Stríðið 1939 hafði andlegan tilgang, það var háð um frelsið og til varnar siðrænum verðmætum, og þegar baráttan hefur tilgang verða menn ókvalráðir og einbeittir. Stríðið 1914 átti sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum, heldur þjónaði það einskærri blekkingu, draumi um betri heim, réttlátari og friðsamari. Og sæll er maðurinn aðeins í blekkingu sinni, en ekki þekkingu. Þess vegna héldu fórnarlömbin út á blóðvöllinn með fagnaðarlátum, krýnd blómsveigum og með eikilauf á hjálmunum, og strætin ómuðu af söng, eins og þetta væri stórhátið. (Mál og menning, 1996)
|