman. Skilningurinn hverfur þegar við erum í annarlegu ástandi (og gæti orðið að óréttlæti við vissar kringumstæður). Það fer eftir því um hvort anomíska ástandið ræðir, hvort skilningsskortinum fylgir togstreita eða andúð. Þegar normin breytast í miðju kafi myndast hætta á togstreitu. Þau geta auðveldlega stangast á við önnur ríkjandi norm, og hegðunarmynstur þegnanna (sem aðlaga sig hægt). Í hinu ástandinu, þegar Ego er á ferð um svæði þar sem önnur norm ríkja en þau sem hann er vanur að fylgja, þá er hætt við að litið sé á hegðun hans sem ógnun við ríkjandi hegðunarmynstur. Varnarviðbrögðin eru því óvild.

Samkvæmt fjórflokkuninni eftir geranda og umhverfi (sem ég tók fyrir í upphafi síðasta kafla), þar sem anomie birtist í 3ja og 4ða ástandi, raðast viðbrögðin þannig:

(3) Breyting reglna (4) Snerting ólíks í miðju kafi geranda og umhverfis Togstreita ---- skilningsskortur ---- óvild (óréttlæti)

Skilningsskortur (óréttlæti) er því alltaf til staðar í anomie, en ýmist togstreita eða óvild er ráðandi eftir því hvort um 3) eða 4) er að ræða. Mér finnst athyglivert að bera þetta síðara anomíska ástand við fylgni við normin almennt, sem ég kom inn á í byrjun ritgerðarinnar. Þar er þess krafist að hægt sé að sjá fyrir hegðun manna með hjálp normanna. Sá sem truflar skilninginn á hegðunarmynstrinu einangrast sjálfkrafa. Þetta er í raun það sem gerist þegar útlendingar eru litnir hornauga. Skilningsskorturinn er gagnkvæmur, og sá staki verður að vera fyrir utan. Þannig gengur efni og orka í gegnum alla þessa skoðun mína. Sá sem ekki skilur (og skilningur er fólginn í hlutverki, sem er ákveðin dínamík) fær ekki hlutdeild í hópnum (einingin þar með varin). Við greindum engan eðlismun á réttlæti og skilningi og þess vegna vil ég hér undir lokin tala um bæði hugtökin undir hatti skilnings (dínamík/ takmark tilverunnar). Var ekki skilningur á umhverfinu lykillinn að því að normin voru upphaflega til? Og hvernig var það þegar einhver uppfyllti ekki skilyrði skiljanlegrar hegðunar (norma)? Var honum ekki ýtt burt, gerður að utangarðsmanni? Með því á hann sér ekki hlutveru í hópnum, og tekur því ekki þátt í dínamík hans (sem byggist á skilningi). Hér vil ég hlaupa yfir á hundavaði. Til að starfa í heiminum þurfum við að geta reiknað út hegðun hans, sem krefst skilnings. Í tilfelli manna er sá skilningur ekki alltaf mögulegur, og oft seinlegur. Heppilegast er því að allir samræmi sig í svokallaðri normalhegðun. Viðbrögð við frávikum frá slíkri hegðun, fjarlægð eða athygli, eru okkur óþægileg og því er okkur auðveldast að halda í fast hegðunarmynstur. Anomie er ástandið sem ríkir þegar erfitt er að finna norm í umhverfinu til að hegða sér eftir. Þar setti ég upp ferskiptingu byggðu á Ego og umhverfi.

1.) samræmi milli norma Ego og umhverfis.

2.) Ego færist úr ástandi nr.1.

3.) Umhverfið færist úr ástandi 1.

4) Umhverfi og Ego úr ólíkum normakerfum mætast.
 
 

Í síðari tveimur dæmunum myndaðist svokallað anomie. Í númer 3 myndaðist togstreita milli norma umhverfisins sem félli misvel í Ego-in. Í númer 4 fjallaði ég hins vegar um 3 konar ástand sem anomískt ástand gat myndað: óvinsemd, óskiljanleika og óréttlæti. Þetta talaði ég um sem þjár samrýmanlegar hliðar á sama fyrirbærinu. Núna loksins er hægt að skoða hvað veldur því mismunandi anomie ástandi sem útlendingur getur lent í þegar hann kann sig ekki. Óvinsemdin eru varnarviðbrögð gagnvart spillingarefnum sem seytla inn í menninguna með óþekktu hegðunarmynstri útlendingsins. Óréttlæti blasir við ef að markmið þjóðfélagsins eru allt önnur, sérstaklega ef viðkomandi brýtur skráðar reglur (lög). Óskiljanleiki gegnsýrir allt þar sem dínamíkin er önnur en vanist var heima við. (Ég hef staðsett skilning, þ.e. óskiljanleika, í dínamíkina. Það er nefnilega tvennt ólíkt, skilningur og þekking. Þekking er samansafn af staðreyndum, skilningurinn sér samhengið á milli þeirra (og upp kemur því dínamískt ástand). Skilningur krefst vitneskju um ástæðu, sem felur í sér tilgang, sem leiðir aftur til markmiðs,- sem er hreyfing. Skilningur og vitneskja eru því annað gott dæmi um tvístæðuna efni og orka. Vitneskja/ hlutvera eru hvort tveggja skautuð hugtök. Það er aðeins hægt að vita eða vita ekki. Einnig er aðeins hægt að vera eða vera ekki. Hugtökin skilningur/ hreyfing er ekki þannig.) Kannski er hægt að greina sundur þjóðir á útlitinu einu saman. Tengslin og blöndunin milli allra heimshorna er með slíkum hætti í dag að þess konar skilgreining hlýtur að teljast ófullnægjandi, - alla vega ein og sér. Landlega er á sömu forsendum veik fyrir.

 

Neðanmálsgreinar....

 Hér má taka eitt hliðarspor og velta því fyrir sér hvort að skynjun, eins og snerting eða kuldatilfinning, sé huglægur eða hlutlægur veruleiki. Slíkt hliðarspor leiðir mig hins vegar á allt aðrar brautir en ég ætla með ritgerðinni, svo að ég læt vera að hætta mér þangað.  Tilvist hugmynda sem þessarar má útskýra eins og tilvist lífvera út frá kenningum Darwins um lífsafkomu þess aðlögunarhæfasta. Ef forsendan reynist illa í lífinu, deyr út lífveran sem heldur við hana, og hugmyndin með.  Þetta er sambærilegt við hugtakið yfirnáttúrulegt. Auðvitað er ekkert til sem heitir "yfirnáttúregt", þetta er bara spurning um að skilja. Það sem gerist er náttúrulegt, þó það virðist brjóta öll lögmál náttúrunnar; hegðun okkar er normal innst inni, þó hún virðist brjóta öll norm.  Sjá greinar Tim Ingold í bókinn Tools, Technology & Language.  Sjá bókina Discovery of Society bls. 173 og 241. Að vísu er til fólk sem vill láta á sér bera, og fólk sem er þar af leiðandi öðruvísi en gengur og gerist. Þetta sama fólk er trúlega vant því og búið að koma því upp í rútínu (lendir þar af leiðandi ekki í feimnisklemmunni). Einnig er fólk sviðsljóssins búið að mynda sér ímynd sem allir þekkja og geta gengið að sem vísri (þau eru ekki hundsuð). Undarlegheit geta því virkað eins eðlileg og norm, ef þau eru nógu vel auglýst.  Þessi markvissa skilgreining á "anomie", sem ég fann í bókinni SOCIOLOGY: THE CORE eftir James W. Vander Zanden bls. 136, gerði mér augljóst að ég varð að taka normin fyrir rækilega áður en skilgreining á "anomie" gæti reynst raunhæf.  Sama bók, bls. 129.  Þetta er ekki heilagt hugtak. Mér datt bara ekkert betra í hug. Þetta virkar í þessu þrönga samhengi. ‹‚.ŒÆAá hundavaði. Til að starfa í heiminum þurfum við að geta reiknað út hegðun hans, sem krefst skilnings. Í tilfelli manna er sá skilningur ekki alltaf mögulegur, og oft seinlegur. Heppilegast er því að allir samræmi sig í svokallaðri normalhegðun. Viðbrögð við frávikum frá slíkri hegðun, fjarlægð eða athygli, eru okkur óþægileg og því er okkur auðveldast að halda í fast hegðunarmynstur. Anomie er ástandið sem ríkir þegar erfitt er að finna norm í umhverfinu til að hegða sér eftir. Þar s€Œ£ÄL R Y i k ê û ù   ´ µ !#ôüâã¡»®'¸';(<(·)Ú)Ü)â*ã*ü*- -é-ð-11÷4!5==‚?ƒ?‡?š?©A¬AºAÅAùBúBUCZCzC„C°C´CDDcGeG¯G±GxI‚I¡IªI$J%JdW~W€W…Y›Y>\?\¬\úöòöúîúêöòöæâöÜöúêöâæêöÜöúöòöÖöúÐöâæöòöòöÖöæöÖöÖöúöîöîöÖöòöòöòöÖöêæêöòöòöÖöæêöòöòö    2 ( R¬\Ù\Û\]^a^›^ ^«^°^Õ^Ý^¼_Ç_¤f´f¶f\gagíi¡j[y]y^yqzrzP{Q{p|q|±|²|å|æ|•~–~…†œ € €€û÷óïóïóïóïóïóéåóïóåóßßßßßßßßß×  ( )€ŽÑce/1B D F H J L N P R [ ] k m Æ È Ê õ ÷ ù   ñSU   #%˜šòôöøúüæè  è읟¡½¿Ø!Ú!Ì"Î"O%Q%Š&Œ&|'~'µ)÷òíèãèÞèèèèè÷÷÷ÙÓ÷èòèèÞèèÎèÉÄè¿èè÷èÄèºèÎÎÎÎÎèÉèòè¿èµèè÷è°è«èãèòè«èÉp K p Kp K p Kp K p Kp Pp åp Ep K p Kp Kp Kp Kp åh˜þCµ)·)Ü)Þ)à*â*þ*+~-€-k. 4õ4÷4!5#5A9C9Ë;Í;Ï;Ñ;‡?‰?‹?œ?ž?§A©A¬A®A°A²A´A¶A¸AºAÅAÇAüBÿB4EaGcGeG±G³GŠLŒLNïO2S4SÑSbWdW€W‚Wœ\ž\ \¢\ûòûíûèûãûíÞíûèûÙûãûûûÞòòòûÔûÌûûûûûûûÇûÞûÞÔ¿ûºûÞûµ°«û¦¡ûèûœûûûp K p Kp K p Kp Kp Kp Pp Kh˜þp Ep Eh˜þp Kp K p Kp Pp Kp åh˜þp K=¢\¤\¦\¨\ª\¬\Û\Ý\ç]é]``³aõb¢f¤f¶f¸f´gBiêiìijJjLjNj‡jŸj¡j5k7k9kèl®m°m²m´m¶m¸mºm¼m¾mÀmÂmÄmÆmÈmÊmÌmÎmÐmÒmÔmÖmØmÚmÜmÞmàmâmämæmèmêmìmîmðmòmômömømúmoooo÷oùoûoûûûûûöûñûìûçâÝûÔûñçÏûûûûûûûûÊûûçÏûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûûñûûûÏûûp Kp Kp åh˜þp Kp Kp Kp Kp Kp Pp KNûo tSx]yqzP{p|±|å|•~…œ€ € €ûûöñññññññññìöõp Kp K ÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿF ÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿ õÿÿÿÿÿÿÿÿÞ4 b»&0€;>yA›B¤H‹~óTˆ8(?ª°óTT8?ªªªªª°ÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿÿ ÿÿ ÿÿ ÿÿ ÿÿ ÿÿÿÿ‹~ €Ò|?³'ä0Q::@gHQR,[$e8lœm‹~ÿÿ ÿÿ ÿÿÿÿÿÿ©ÿÿ§ÿÿ¶ÿÿBÿÿ £ÿÿ ‘ÿÿ /ÿÿ ÿÿ ÿÿKÿÿ€¬\€AB€µ)¢\ûo €CDEFmTimes New Roman Symbol&Arial BÿScript "System 1ÿTerminal WingdingsÿRoman"Small Fonts€E@E@€€E@$e"€Ðh@(ì%Éû †Áû †l ùfQ&Ritg. í Kenningum 1 um Anomie hugtakið John T. Dean John T. Dean